Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

311. spurningaþraut: Handbolti, tölvuleikur, kvenhetja, borgir

311. spurningaþraut: Handbolti, tölvuleikur, kvenhetja, borgir

Þrautin í gær snerist um borgir.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver á eða átti svarta bílinn sem hér að ofan sést?

***

Aðalspurningar:

1.   Guðmundur Guðmundsson er þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn árið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi?

2.   Í Netflix-myndinni News of the World leikur roskinn Bandaríkjamaður aðalhlutverkið. Hvað heitir hann?

3.   Barnung stúlka að nafni Helena Zengel leikur aftur á móti annað aðalhlutverkið á móti Bandaríkjamanni þessum. Hverrar þjóðar er Zengel?

4.   Í hvaða borg voru Anna Frank og fjölskylda hennar í felum?

5.   Hvað hét allra fyrsti þáttur af sjónvarpsseríunum Game of Thrones eða Krúnuleikunum?

6.   Hver lék James Bond á undan Daniel Craig?

7.   Hvað heitir kvenhetjan í bókum Stieg Larssons?

8.   Í hvaða hljómsveit var og er líklega enn Brian Wilson?

9.   Í hvaða landi er borgin Mumbai?

10.   Af sama meiði: Á síðasta ári kom út tölvuleikurinn New Horizons í vinsælli tölvuleikjaröð sem hefur verið við lýði allt frá 2001. Hvað heitir leikjaröðin?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Geir Sveinsson.

2.   Tom Hanks.

3.   Þýsk.

4.   Í Amsterdam.

5.   Winter Is Coming.

6.   Pierce Brosnan.

7.   Lisbeth Salander.

8.   Beach Boys.

9.   Indlandi.

10.   Animal Crossing.

***

Svör við aukaspurningum:

Batman á svarta bílinn.

Hann er úr sjónvarpsþáttum og kvikmynd um Batman frá 1966.

Konan með fiðluna er aftur á móti fiðlusnillingurinn Anne-Sophie Mutter, eins og flestum hefur líklega verið ljóst.

***

Og hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár