Eigendur Morgunblaðsins eru meðal þeirra fjárfesta sem munu eignast Domino's á Íslandi. Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og stærsti hluthafi Morgunblaðsins, er þar á meðal, auk fleiri eigenda blaðsins sem stýra fyrirtækinu Lýsi.
Morgunblaðið greindi frá því á mánudag að fjárfestahópur undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt, sem áður átti Domino's á Íslandi, hafi undirritað samning um kaup á fyrirtækinu. Domino's Group í Bretlandi selur fyrirtækið, en félagið keypti starfsemina í tveimur skrefum árin 2016 og 2017 af Birgi og þáverandi hluthöfum. Fjárfestingahópur á vegum Alfa Framtaks hafði verið einn eftir í viðræðum um kaupin eftir að hópur Birgis og annar hópur undir forystu Þórarins Ævarssonar hjá pizzufyrirtækinu Spaðanum heltust úr lestinni. Hins vegar hafi Alfa Framtak gert breytingar á tilboði sínu og hópi Birgis verið hleypt að borðinu að nýju. Samningar hafi náðst um helgina.
Ásamt Birgi kemur Bjarni Ármannsson, …
Athugasemdir