Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sakborningur í Samherjamálinu sendir ráð um fiskveiðiauðlindir Namibíu úr fangelsinu

Sacky Shangala sendi 31 blað­síðu grein til Swapo-flokks­ins þar sem hann veiti flokkn­um ráð­legg­ing­ar. Shangala er sak­born­ing­ur í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu en rétt­ar­höld í því munu hefjast í apríl. Ráð­gjöf Shangala hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnd í Namib­íu.

Sakborningur í Samherjamálinu sendir ráð um fiskveiðiauðlindir Namibíu úr fangelsinu
Segja Swapo að hlusta ekki á Sacky Álitsgjafar í Namibíu segja Swapo-flokknum að hlusta ekki á Sacky Shangala og ráðleggingar hans. Shangala sést hér í Hafnarfjarðarhöfn ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni og öðrum viðskiptaafélögum sínum í Íslandsheimsókn hjá Samherja fyrir nokkrum árum.

Einn af sakborningunum í Samherjamálinu í Nambíu, Sacky Shangala, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa þegið mútur frá Samherja hefur sent 31 blaðsíðu langan texta til Swapo-flokksins þar sem hann veitir flokknum ráðleggingar, meðal annars um stefnumörkun við nýtingu á fiskveiðiauðlindum landsins.

Shangala er meðlimur í Swapo-flokknum sem hefur fengið meirihluta í öllum þingkosningum í landinu frá því að landið fékk sjálfstæði fyrir 30 árum. Segja má að skilin á milli Swapo-flokksins og ríkisvaldsins geti verið nokkuð óljós af þessum ástæðum þar sem Swapo situr alltaf einn á valdastóli í landinu. 

Flokkurinn tapaði miklu fylgi í þingkosningum í kjölfar þess að Samherjamálið kom upp í nóvember árið 2019 í umfjöllunum Kveiks, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks. 

Texti Shangala, sem er fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, er settur upp eins og fræðileg ritgerð og ber yfirskriftina „A Modern Economic, Social and Political Program - Namibian Socialism.“ Réttarhöldin yfir Shangala, sem meðal annars verður ákærður fyrir mútuþægni, meinsæri og peningaþvætti, og öðrum sakborningum í Samherjamálinu munu hefjast í Namibíu í apríl. Shangala, sem er lögfræðimenntaður, er með langa reynslu af opinberum störfum í Namibíu þrát fyrir að vera einungis 44 ára gamall.

Hann var aðal hugmyndafræðingurinn í svokölluðum Namgomar-snúningi með Samherja sem snérist um að misnota milliríkjasamning við Angóla til að útvega útgerðinni kvóta. Endanlega var samið um greiðslur frá Samherja til Shangala og viðskiptafélaga hans vegna þessara viðskipta í höfuðstöðvum Samherja í Katrínartúni í ágúst árið 2014. 

Eins og fræðileg ritgerðSkrif Shangala eru 31 blaðsíða og er sett fram eins og fræðileg ritgerð. Hér er fyrsta síðan.

Sósíalismi vs. blandað hagkerfi

Eitt af því sem Shangala segir í skrifum sínum er að opinber skilgreining á Swapo-flokknum sem sósíalistaflokki gangi gegn því sem fram kemur fram í stjórnarskrá Namibíu, að í landinu sé ríkjandi blandað hagkerfi. Shangala telur að Swapo-flokkurinn sé í reynd ekki sósíalistaflokkur þó hann hafi verið það einu sinni, að pólitísk stefnumörkun flokksins í orði þurfi að ríma við það hvað hann er í reynd. „Nú um stundir er ekki til neitt Swapo-skjal þar sem fram kemur skilgreining á því hvað felst í sósíalisma með namibískum sérkennum og enn síður er til einhver skilgreining á því í hverju þessi sósíalismi birtist og hvernig hann virkar í reynd,“ segir Shangala meðal annars í skrifum sínum. 

Samkvæmt Shangala þarf Swapo-flokkurinn því annað hvort að breyta stefnuskrá sinni, sem er frá árinu 1991 þegar Namibía fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku, eða að breyta þarf stjórnarskránni þannig að hún rími við stefnuskrá Swapo-flokksins. 

„Mér finnst út í hött af honum að tjá sig um framtíð Swapo-flokksins þegar hann sjálfur er ein af ástæðunum fyrir þeim vandræðum sem flokkurinn á í núna,“
Graham Hopwood

Álitsgjafi: Fráleitt að ráðin komi frá Sacky

Þessi texti Shangala hefur vakið hörð viðbrögð hjá mörgum stjórnmálaskýrendum og álitsgjöfum í Namibíu og hefur meðal annars verið bent á hversu kaldhæðnislegt það sé að Shangala sé að veita Swapo-flokknum ráðleggingar þegar hann er sjálfur ein af helstu ástæðunum fyrir því af hverju Swapo-flokkurinn og stjórnkerfið í Namibíu eiga í tilvistarkreppu um þessar mundir.  Samherjamálið er stærsta spillingarmál sem komið hefur upp í sögu landsins. 

Graham Hopwood, stjórnandi stofnunar í Namibíu sem heitir Public Policy Research (IPPR), sem fjalllar um stjórnmál og stjórnsýslu, segir meðal annars í viðtali við namibíska blaðið The Namibian að þessi viðleitni Shangala sé fráleit. „Það er fáránlegt af honum að reyna að greina ástandið. Ég vil ekki fara í smáatriðum ofan í einstaka staðhæfingar hans vegna þess að mér finnst út í hött af honum að tjá sig um framtíð Swapo-flokksins þegar hann sjálfur er ein af ástæðunum fyrir þeim vandræðum sem flokkurinn á í núna,“ segir Hopwood. 

Forsíða The Namibian á miðvikudaginn

Þessari gagnrýni á skrif og umvandandi Sacky komu fram í forsíðufrétt The Namibian á miðvikudaginn. 

Ekki ríkt af auðlindum

Annað sem Shangala talar í skrifum sínum er að öfugt við það sem oft er sagt um Namibíu þá sé landið í reynd ekki ríkt af nátturuauðlindum, meðal annars fiski og öðrum sjávardýrum. „Þegar kemur að veiðum á sjávardýrum og fiskveiðum þá eru einungis sex fisktegundir sem hafa verið kvótasettar: lýsingur, steinahumar, rauðkrabbi, skötuselur, hestamakríll og selir … […] Þrátt fyrir 2000 km strandlengju sem nýtur Benguela-straumsins þá eru eru fiskveiðiauðlindir Namibíu takmarkaðar,“ segir Shangala í texta sínum og bendir á að fyrir vikið eigi Namibía erfitt með að koma sér upp gjaldeyrissvaraforða vegna of lítils útflutnings. 

Shangala segir að tölur um útflutning Namibíu tali sínu máli og ríkið sé ekki auðugt af náttúruauðlindum, öfugt við til dæmis Mósambík þar sem mikið er um jarðgas. „Eins og umræðan hér að ofan sýnir þarf Namibía að endurskoða þá hugmynd að landið sé ríkt af náttúruauðlindum þar sem tölurnar segja aðra sögu.“

Eitt af vandamálunum við þessi orð Shangala, segir áðurnefndur Graham Hopwood, er að hann er sjálfur ásakaður um og ákærður fyrir mútuþægni í tengslum við fiskveiðiauðlindir Namibíu. Sú staðreynd að fiskveiðiauðlindir Namibíu eru ekki nægilega tekjuskapandi fyrir landið er því meðal annars Sacky sjálfum að kenna þar sem peningarnir sem Samherji greiddi fyrir aðgang að hestmakrílskvótanum í Namibíu runnu að stóru leyti í vasa Shangala og viðskiptafélaga hans í Swapo-flokknum en ekki til ríkisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár