Konur sem stunda vændi upplifa flestar andlegar afleiðingar sem líkjast þeim sem þolendur kynferðisofbeldis upplifa, segir Eva Dís Þórðardóttir, sem starfað hefur við ráðgjöf fyrir fólk í vændi á vegum Stígamóta. Hún telur klámneyslu geta aukið eftirspurnina eftir vændi.
Eva Dís vann sjálf sem vændiskona í Danmörku um skeið og segist brennd af eigin reynslu. Hún segist skilja vel það sjónarmið að líta á kynlífsvinnu sem vinnu, en er sjálf fylgjandi sænsku leiðinni, sem felur í sér að gera kaup og milligöngu um vændi refsiverð, en ekki kynlífsvinnuna sjálfa.
„Ég skilgreini þetta sem kynferðisofbeldi, kaupendur sem gerendur og þær sem verða fyrir vændi sem þolendur,“ segir hún. „Sænska leiðin er svolítið máttlaus á Íslandi því við tókum hana upp að svo litlu leyti. Refsiramminn er svipaður og fyrir umferðarbrot, þannig að kaup á vændi eru ekki meðhöndluð í réttarkerfinu sem ofbeldisbrot. Þess vegna hefur hún virkað mjög takmarkað og markaðurinn …
Athugasemdir