Í nýju áhættumati Ríkislögreglustjóra á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem gefið var út á föstudag, kemur fram að með þeim breyttu efnahagslegu og þjóðfélagslegu aðstæðum sem hafa myndast í kjölfar Covid-19, fylgi ýmsar áskoranir í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Úrræði stjórnvalda í hættu á misnotkun
Í áhættumatinu segir að þær ráðstafanir sem stjórnvöld hafa gripið til hér á landi, með því markmiði að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónaveirunnar, hafi áhrif á fjárhagslegt umhverfi afbrotamanna sem geti leitt til breyttra aðferða við öflun ólögmæts fjár. FATF, aðgerðarhópur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem Ísland á aðild að, hefur bent á nýjar ógnir og veikleika hvað þennan málaflokk varðar.
Hætta er talin á að fjárhagslegur stuðningur stjórnvalda til fyrirtækja og einstaklinga sem og alþjóðleg fjárhagsaðstoð verði misnotuð. Heildarfjárhæð ráðstafana á vegum stjórnvalda hér á landi vegna Covid-19 faraldursins nam tæplega 60 milljörðum króna á tímabilinu …
Athugasemdir