Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lagði í leiðangur eftir sambandsslit

Kría Mekkín Har­alds­dótt­ir lifði bóhemsk­um lífs­stíl á ferða­lagi um heim­inn. Draum­ar um jóga­kenn­ara­nám drógu hana til Kosta Ríka, þar sem hún end­aði næst­um því á göt­unni en fann starf sem söng­kona. Reynsl­an kenndi henni að treysta líf­inu.

Lagði í leiðangur eftir sambandsslit
Kría Mekkín Á ferðalögum sínum lærði hún að treysta lífinu.

Kría Mekkín Haraldsdóttir er tognuð á ökkla eftir örlagaríka djammferð á rafmagnshlaupahjóli. Hún rifjar upp betri tíma, á fjarlægari slóðum, þegar lífið var örlítið ævintýralegra. Hún hafði búið í London en örlögin fleyttu henni til Kosta Ríka þar sem hún fann nýtt líf sem söngkona í strandbæ. 

„Ég bjó í London í einhvern tíma, en eftir sambandsslit ákvað ég að það væri kominn tími til að skipta um umhverfi. Ég var orðin þreytt á því að búa þar og vildi prófa eitthvað nýtt. Ég hafði kynnst stelpu í einhverju grillpartíi á sunnudegi í London. Hún var frá Kosta Ríka og starfaði sem jógakennari. Hún hafði sagt að ég mætti búa hjá henni ef ég vildi og ég ákvað að slá til og fara í jógakennaranám.

Þegar ég mætti þangað var námið ekki það sem ég hélt að það væri. Stelpan sem ég ætlaði að búa hjá var í pínulítilli íbúð í San Hose og átti risastóran hund. Það var alls ekki pláss fyrir þrjá í þessari íbúð og það varð fljótt ljóst að ég gat ekki verið þar. Þannig að ég húkkaði mér far á höfnina og tók bát yfir í strandbæ sem heitir Santa Teresa. Fyrstu nóttina kom ég svo seint að öll hostel voru full. Ég stóð á götunni með ferðatöskuna mína og vissi ekkert hvert ég átti að fara. Ég vissi ekkert hvar ég myndi sofa. Það leit út fyrir að ég myndi bara þurfa að sofa á götunni. Það voru einhverjir ítalskir menn að spila á bar og einn þeirra bauð mér að gista í íbúðinni sinni. Ég hugsaði með mér að það gæti eitthvað slæmt gerst þar, en ef ég myndi sofa á götunni væri klárt mál að eitthvað hættulegt myndi koma fyrir. Ég sló til og gisti hjá honum. Það var allt í lagi með það, nema ég vaknaði um morguninn við það að hann var að nudda á mér fæturna og segja „Buon giorno! Buon giorno!“ Þannig að ég þakkaði fyrir mig og hljóp út og beint inn á næsta hostel. 

Eitt kvöldið fór ég með krökkunum á hostelinu að syngja karókí, en eftir það báðu eigendur staðarins mig um að syngja þar í hverri viku. Út frá því byrjaði ég að syngja á ýmsum veitingastöðum og börum í þessum litla strandbæ. Ég bjó í kofa úti í skógi og til þess að komast í bæinn þurfti ég alltaf að fara yfir á. Þegar rigndi vaknaði ég með froska og köngulær og rottur í vaskinum og í sturtuklefanum mínum. Það var samt allt í lagi því ég var með útisturtu og notaði hana langoftast. Á kvöldin söng ég og drakk kokteila. Á daginn synti ég í sjónum. Dagarnir mínir voru dásamlegir. Ég ferðaðist mikið og fór í safari-ferðir í skóginum og söng svo fyrir fulla túrista. 

Ég var þarna í þrjá mánuði og svo fór ég til New York. Þar var ég í smá stund áður en ég kom aftur heim til Íslands. Tveimur árum eftir að ég kom heim fékk ég loksins jógakennararéttindin, í Bláfjöllum af öllum stöðum.

Lífið er ævintýri. Þú getur ákveðið hvort þú trúir því að hlutirnir muni fara vel eða illa. Ef þú heldur að allt muni fara á versta veg þá muntu alltaf vera hræddur við lífið. Ég held að maður verði bara að treysta aðeins á lífið. Ekki alltaf ofhugsa hlutina,“ segir Kría Mekkín að lokum, um það sem hún lærði af lífi á ferðalagi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár