Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?

313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins, ekki orð um það meir.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvar er myndin hér að ofan tekin? Beðið er um nákvæmt svar.

***

Aðalspurningar:

1.   Árið 1958 stofnuðu þrír ungir bræður frá eyjunni Mön á Írlandshafi hljómsveit. Um svipað leyti fluttu þeir reyndar frá Bretlandseyjum með fjölskyldu sinni, og þeir voru síðan oft kenndir við þann stað þar sem fjölskyldan settist að, en það var Ástralía. Hvað hét þessi hljómsveit?

2.   Hljómsveit bræðranna var býsna vinsæl á sjöunda áratugnum en sló svo enn betur í gegn á diskótímanum. Hvað hétu þessir bræður þrír? Og já, þið þurfið að hafa full nöfn þeirra allra þriggja!

3.   Í hvaða landi er borgin Winnipeg?

4.   Á hvaða eyju fluttu Sovétmenn kjarnorkuvopn árið 1962 og ollu með því uppnámi í heiminum?

5.   Jesúa frá Nasaret lét skírast í ánni Jórdan, sem er sögufrægt fljót í Palestínu. Út í hvaða haf fellur áin Jórdan?

6.   Hvaða ár hlaut Ísland fullveldi?

7.   Eftir hvern er leikritið Sölumaður deyr, sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu?

8.   Af hvaða Íslendingi er stytta fyrir framan Stjórnarráðshúsið?

9.  Eldur í Kaupinhafn — svo nefnist þriðji og síðasti hlutinn af hvaða skáldsögu?

10.   Tarja Halonen var forseti í tilteknu landi frá 2000 til 2012, fyrst kvenna sem gegndi því starfi í landinu. Hvaða landi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta? (Ekki er spurt um köttinn.)

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Bee Gees.

2.   Maurice Gibb, Robin Gibb, Barry Gibb. Athugið að Andy Gibb taldist ekki til hljómsveitarinnar.

3.   Kanada.

4.   Kúbu.

5.   Dauðahafið.

6.   1918.

7.   Arthur Miller.

8.   Hannes Hafstein.

9.   Íslandsklukkunni.

10.   Finnlandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin hér hið efra er tekin á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Ráðhústorgið verður að nefna.

Á neðri myndinni er kvikmyndastjarnan Mary Pickford.

***

Og hér er hlekkur á þrautina síðan í gær, aftur, já aftur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár