***
Fyrri aukaspurning:
Hver er konan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver var forsætisráðherra Íslands þegar síðari heimsstyrjöldin hófst?
2. En hver var forsætisráðherra þegar styrjöldinni lauk?
3. Fyrir hvaða flokk sat verkalýðsleiðtoginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir á þingi 1987-1991?
4. Hvað er stærst í frásögur fært um fjallið Denali?
5. Rangifer tarandus er latneska nafnið á dýrategund sem lifir villt á Íslandi. Tegundin var þó flutt inn vísvitandi. Hvað kallast dýr þetta á íslensku?
6. Hver er þriðja stærsta borgin í Svíþjóð á eftir Stokkhólmi og Gautaborg?
7. Hver hefur síðustu árin haldið úti uppistandinu Áramótaskopið um hver áramót?
8. Hvaða frægu bók skrifaði Antoine de Saint-Exupéry?
9. Hver lék stærsta kvenhlutverkið í kvikmyndinni Titantic 1997?
10. Í hvaða ríki er borgin Timbúktú?
***
Síðari aukaspurning:
Myndin hér að neðan sýnir mark sem skorað var á 43. mínútu í fótboltaleik þann 7. júlí 1974. Hvítklæddi leikmaðurinn vinstra megin sneri af sér varnarmann og laumaði boltanum í netið af harðfylgi. Hann byrjaði að fagna löngu áður en boltinn var kominn yfir línuna, enda ekki beinlínis óvanur því að skora mörk. Hvað hét þessi markaskorari?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hermann Jónasson.
2. Ólafur Thors.
3. Borgaraflokkinn.
4. Hæsta fjallið í Norður-Ameríku. Fjallið var um tíma nefnt Mount McKinley en sá nafnaruglingur er þó ekki það „stærsta“ sem um fjall þetta er sagt.
5. Hreindýr.
6. Málmey.
7. Ari Eldjárn.
8. Litla prinsinn.
9. Kate Winslet.
10. Malí.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er skáldkonan Steinunn Sigurðardóttir.
Rétt svar við seinni aukaspurningu er Gerd Müller. Málið snýst um sigurmark hans í úrslitaleik HM 1974 milli Vestur-Þjóðverja og Hollendinga.
***
Athugasemdir