Bandaríkin ætla að innleiða tímabundið barnabótakerfi í landinu þar sem gengið er lengra en gert er á Íslandi í því að styðja barnafjölskyldur með fjárstuðningi. Kerfið sem Bandaríkin ætla sér að innleiða, fyrst í eitt ár en svo mögulega til framtíðar, líkist meira sænska barnabótakerfinu en því íslenska, þar sem tekjur barnafólks í Bandaríkjunum þurfa að vera það háar til að það eigi ekki rétt á óskertum barnabótum.
Frumvarp með þessu inntaki var samþykkt á bandaríska þinginu í gær. Samkvæmt frumvarpinu er 100 milljörðum dollara, nærri 13.000 milljörðum íslenskra króna, er ætlað að renna til barnafjölskyldna með þessum hætti. Frumvarpið er hluti af aðgerðarpakka Joe Bidens Bandaríkjaforseta til að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins.
Foreldrar geta fengið allt að 300 dollara, tæplega 40 þúsund íslenskar krónur, í barnabætur með hverju barni og segir í grein The New York Times um málið að bæturnar muni geta gagnast 93 prósentum allra barna …
Athugasemdir