Ég var í miðri vinnutörn þegar Hófí, kærastan mín, hringdi til þess að segja mér að þvottavélin okkar væri alveg við það að gefa upp öndina. Þetta fékk mig til þess að hugsa um alheimsbyltingu komúnismans.
Sovétríkin hafa vissulega fengið óorð á sig fyrir allskonar og ég ætla ekki að verja þau neitt sérstaklega. En ég man vel í grunnskóla þegar unnið var að því að stimpla ágætum kapítalismans inn í ungu, mjúku heilana okkar, þá var oft talað um muninn á Austur og Vestur Þýskandi.
Vestan Berlínarmúrsins var blómstrandi efnhagur, með verslunarmiðstöðvum, bílasölum og McDonalds, en austan hans var efnhagsleg ömurð. Fólk skráði sig á lista eftir því að fá bíl, fá íbúð, fá gallabuxur, fá vinnustígvél og það var allskostar ekki víst að þau sem sóttu um fengu það úthlutað. Þetta getur verið erfitt að ímynda sér á Íslandi í dag, en til þess getum við reynt að …
Athugasemdir