Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Rannsakaði garð afa og ömmu í tólf ár

Garð­ur­inn er út­ópía, að rækta garð­inn sinn, að búa til sinn stað í heim­in­um, seg­ir Bjarki Braga­son lista­mað­ur, sem hef­ur safn­að plönt­um úr garði afa síns og ömmu í tólf ár, en hús­ið stend­ur til að rífa og reisa þar rað­hús.

Rannsakaði garð afa og ömmu í tólf ár

Bjarki Bragason mætti á mínútunni 16.30 á fund Hillbillyar á Gerðarsafni í Kópavogi. Hillbilly var líka á góðum tíma, sjaldan þessu vant. Austurríska genið leggur mikið upp úr því að koma hvorki of snemma né of seint. Safnið ber á góma. Það hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá Hillbilly af mörgum ástæðum, helst út af prinsessubrúnni og næntís orkunni. Bjarki og Hillbilly töluðu lítillega, en vitsmunalega, um byggingarstíl þessara ára. „Þetta er áhugavert tímabil í byggingarlistinni, að vera inni í byggingunni veitir manni tækifæri á að horfa til baka á póstmódernismann sem hún kemur úr. Hér eru ýmis form sem vísa aftur á bak í tímann, veglegar hurðaumgjarðir, hringir og form sem minna á grískar hefðir og þeim er stefnt saman.“

Við erum komin hér saman í dag vegna verks Bjarka, Áform, á sýningunni Skýjaborg sem nú stendur yfir í Gerðarsafni í sýningarstjórn Klöru Þórhallsdóttur og Brynju Sveinsdóttur. Ásamt Bjarka …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár