Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stundin tilnefnd til blaðamannaverðlauna í tveimur flokkum

Blaða­menn Stund­ar­inn­ar eru til­nefnd­ir til verð­launa fyr­ir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins og fyr­ir við­tal árs­ins. Rík­is­út­varp­ið fær flest­ar til­nefn­ing­ar, fjór­ar tals­ins.

Stundin tilnefnd til blaðamannaverðlauna í tveimur flokkum
Tilnefnd til tveggja verðlauna Hlédís Maren er tilnefnd til verðlauna fyrir viðtal ársins og þeir Bjartmar og Freyr fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins.

Fréttamenn Ríkisútvarpsins eru tilnefndir til fernra blaðamannaverðlauna í þremur flokkum fyrir umfjöllunarefni ársins 2020. Þar á eftir koma fréttamenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar en þeir hljóta þrjár tilnefningar í þremur flokkum. Stundin er tilnefnd til tveggja blaðamannaverðlauna í tveimur flokkum. Morgunblaðið, DV og Kjarninn hljóta eina tilnefningu hver fjölmiðill.

Hlédís Maren Guðmundsdóttir, blaðamaður Stundarinnar, er tilnefnd til verðlauna fyrir viðtal ársins. Viðtal Hlédísar var við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur sínar að rekja til Asíu. Í viðtalinu lýstu þær kynferðislegum kynþáttafordómum sem þær hafa orðið fyrir, allt frá því þær voru á grunnskólaaldri.

Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamenn Stundarinnar, hljóta tilnefningu til verðlauna í flokki rannsóknarblaðamennsku ársins. Tilnefninguna hljóta þeir fyrir fréttaflutning af plastmengun í Krýsuvík vegna dreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra á moltu þar á svæðinu. Terra var valið umhverfisfyrirtæki ársins árið 2020.

Blaðamannafélag Íslands veitir árlega blaðamannaverðlaun í fjórum flokkum, umfjöllun ársins, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamannaverðlaun ársins. Frá stofnun Stundarinnar árið 2015 hafa blaðamenn hennar verið tilnefndir fimmtán sinnum til blaðamannaverðlaunanna. Fimm sinnum hafa blaðamannaverðalunin fallið blaðamönnum Stundarinnar í skaut. Blaðamannaverðalaunin fyrir árið 2020 verða veitt næstkomandi föstudag, 26. mars.

Hér má sjá tilnefningarnar í heild sinni:

Umfjöllun ársins

  • Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn ÞorbjörnssonRÚV.  Fyrir fjölbreytta, aðgengilega og upplýsandi umfjöllun af erlendum vettvangi sem vakið hefur athygli í þáttunum Heimskviðum.
  • Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún YaghiFréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi.
  • Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli GunnarssonKjarnanum.  Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans.

Viðtal ársins

  • Erla HlynsdóttirDV.  Fyrir áhrifamikið viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur þar sem lýst er alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi.
  • Hlédís Maren GuðmundsdóttirStundinni. Fyrir viðtal við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur að rekja til Asíu og lýsa kynferðislegum kynþáttafordómum í sinn garð allt frá grunnskólaaldri. 
  • Orri Páll OrmarssonMorgunblaðinu. Fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð.

Rannsóknarblaðamennska ársins

  • Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán DrengssonRÚV. Fyrir fréttaskýringarþátt um afdrif tveggja gámaflutningaskipa sem Eimskip seldi í gegnum millilið til niðurrifs í Indlandi þvert á evrópsk lög.
  • Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr AlexanderssonStundinni. Fyrir fréttaflutning um plastmengun í Krýsuvík vegna moltudreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra sem Samtök atvinnulífsins valdi umhverfisfyrirtæki ársins 2020. 
  • Nadine Guðrún YaghiFréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 

Blaðamannaverðlaun ársins

  • Hólmfríður Dagný FriðjónsdóttirRÚV.  Fyrir umfjöllun um atvinnuleysi þar sem tekið var á sálrænum, félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum þess í skugga heimsfaraldurs COVID-19. 
  • Sunna Karen SigurþórsdóttirFréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. 
  • Þórhildur ÞorkelsdóttirRÚV. Fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum.

Fyrirvari: Hér er fjallað um mál er varða Stundina með beinum hætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár