Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson vinnur að stofnun nýrra samtaka fyrirtækja í samkeppni við Samtök atvinnulífsins. Hann hefur áður varað við hækkunum lægstu launa, en vill nú vinna að því að hækka þau.
„Hagur lítilla og millistórra fyrirtækja er sá að lægstu laun hækki og kaupmáttur aukist. Þannig skapast tækifæri fyrir þessi fyrirtæki til að eiga í viðskiptum við þá einstaklinga sem annars væru ekki í aðstöðu til þess,“ segir hann í samtali við Stundina. Hann álítur nú að hækkun lægstu launa landsins séu í hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Sigmar segir að 78 prósent íslenskra launþega starfi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Hann telur Samtök atvinnulífsins ekki til þess fallin að standa vörð um hag þessa stóra hóps, að endurskoða þurfi allt gangverk hins opinbera þannig að það miði við stærðarhlutföll frekar en föst gjöld til að auðvelda fjölbreyttan rekstur. Hann segir að þótt hugmyndavinnan sé komin langt að þá sé …
Athugasemdir