Ríkið á í viðræðum um kaup á fyrirtækinu Auðkenni, sem sinnir rafrænum skilríkjum og hefur verið rekið með tapi nær allar götur síðan ríkið gerði samstarfssamning við fyrirtækið árið 2007. Framkvæmdastjóri Auðkennis starfaði hjá fjármálaráðuneytinu þegar samningurinn var gerður, en réði sig í kjölfarið til fyrirtækisins.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í umræðum á Alþingi á föstudag að viðræður um kaup ríkisins á Auðkenni væru í fullum gangi. Ríkið myndi þannig öðlast fullt forræði yfir fyrirtækinu, en heimild hefur verið til kaupa á því í fjárlögum.
Bjarni mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda, sem er með það að markmiði að öll samskipti stjórnvalda við borgara og fyrirtæki verði stafræn og krefjist rafrænna skilríkja sem í dag eru gefin út af Auðkenni. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði í umræðum um málið að ríkið ætti að gefa út slík rafræn skilríki og …
Athugasemdir