Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Peningaþvætti ekki hluti af rannsókn morðsins í Rauðagerði

Mar­geir Sveins­son, að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn, seg­ir pen­inga­þvætti ekki tengj­ast rann­sókn á morð­inu sem fram­ið var í Rauða­gerði í fe­brú­ar­mán­uði. Al­bani sem er í haldi lög­reglu er sá sem er grun­að­ur um morð­ið. Rann­sókn máls­ins er að hans sögn senn að ljúka og því mun lög­regl­an halda sér­stak­an fund með fjöl­miðl­um til að ljúka mál­inu gagn­vart þeim.

Peningaþvætti ekki hluti af rannsókn morðsins í Rauðagerði
Rannsókn tengist ekki peningaþvætti Margeir Sveinsson staðfestir í samtali við Stundina að mögulegt peningaþvætti og fjársvik tengist ekki rannsókn lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði Mynd: Samsett / Davíð Þór

Lögreglan hefur ekki til rannsóknar mögulegt peningaþvætti og fjársvik í tengslum við morðið sem framið var í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Margeir staðfestir jafnframt að albanskur karlmaður, sem er í haldi lögreglu, sé sá sem grunaður sé um morðið. Morðrannsóknin er langt komin og vonir standa til að hægt verði að senda málið til ákærusviðs innan fárra vikna.

Í lok febrúarmánuðar greindi Ríkisútvarpið frá því að það hefði heimildir þess efnis að samhliða rannsókn á morðinu í Rauðagerði væri lögreglan einnig að rannsaka mögulegt peningaþvætti og fjársvik í tengslum við málið. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Stundina að svo sé ekki, hann viti ekki hvaðan Ríkisútvarpið hafi fengið þær upplýsingar. „Rannsókn á morðinu í Rauðagerði felur í sér rannsókn á morðinu,“ svaraði Margeir fyrirspurn blaðamanns. Þar að auki segir Margeir að ef svo væri, að peningaþvætti væri rannsakað samhliða, myndi hann ekki „endilega segja frá því ef svo væri“ eins og hann orðaði það, slíkar upplýsingar gætu varðað rannsóknarhagsmuni. 

Albani grunaður um verknaðinn

Fjórtán hafa nú réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins. Meðal þeirra er albanskur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa skotið fórnarlambið Armando Bequiri níu sinnum fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði 28, á meðan þunguð kona hans var inn á heimilinu. Margeir segir að grunur lögreglunnar um að það hafi verið Albaninn sem varð Armando að bana hafi vaknað snemma við rannsókn málsins. 

Lögreglan lagði nýlega hald á skotvopnið sem Albaninn á að hafa notað við verknaðinn. Rannsóknin er lang umfangsmesta morðrannsókn lögreglunnar til þessa en lögreglan hefur til þessa farið í húsleit á yfir 30 stöðum þar sem hún hefur lagt hald á muni, til að mynda bíla. 

Rannsókn málsins að ljúka

Að sögn Margeirs bindur lögreglan vonir við að hægt verði að senda málið til ákærusviðs lögreglunnar innan tveggja til þriggja vikna þar sem rannsókn af hendi lögreglu fari senn að ljúka. Að sögn Margeirs það sem út af stendur af rannsókninni að miklu leyti það að ljúka við pappírsvinnu.

Þar sem rannsókn málsins fer að ljúka hjá lögreglu segir Margeir að næsta skref sé að boða fjölmiðla til fundar til að „ljúka málinu við fjölmiðla“. Lögreglan eigi eftir að taka saman hvað nákvæmlega verði farið yfir á þeim fundi og hvort að nýjar upplýsingar muni líta dagsins ljós.

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga

Stundin fjallaði nýverið um lögmann Anton Kristins Þórarinssonar, eins sakborninga í málinu, en skipun lögmannsins Steinbergs Finnbogasonar sem verjanda Antons var felld úr gildi af héraðsdómi Reykjavíkur og var sú ákvörðun staðfest af Landsrétti. Anton er eini Íslendingurinn með stöðu sakbornings í málinu. Eins og Stundin hefur fjallað um áður er Anton samkvæmt gögnum lögreglunnar talinn hafa verið „langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“. Gögnin sem um ræða var lekið í janúar síðastliðnum en þau benda til þess að hann hafi verið uppljóstrari lögreglu til fjölda ára.

Lögreglan telur Steinberg mikilvægt vitni í málinu þar sem fjarskiptagögn sýna fram á að hann hafði haft samskipti við aðra sakborninga áður en hann varð verjandi Antons. Steinbergur var lögmaður Antons áður en Anton óskaði eftir því að hann yrði skipaður verjandi en Steinbergur fullyrti við blaðamann Stundarinnar að samskipti hans við sakborninga, fyrir og eftir að morðið var framið, hafi verið í samræmi við skyldur hans sem lögmanns Antons til fjölda ára.

Margeir vill ekki staðfesta hvort Steinbergur hafi verið kallaður til skýrslutöku eða ekki í tengslum við að rannsókn málsins sé að ljúka. Ríkisútvarpið greinir þó frá í dag að samkvæmt heimildum þeirra hafi hann ekki verið boðaður til þessa.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár