Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 12. mars til 1. apríl.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða bæði fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

Þýskir kvikmyndadagar

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 12.-21. mars
Aðgangseyrir: 1.690 kr. á mynd

Þessi árlega kvikmyndahátíð er þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Opnunarmyndin, Berlin Alexanderplatz, er byggð á samnefndri skáldsögu Alfreds Döblin frá 1929, en gerð var sjónvarpssería um efnið á 9. áratugnum. Kvikmyndin fellur inn í sagnahefð mafíumynda Bandaríkjanna, sem segja frá innflytjendum og glæpum sem raunveruleika ameríska draumsins, nema þá að þessi mynd er frá sjónarhorni svarts innflytjanda í Þýskalandi og þýska draumsins. Fjöldinn allur af öðrum kvikmyndum eru til sýnis, meðal annars fjölskyldumyndin When Hitler Stole Pink Rabbit, sem fjallar um gyðingafjölskyldu á flótta, ástarsagan No Hard Feelings sem gerist í flóttamannabúðum, og hjartnæma systkinasagan My Little Sister.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 13., 20. & 27. mars kl. 13.00
Aðgangseyrir: 4.200 kr.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn er hrífandi myndræn upplifun fyrir stóra og smáa sem fjallar um hugrekki, endurvinnslu og umbreytingu. Stórkostlegur sköpunarkraftur helst í hendur við kraumandi ímyndunarafl. Áhorfendur eru leiddir úr einni veröld í aðra sem eru hver annarri forvitnilegri, furðulegri og fallegri.

Mjúk skel

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 28. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning sækir innblástur sinn í líf vísindakonunnar Marie Skłodowska Curie og eiginmanns hennar, Pierre, en þau tvö uppgötvuðu geislavirku efnin pólóníum og radíum. Sýningin er abstrakt túlkun á andrúmsloftinu í íbúð hjónanna – atburðarás eituráhrifa og tilfinning fyrir óþekktri ógn sem þú sérð ekki en skynjar að sé til staðar.

Menning á miðvikudögum - Jelena Ćirić

Hvar? Salurinn
Hvenær? 17. mars kl. 12.15
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tónlistarkonan Jelena Ćirić gaf út smáskífuna Shelter one síðastliðið haust, en þar má finna fyrir áhrifum þriggja landa – Serbíu, Kanada og Íslands – sem skipa stóran sess í lífi hennar. Tónlistin er eins konar jarðbundin þjóðlaga-, djass- og popptónlist. Hún flytur plötuna með fiðlu- og víóluleikara og harmónikuleikara.

Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 17., 24., & 31. mars kl. 20:00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Djasshópurinn Múlinn hefur verið að í tólf ár og spilar núna gjarnan í Flóa, sal Hörpu, þar sem auðvelt er að virða fjarlægðarmörk. Þrennir tónleikar fara fram á næstunni: með trommuleikaranum Erik Qvick um „Hard Bop“ tímabilið, Kvintett Phil Doyle fer með frumsamið efni og síðari tíma jazz standarda og fagnað verður aldarafmæli Jóns Múla.

Halló, geimur

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 9. janúar
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á sýningunni er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka eftir 23 listamenn sem eru í safneign Listasafns Íslands. Verkin teygja sig yfir alla 20. öldina. Sjá má framúrstefnuleg verk þar sem himintunglin eru skoðuð með þjóðsagnir og forsagnir í huga og síðar nýrri verk eftir að mannfólkið braust út fyrir gufuhvolf jarðar.

Já/Nei

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 18. mars til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Auður Lóa vinnur gjarnan með hversdagslegt myndefni og sterkt myndmál. Á sýningunni er engu líkara en að gengið sé inn í leitarsögu listamannsins á internetinu. Í salnum ægir saman tugum skúlptúra sem vísa í sögu, samtíma, listasögu, dægurmenningu, pólitík og hið fyndna og undarlega.

The Last kvöldmáltíð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? Til 26. mars
Aðgangseyrir: 5.800 kr.

Leikritið gerist eftir hrun mannlegs samfélags og fjallar um fimm manna fjölskyldu sem býr á botni tómrar sundhallar í Reykjavík, einangruð frá umheiminum. Þau gera allt til þess að horfast ekki í augu við sjálf sig og hvaða áhrif gjörðir þeirra hafa haft á heiminn.

Stórsveit Reykjavíkur - Jón Múli 100 ára

Hvar? Harpa
Hvenær? 21. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 4.900 kr.

Stórsveit Reykjavíkur fagnar aldarafmæli Jóns Múla Árnasonar, en flutt verða öll þekktustu lög hans í glænýjum útsetningum. Gestasöngvarar verða Ellen Kristjánsdóttir, Jón Jónsson, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson en auk þeirra er líklegt að spennandi leynigestir skjóti upp kollinum.

The Vintage Caravan

Hvar? Streymistónleikar á www.vVenue.events 
Hvenær? 27. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Þrímenningarnir í sækadelísku rokksveitinni The Vintage Caravan spila blúsrokk í anda Deep Purple og Led Zeppelin. Þrátt fyrir að enginn meðlimur TVC hafi verið fæddur þegar áðurnefndu sveitirnar hengdu upp hljóðfæri sín spila strákarnir tónlist sína af mikilli innlifun og skemmta sér konunglega við það. Fimmta plata þeirra, Monuments, er væntanleg í apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
2
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
8
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár