Nær 84 prósent þeirra bifreiða sem ekið var framhjá hraðamæli Reykjavíkurborgar á Hringbraut við Bjarkargötu síðasta mánuð voru yfir löglegum hámarkshraða. Mælirinn er einn af þremur á þeim kafla Hringbrautar þar sem hámarkshraðinn er 40 kílómetrar á klukkutstund, en borgarráð mun á næstunni taka afstöðu til þess hvort hámarkshraði verði mest 40 á þeim götum sem ekki teljast til stofngatna.
Skipulags- og samgönguráð samþykkti nýja hámarkshraðaáætlun á fundi sínum 14. apríl með atkvæðum meirihlutans í borginni. Markmið hennar er að stuðla að bættu umferðaröryggi, en það er markmið borgarinnar „að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar“. Áætlunin nær ekki til hámarkshraða á vegum Vegagerðarinnar innan borgarinnar, stofnvegi, en til þeirra teljast að hluta eða öllu leyti vegir eins og Sæbraut, Miklabraut og Breiðholtsbraut svo dæmi séu nefnd.
„Lækkun hámarkshraða í þéttbýli og hönnun borgarumhverfisins hefur reynst einhver mikilvægasta og árangursríkasta leiðin til að fækka alvarlegum slysum og …
Athugasemdir