Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bandaríkin ætla að ganga lengra en Ísland í fjárstuðningi við barnafjölskyldur

Banda­rík­in inn­leiða nýtt barna­bóta­kerfi sem veit­ir mán­að­ar­leg­an fjár­stuðn­ing upp á allt að 300 doll­ara fyr­ir hvert barn til hjóna með und­ir 20 millj­ón­ir í árs­tekj­ur. Þetta kerfi er miklu „sósíal­ísk­ara“ en ís­lenska barna­bóta­kerf­ið sem gagn­ast nær ein­göngu þeim allra fá­tæk­ustu í sam­fé­lag­inu. Kol­beinn Stef­áns­son fé­lags­fræð­ing­ur seg­ir að Banda­rík­in taki með þessu skrefi fram úr Ís­landi og að kerf­ið lík­ist barna­bóta­kerf­um Norð­ur­landa.

Bandaríkin ætla að ganga lengra en Ísland í fjárstuðningi við barnafjölskyldur
Róttækar breytingar á barnabótunum Róttækar breytingar verða gerðar á bandaríska barnabótakerfinu í aðgerðapakka Joe Biden Bandaríkjaforseta. Fyrir vikið munu prósentulega fleiri bandarísk börn njóta góðs af kerfinu en íslensk börn á Íslandi af barnabótakerfinu hér á landi. Mynd: Gage Skidmore

Bandaríkin ætla að innleiða tímabundið barnabótakerfi í landinu þar sem gengið er lengra en gert er á Íslandi í því að styðja barnafjölskyldur með fjárstuðningi. Kerfið sem Bandaríkin ætla sér að innleiða, fyrst í eitt ár en svo mögulega til framtíðar, líkist meira sænska barnabótakerfinu en því íslenska, þar sem tekjur barnafólks í Bandaríkjunum þurfa að vera það háar til að það eigi ekki rétt á óskertum barnabótum. 

Frumvarp með þessu inntaki var samþykkt á bandaríska þinginu í gær. Samkvæmt frumvarpinu er 100 milljörðum dollara, nærri 13.000 milljörðum íslenskra króna, er ætlað að renna til barnafjölskyldna með þessum hætti. Frumvarpið er hluti af aðgerðarpakka Joe Bidens Bandaríkjaforseta til að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins.

Foreldrar geta fengið allt að 300 dollara, tæplega 40 þúsund íslenskar krónur, í barnabætur með hverju barni og segir í grein The New York Times um málið að bæturnar muni geta gagnast 93 prósentum allra barna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár