Bandarískir fjölmiðlar hafa margir gripið til samlíkinga við stöðuna sem var uppi þegar Franklin Delano Roosevelt tók við embætti forseta árið 1933 í kreppunni miklu. Þá var fjórðungur Bandaríkjamanna án atvinnu og fyrstu 100 daga Roosevelts í embætti tókst honum að keyra í gegn 15 ný lagafrumvörp til að bregðast við neyðarástandinu.
Útlitið er vissulega ekki eins svart núna, rúmlega sex prósent Bandaríkjamanna eru í dag á atvinnuleysisskrá, en fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á einu ári og áætlað er að alls hafi tíu milljón störf glatast í Covid-faraldrinum. Eitt af fyrstu verkum Biden-stjórnarinnar var að vinna með Demókrötum á þinginu til að leiða í gegn frumvarp um 1,9 trilljón dollara innspýtingu í hagkerfið. Forsetinn undirritaði lögin nú um miðja viku og þýðir það meðal annars að margir skattborgarar munu eiga rétt á allt að 180 þúsund króna eingreiðslu í næsta mánuði.
Á alþjóðavettvangi lét Biden einnig strax til sín taka …
Athugasemdir