Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lagði í leiðangur eftir sambandsslit

Kría Mekkín Har­alds­dótt­ir lifði bóhemsk­um lífs­stíl á ferða­lagi um heim­inn. Draum­ar um jóga­kenn­ara­nám drógu hana til Kosta Ríka, þar sem hún end­aði næst­um því á göt­unni en fann starf sem söng­kona. Reynsl­an kenndi henni að treysta líf­inu.

Lagði í leiðangur eftir sambandsslit
Kría Mekkín Á ferðalögum sínum lærði hún að treysta lífinu.

Kría Mekkín Haraldsdóttir er tognuð á ökkla eftir örlagaríka djammferð á rafmagnshlaupahjóli. Hún rifjar upp betri tíma, á fjarlægari slóðum, þegar lífið var örlítið ævintýralegra. Hún hafði búið í London en örlögin fleyttu henni til Kosta Ríka þar sem hún fann nýtt líf sem söngkona í strandbæ. 

„Ég bjó í London í einhvern tíma, en eftir sambandsslit ákvað ég að það væri kominn tími til að skipta um umhverfi. Ég var orðin þreytt á því að búa þar og vildi prófa eitthvað nýtt. Ég hafði kynnst stelpu í einhverju grillpartíi á sunnudegi í London. Hún var frá Kosta Ríka og starfaði sem jógakennari. Hún hafði sagt að ég mætti búa hjá henni ef ég vildi og ég ákvað að slá til og fara í jógakennaranám.

Þegar ég mætti þangað var námið ekki það sem ég hélt að það væri. Stelpan sem ég ætlaði að búa hjá var í pínulítilli íbúð í San Hose og átti risastóran hund. Það var alls ekki pláss fyrir þrjá í þessari íbúð og það varð fljótt ljóst að ég gat ekki verið þar. Þannig að ég húkkaði mér far á höfnina og tók bát yfir í strandbæ sem heitir Santa Teresa. Fyrstu nóttina kom ég svo seint að öll hostel voru full. Ég stóð á götunni með ferðatöskuna mína og vissi ekkert hvert ég átti að fara. Ég vissi ekkert hvar ég myndi sofa. Það leit út fyrir að ég myndi bara þurfa að sofa á götunni. Það voru einhverjir ítalskir menn að spila á bar og einn þeirra bauð mér að gista í íbúðinni sinni. Ég hugsaði með mér að það gæti eitthvað slæmt gerst þar, en ef ég myndi sofa á götunni væri klárt mál að eitthvað hættulegt myndi koma fyrir. Ég sló til og gisti hjá honum. Það var allt í lagi með það, nema ég vaknaði um morguninn við það að hann var að nudda á mér fæturna og segja „Buon giorno! Buon giorno!“ Þannig að ég þakkaði fyrir mig og hljóp út og beint inn á næsta hostel. 

Eitt kvöldið fór ég með krökkunum á hostelinu að syngja karókí, en eftir það báðu eigendur staðarins mig um að syngja þar í hverri viku. Út frá því byrjaði ég að syngja á ýmsum veitingastöðum og börum í þessum litla strandbæ. Ég bjó í kofa úti í skógi og til þess að komast í bæinn þurfti ég alltaf að fara yfir á. Þegar rigndi vaknaði ég með froska og köngulær og rottur í vaskinum og í sturtuklefanum mínum. Það var samt allt í lagi því ég var með útisturtu og notaði hana langoftast. Á kvöldin söng ég og drakk kokteila. Á daginn synti ég í sjónum. Dagarnir mínir voru dásamlegir. Ég ferðaðist mikið og fór í safari-ferðir í skóginum og söng svo fyrir fulla túrista. 

Ég var þarna í þrjá mánuði og svo fór ég til New York. Þar var ég í smá stund áður en ég kom aftur heim til Íslands. Tveimur árum eftir að ég kom heim fékk ég loksins jógakennararéttindin, í Bláfjöllum af öllum stöðum.

Lífið er ævintýri. Þú getur ákveðið hvort þú trúir því að hlutirnir muni fara vel eða illa. Ef þú heldur að allt muni fara á versta veg þá muntu alltaf vera hræddur við lífið. Ég held að maður verði bara að treysta aðeins á lífið. Ekki alltaf ofhugsa hlutina,“ segir Kría Mekkín að lokum, um það sem hún lærði af lífi á ferðalagi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár