Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

351. spurningaþraut: Rangifer tarandus, Benali, Saint-Exupéry, Timbúktú?

351. spurningaþraut: Rangifer tarandus, Benali, Saint-Exupéry, Timbúktú?

Þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver var forsætisráðherra Íslands þegar síðari heimsstyrjöldin hófst?

2.   En hver var forsætisráðherra þegar styrjöldinni lauk?

3.   Fyrir hvaða flokk sat verkalýðsleiðtoginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir á þingi 1987-1991?

4.   Hvað er stærst í frásögur fært um fjallið Denali?

5.   Rangifer tarandus er latneska nafnið á dýrategund sem lifir villt á Íslandi. Tegundin var þó flutt inn vísvitandi. Hvað kallast dýr þetta á íslensku?

6.   Hver er þriðja stærsta borgin í Svíþjóð á eftir Stokkhólmi og Gautaborg?

7.   Hver hefur síðustu árin haldið úti uppistandinu Áramótaskopið um hver áramót?

8.   Hvaða frægu bók skrifaði Antoine de Saint-Exupéry?

9.   Hver lék stærsta kvenhlutverkið í kvikmyndinni Titantic 1997?

10.  Í hvaða ríki er borgin Timbúktú?

***

Síðari aukaspurning:

Myndin hér að neðan sýnir mark sem skorað var á 43. mínútu í fótboltaleik þann 7. júlí 1974. Hvítklæddi leikmaðurinn vinstra megin sneri af sér varnarmann og laumaði boltanum í netið af harðfylgi. Hann byrjaði að fagna löngu áður en boltinn var kominn yfir línuna, enda ekki beinlínis óvanur því að skora mörk. Hvað hét þessi markaskorari?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hermann Jónasson.

2.   Ólafur Thors.

3.   Borgaraflokkinn.

4.   Hæsta fjallið í Norður-Ameríku. Fjallið var um tíma nefnt Mount McKinley en sá nafnaruglingur er þó ekki það „stærsta“ sem um fjall þetta er sagt.

5.   Hreindýr.

6.   Málmey.

7.   Ari Eldjárn.

8.   Litla prinsinn.

9.   Kate Winslet.

10.   Malí.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skáldkonan Steinunn Sigurðardóttir.

Rétt svar við seinni aukaspurningu er Gerd Müller. Málið snýst um sigurmark hans í úrslitaleik HM 1974 milli Vestur-Þjóðverja og Hollendinga.

***

Þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár