Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

351. spurningaþraut: Rangifer tarandus, Benali, Saint-Exupéry, Timbúktú?

351. spurningaþraut: Rangifer tarandus, Benali, Saint-Exupéry, Timbúktú?

Þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver var forsætisráðherra Íslands þegar síðari heimsstyrjöldin hófst?

2.   En hver var forsætisráðherra þegar styrjöldinni lauk?

3.   Fyrir hvaða flokk sat verkalýðsleiðtoginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir á þingi 1987-1991?

4.   Hvað er stærst í frásögur fært um fjallið Denali?

5.   Rangifer tarandus er latneska nafnið á dýrategund sem lifir villt á Íslandi. Tegundin var þó flutt inn vísvitandi. Hvað kallast dýr þetta á íslensku?

6.   Hver er þriðja stærsta borgin í Svíþjóð á eftir Stokkhólmi og Gautaborg?

7.   Hver hefur síðustu árin haldið úti uppistandinu Áramótaskopið um hver áramót?

8.   Hvaða frægu bók skrifaði Antoine de Saint-Exupéry?

9.   Hver lék stærsta kvenhlutverkið í kvikmyndinni Titantic 1997?

10.  Í hvaða ríki er borgin Timbúktú?

***

Síðari aukaspurning:

Myndin hér að neðan sýnir mark sem skorað var á 43. mínútu í fótboltaleik þann 7. júlí 1974. Hvítklæddi leikmaðurinn vinstra megin sneri af sér varnarmann og laumaði boltanum í netið af harðfylgi. Hann byrjaði að fagna löngu áður en boltinn var kominn yfir línuna, enda ekki beinlínis óvanur því að skora mörk. Hvað hét þessi markaskorari?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hermann Jónasson.

2.   Ólafur Thors.

3.   Borgaraflokkinn.

4.   Hæsta fjallið í Norður-Ameríku. Fjallið var um tíma nefnt Mount McKinley en sá nafnaruglingur er þó ekki það „stærsta“ sem um fjall þetta er sagt.

5.   Hreindýr.

6.   Málmey.

7.   Ari Eldjárn.

8.   Litla prinsinn.

9.   Kate Winslet.

10.   Malí.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skáldkonan Steinunn Sigurðardóttir.

Rétt svar við seinni aukaspurningu er Gerd Müller. Málið snýst um sigurmark hans í úrslitaleik HM 1974 milli Vestur-Þjóðverja og Hollendinga.

***

Þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
6
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár