Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón og enn bætist við

Ólög­leg skip­an dóm­ara í lands­rétt reyn­ist kosrn­að­ar­söm. Kostn­að­ur vegna settra dóm­ara við Lands­rétt veg­ur þyngst eða 73 millj­ón­ir króna. Kostn­að­ur vegna mála­rekst­urs og dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu nam 45,5 millj­ón­um króna

Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón og enn bætist við
Kostnaðarsöm dómaraskipan Skipan Sigríðar Andersen á dómurum við Landsrétt hefur reynst kostnaðarsöm. Mynd: RÚV

Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur 141 milljón króna. Vegur þar þyngst kostnaður vegna settra dómara í fjarveru fjögurra dómara í leyfi frá Landsrétti en kostnaður vegna þess nam í árslok 2020 rúmum 73 milljónum króna. Sérfræðiráðgjöf til dómsmálaráðuneytisins í aðdraganda og kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og yfirdeildar dómsins nema 36 milljónum króna.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Sem kunnugt er lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram tillögur um skipan fimmtán dómara við réttinn árið 2017 en vék frá niðurstöðu nefndar um hæfi dómararefnanna. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar 1. júní 2017 með atkvæðum þáverandi meirihluta flokka, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Tveir umsækjendanna fjögurra sem verið höfðu í fimmtán manna hópnum sem nefndin hafði talið hæfasta en Sigríður hafði skipt út stefndu síðan íslenska ríkinu, þeir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson. Ríkið var sýknað af kröfu þeirra um skaðabótaskyldu í Hæstarétti en þeim voru hins vegar dæmdar bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hinir umsækjendurnir tveir, Jón Höskuldsson og Eiríkur Jónsson stefndu ríkinu einnig og var íslenska ríkið dæmt skaðabótaskylt í málum þeirra.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fór fram á það að Arnfríður Einarsdóttir, ein dómaranna fjögurra sem Sigríður hafði bætt inn á fimmtán manna listann, viki sæti í dómsmáli á hendur skjólstæðingi hans, Guðmundar Andra Ástráðssonar, vegna vanhæfis. Þegar ekki var fallist á það skaut Vilhjálmur málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp þann úrskurð í mars árið 2019 að skipun dómara í Landsrétt væri andstæð mannréttindasáttmála Evrópu. Yfirdeild dómsins staðfesti þá niðurstöðu í desember síðastliðnum. Eftir dóm Mannréttindadómstólsins sinntu dómararinir fjórir sem Sigríður bætti inn á listann yfir dómaraefnin að sinna ekki dómstörfum og fóru í leyfi, á launum.

Enn gæti bæst við kostnaður

Í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu kemur fram að dæmdur málskostnaður vegna kærumála sem tapast hafa fyrir íslenskum dómstólum, það er í málum Ástráðar, Jóhannesar Rúnars, Jóns og Eiríks nemi 10,6 milljónum króna. Þá er dæmdur málskostnaður vegna dóms Mannréttindadómstólsins 20 þúsund evrur sem eru um 3,1 milljón króna á gengi dagsins í dag.

Þá voru dæmdar miska- og skaðabætur til umsækjenda um dómarastörfin samtals rétt tæpar 11 milljónir króna. Hæsta upphæðin eru skaðabætur til handa Jóni Höskuldssyni, 8,5 miljónir og miskabætur honum til handa upp á eina milljón og eru þá ótaldir vextir og dráttarvextir. Þá viðurkenndi Hæstiréttur skaðabótaskyldu í máli Eiríks Jónssonar en enn á eftir að ákvarða hverjar þær kunna að verða. Þá var jafnframt gerð sátt við Eirík um greiðslu miskabóta upp á 700 þúsund krónur.

Sem fyrr segir vega greiðslur vegna settra dómara við Landsrétt þyngst, sem og sérfræðiráðgjöf vegna málarekstursins fyrir Mannréttindadómstólnum. Ofan á það bætist við þýðingakostnaður, bæði vegna málaresktursins og vegna dómsins, alls 6,4 milljónir króna. Þá segir í svari dómsmálaráðherra að ótalinn sé kostnaður vegna dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara, kostnaður vegna auglýsinga og annar tilfallandi kostnaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár