Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur

Bjarni Bene­dikts­son vill að rík­ið eign­ist fyr­ir­tæk­ið sem gef­ur út ra­f­ræn skil­ríki. Fram­kvæmda­stjóri Auð­kenn­is fór frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu til fyr­ir­tæk­is­ins eft­ir að hafa gert samn­ing þeirra á milli. Ta­prekst­ur Auð­kenn­is nam 911 millj­ón­um á ára­tug.

Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Þurfti rafræn skilríki Sigmundur Davíð og Bjarni kynntu leiðréttinguna árið 2014, en rafræn skilríki frá Auðkenni voru forsenda þess að hægt yrði að sækja um hana. Mynd: Pressphotos

Ríkið á í viðræðum um kaup á fyrirtækinu Auðkenni, sem sinnir rafrænum skilríkjum og hefur verið rekið með tapi nær allar götur síðan ríkið gerði samstarfssamning við fyrirtækið árið 2007. Framkvæmdastjóri Auðkennis starfaði hjá fjármálaráðuneytinu þegar samningurinn var gerður, en réði sig í kjölfarið til fyrirtækisins.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í umræðum á Alþingi á föstudag að viðræður um kaup ríkisins á Auðkenni væru í fullum gangi. Ríkið myndi þannig öðlast fullt forræði yfir fyrirtækinu, en heimild hefur verið til kaupa á því í fjárlögum.

Bjarni mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda, sem er með það að markmiði að öll samskipti stjórnvalda við borgara og fyrirtæki verði stafræn og krefjist rafrænna skilríkja sem í dag eru gefin út af Auðkenni. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði í umræðum um málið að ríkið ætti að gefa út slík rafræn skilríki og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár