Þrautin í gær snerist um borgir.
***
Fyrri aukaspurning:
Hver á eða átti svarta bílinn sem hér að ofan sést?
***
Aðalspurningar:
1. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn árið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi?
2. Í Netflix-myndinni News of the World leikur roskinn Bandaríkjamaður aðalhlutverkið. Hvað heitir hann?
3. Barnung stúlka að nafni Helena Zengel leikur aftur á móti annað aðalhlutverkið á móti Bandaríkjamanni þessum. Hverrar þjóðar er Zengel?
4. Í hvaða borg voru Anna Frank og fjölskylda hennar í felum?
5. Hvað hét allra fyrsti þáttur af sjónvarpsseríunum Game of Thrones eða Krúnuleikunum?
6. Hver lék James Bond á undan Daniel Craig?
7. Hvað heitir kvenhetjan í bókum Stieg Larssons?
8. Í hvaða hljómsveit var og er líklega enn Brian Wilson?
9. Í hvaða landi er borgin Mumbai?
10. Af sama meiði: Á síðasta ári kom út tölvuleikurinn New Horizons í vinsælli tölvuleikjaröð sem hefur verið við lýði allt frá 2001. Hvað heitir leikjaröðin?
***
Síðari aukaspurning:
Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Geir Sveinsson.
2. Tom Hanks.
3. Þýsk.
4. Í Amsterdam.
5. Winter Is Coming.
6. Pierce Brosnan.
7. Lisbeth Salander.
8. Beach Boys.
9. Indlandi.
10. Animal Crossing.
***
Svör við aukaspurningum:

Batman á svarta bílinn.
Hann er úr sjónvarpsþáttum og kvikmynd um Batman frá 1966.
Konan með fiðluna er aftur á móti fiðlusnillingurinn Anne-Sophie Mutter, eins og flestum hefur líklega verið ljóst.
***
Athugasemdir