Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bandaríkin ætla að ganga lengra en Ísland í fjárstuðningi við barnafjölskyldur

Banda­rík­in inn­leiða nýtt barna­bóta­kerfi sem veit­ir mán­að­ar­leg­an fjár­stuðn­ing upp á allt að 300 doll­ara fyr­ir hvert barn til hjóna með und­ir 20 millj­ón­ir í árs­tekj­ur. Þetta kerfi er miklu „sósíal­ísk­ara“ en ís­lenska barna­bóta­kerf­ið sem gagn­ast nær ein­göngu þeim allra fá­tæk­ustu í sam­fé­lag­inu. Kol­beinn Stef­áns­son fé­lags­fræð­ing­ur seg­ir að Banda­rík­in taki með þessu skrefi fram úr Ís­landi og að kerf­ið lík­ist barna­bóta­kerf­um Norð­ur­landa.

Bandaríkin ætla að ganga lengra en Ísland í fjárstuðningi við barnafjölskyldur
Róttækar breytingar á barnabótunum Róttækar breytingar verða gerðar á bandaríska barnabótakerfinu í aðgerðapakka Joe Biden Bandaríkjaforseta. Fyrir vikið munu prósentulega fleiri bandarísk börn njóta góðs af kerfinu en íslensk börn á Íslandi af barnabótakerfinu hér á landi. Mynd: Gage Skidmore

Bandaríkin ætla að innleiða tímabundið barnabótakerfi í landinu þar sem gengið er lengra en gert er á Íslandi í því að styðja barnafjölskyldur með fjárstuðningi. Kerfið sem Bandaríkin ætla sér að innleiða, fyrst í eitt ár en svo mögulega til framtíðar, líkist meira sænska barnabótakerfinu en því íslenska, þar sem tekjur barnafólks í Bandaríkjunum þurfa að vera það háar til að það eigi ekki rétt á óskertum barnabótum. 

Frumvarp með þessu inntaki var samþykkt á bandaríska þinginu í gær. Samkvæmt frumvarpinu er 100 milljörðum dollara, nærri 13.000 milljörðum íslenskra króna, er ætlað að renna til barnafjölskyldna með þessum hætti. Frumvarpið er hluti af aðgerðarpakka Joe Bidens Bandaríkjaforseta til að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins.

Foreldrar geta fengið allt að 300 dollara, tæplega 40 þúsund íslenskar krónur, í barnabætur með hverju barni og segir í grein The New York Times um málið að bæturnar muni geta gagnast 93 prósentum allra barna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu