Bjarki Bragason mætti á mínútunni 16.30 á fund Hillbillyar á Gerðarsafni í Kópavogi. Hillbilly var líka á góðum tíma, sjaldan þessu vant. Austurríska genið leggur mikið upp úr því að koma hvorki of snemma né of seint. Safnið ber á góma. Það hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá Hillbilly af mörgum ástæðum, helst út af prinsessubrúnni og næntís orkunni. Bjarki og Hillbilly töluðu lítillega, en vitsmunalega, um byggingarstíl þessara ára. „Þetta er áhugavert tímabil í byggingarlistinni, að vera inni í byggingunni veitir manni tækifæri á að horfa til baka á póstmódernismann sem hún kemur úr. Hér eru ýmis form sem vísa aftur á bak í tímann, veglegar hurðaumgjarðir, hringir og form sem minna á grískar hefðir og þeim er stefnt saman.“
Við erum komin hér saman í dag vegna verks Bjarka, Áform, á sýningunni Skýjaborg sem nú stendur yfir í Gerðarsafni í sýningarstjórn Klöru Þórhallsdóttur og Brynju Sveinsdóttur. Ásamt Bjarka …
Athugasemdir