Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?

313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins, ekki orð um það meir.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvar er myndin hér að ofan tekin? Beðið er um nákvæmt svar.

***

Aðalspurningar:

1.   Árið 1958 stofnuðu þrír ungir bræður frá eyjunni Mön á Írlandshafi hljómsveit. Um svipað leyti fluttu þeir reyndar frá Bretlandseyjum með fjölskyldu sinni, og þeir voru síðan oft kenndir við þann stað þar sem fjölskyldan settist að, en það var Ástralía. Hvað hét þessi hljómsveit?

2.   Hljómsveit bræðranna var býsna vinsæl á sjöunda áratugnum en sló svo enn betur í gegn á diskótímanum. Hvað hétu þessir bræður þrír? Og já, þið þurfið að hafa full nöfn þeirra allra þriggja!

3.   Í hvaða landi er borgin Winnipeg?

4.   Á hvaða eyju fluttu Sovétmenn kjarnorkuvopn árið 1962 og ollu með því uppnámi í heiminum?

5.   Jesúa frá Nasaret lét skírast í ánni Jórdan, sem er sögufrægt fljót í Palestínu. Út í hvaða haf fellur áin Jórdan?

6.   Hvaða ár hlaut Ísland fullveldi?

7.   Eftir hvern er leikritið Sölumaður deyr, sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu?

8.   Af hvaða Íslendingi er stytta fyrir framan Stjórnarráðshúsið?

9.  Eldur í Kaupinhafn — svo nefnist þriðji og síðasti hlutinn af hvaða skáldsögu?

10.   Tarja Halonen var forseti í tilteknu landi frá 2000 til 2012, fyrst kvenna sem gegndi því starfi í landinu. Hvaða landi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta? (Ekki er spurt um köttinn.)

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Bee Gees.

2.   Maurice Gibb, Robin Gibb, Barry Gibb. Athugið að Andy Gibb taldist ekki til hljómsveitarinnar.

3.   Kanada.

4.   Kúbu.

5.   Dauðahafið.

6.   1918.

7.   Arthur Miller.

8.   Hannes Hafstein.

9.   Íslandsklukkunni.

10.   Finnlandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin hér hið efra er tekin á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Ráðhústorgið verður að nefna.

Á neðri myndinni er kvikmyndastjarnan Mary Pickford.

***

Og hér er hlekkur á þrautina síðan í gær, aftur, já aftur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár