Hér er hlekkur á þraut gærdagsins, ekki orð um það meir.
***
Fyrri aukaspurning:
Hvar er myndin hér að ofan tekin? Beðið er um nákvæmt svar.
***
Aðalspurningar:
1. Árið 1958 stofnuðu þrír ungir bræður frá eyjunni Mön á Írlandshafi hljómsveit. Um svipað leyti fluttu þeir reyndar frá Bretlandseyjum með fjölskyldu sinni, og þeir voru síðan oft kenndir við þann stað þar sem fjölskyldan settist að, en það var Ástralía. Hvað hét þessi hljómsveit?
2. Hljómsveit bræðranna var býsna vinsæl á sjöunda áratugnum en sló svo enn betur í gegn á diskótímanum. Hvað hétu þessir bræður þrír? Og já, þið þurfið að hafa full nöfn þeirra allra þriggja!
3. Í hvaða landi er borgin Winnipeg?
4. Á hvaða eyju fluttu Sovétmenn kjarnorkuvopn árið 1962 og ollu með því uppnámi í heiminum?
5. Jesúa frá Nasaret lét skírast í ánni Jórdan, sem er sögufrægt fljót í Palestínu. Út í hvaða haf fellur áin Jórdan?
6. Hvaða ár hlaut Ísland fullveldi?
7. Eftir hvern er leikritið Sölumaður deyr, sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu?
8. Af hvaða Íslendingi er stytta fyrir framan Stjórnarráðshúsið?
9. Eldur í Kaupinhafn — svo nefnist þriðji og síðasti hlutinn af hvaða skáldsögu?
10. Tarja Halonen var forseti í tilteknu landi frá 2000 til 2012, fyrst kvenna sem gegndi því starfi í landinu. Hvaða landi?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta? (Ekki er spurt um köttinn.)

***
Svör við aðalspurningum:
1. Bee Gees.
2. Maurice Gibb, Robin Gibb, Barry Gibb. Athugið að Andy Gibb taldist ekki til hljómsveitarinnar.
3. Kanada.
4. Kúbu.
5. Dauðahafið.
6. 1918.
7. Arthur Miller.
8. Hannes Hafstein.
9. Íslandsklukkunni.
10. Finnlandi.
***
Svör við aukaspurningum:
Myndin hér hið efra er tekin á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Ráðhústorgið verður að nefna.
Á neðri myndinni er kvikmyndastjarnan Mary Pickford.
***
Athugasemdir