Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Biden byggir brýr

Joe Biden hef­ur nú gegnt embætti for­seta Banda­ríkj­anna í tæpa tvo mán­uði. Helstu lín­ur í áhersl­um hans eru farn­ar að skýr­ast og gaml­ir banda­menn í Evr­ópu rétta fram sátt­ar­hönd eft­ir erf­ið sam­skipti við Trump-stjórn­ina síð­ustu fjög­ur ár. Hans bíða þó erf­ið verk­efni heima fyr­ir þar sem Covid-far­ald­ur­inn geis­ar enn, hálf millj­ón manna hef­ur lát­ið líf­ið af völd­um sjúk­dóms­ins og hag­kerf­ið er í sár­um.

Biden byggir brýr

Bandarískir fjölmiðlar hafa margir gripið til samlíkinga við stöðuna sem var uppi þegar Franklin Delano Roosevelt tók við embætti forseta árið 1933 í kreppunni miklu. Þá var fjórðungur Bandaríkjamanna án atvinnu og fyrstu 100 daga Roosevelts í embætti tókst honum að keyra í gegn 15 ný lagafrumvörp til að bregðast við neyðarástandinu. 

Útlitið er vissulega ekki eins svart núna, rúmlega sex prósent Bandaríkjamanna eru í dag á atvinnuleysisskrá, en fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á einu ári og áætlað er að alls hafi tíu milljón störf glatast í Covid-faraldrinum. Eitt af fyrstu verkum Biden-stjórnarinnar var að vinna með Demókrötum á þinginu til að leiða í gegn frumvarp um 1,9 trilljón dollara innspýtingu í hagkerfið. Forsetinn undirritaði lögin nú um miðja viku og þýðir það meðal annars að margir skattborgarar munu eiga rétt á allt að 180 þúsund króna eingreiðslu í næsta mánuði.

Á alþjóðavettvangi lét Biden einnig strax til sín taka …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár