„Mér finnst ég stundum enn þá heyra í Ingjaldi í höfðinu á mér. Hann er að æpa, hann er að skamma mig, það er ekkert nógu gott sem ég geri.“
Svona lýsir María Ás Birgisdóttir afleiðingum vistunar sinnar á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafirði þar sem hún var vistuð frá 4. september 2001 til 19. maí 2003. María er níunda konan sem stígur fram opinberlega í Stundinni og lýsir því að hafa verið beitt ofbeldi og harðræði af Ingjaldi Arnþórssyni og Áslaugu Brynjarsdóttur, rekstraraðilum meðferðarheimilisins á árunum 1997 til 2007.
María lýsir því í viðtali við Stundina að hún hafi ítrekað reynt að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart um hvernig ástand mála væri á Laugalandi, að Ingjaldur stýrði þar með óttastjórnun og beitti stúlkurnar andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hún hafi alltaf talað fyrir daufum eyrum. Meðal annars hafi hún greint Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, frá. „Það voru nú ekki mikil viðbrögð, kinkaði …
Athugasemdir