Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

351. spurningaþraut: Rangifer tarandus, Benali, Saint-Exupéry, Timbúktú?

351. spurningaþraut: Rangifer tarandus, Benali, Saint-Exupéry, Timbúktú?

Þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver var forsætisráðherra Íslands þegar síðari heimsstyrjöldin hófst?

2.   En hver var forsætisráðherra þegar styrjöldinni lauk?

3.   Fyrir hvaða flokk sat verkalýðsleiðtoginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir á þingi 1987-1991?

4.   Hvað er stærst í frásögur fært um fjallið Denali?

5.   Rangifer tarandus er latneska nafnið á dýrategund sem lifir villt á Íslandi. Tegundin var þó flutt inn vísvitandi. Hvað kallast dýr þetta á íslensku?

6.   Hver er þriðja stærsta borgin í Svíþjóð á eftir Stokkhólmi og Gautaborg?

7.   Hver hefur síðustu árin haldið úti uppistandinu Áramótaskopið um hver áramót?

8.   Hvaða frægu bók skrifaði Antoine de Saint-Exupéry?

9.   Hver lék stærsta kvenhlutverkið í kvikmyndinni Titantic 1997?

10.  Í hvaða ríki er borgin Timbúktú?

***

Síðari aukaspurning:

Myndin hér að neðan sýnir mark sem skorað var á 43. mínútu í fótboltaleik þann 7. júlí 1974. Hvítklæddi leikmaðurinn vinstra megin sneri af sér varnarmann og laumaði boltanum í netið af harðfylgi. Hann byrjaði að fagna löngu áður en boltinn var kominn yfir línuna, enda ekki beinlínis óvanur því að skora mörk. Hvað hét þessi markaskorari?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hermann Jónasson.

2.   Ólafur Thors.

3.   Borgaraflokkinn.

4.   Hæsta fjallið í Norður-Ameríku. Fjallið var um tíma nefnt Mount McKinley en sá nafnaruglingur er þó ekki það „stærsta“ sem um fjall þetta er sagt.

5.   Hreindýr.

6.   Málmey.

7.   Ari Eldjárn.

8.   Litla prinsinn.

9.   Kate Winslet.

10.   Malí.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skáldkonan Steinunn Sigurðardóttir.

Rétt svar við seinni aukaspurningu er Gerd Müller. Málið snýst um sigurmark hans í úrslitaleik HM 1974 milli Vestur-Þjóðverja og Hollendinga.

***

Þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu