Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

307. spurningaþraut: Hákarlaskip, Tuvalu, hver fæddist í Halifax fyrir 30 árum?

307. spurningaþraut: Hákarlaskip, Tuvalu, hver fæddist í Halifax fyrir 30 árum?

Prófiði nú þrautina frá í gær — hér er hana að finna.

***

Aukaspurningar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri er svona:

Hér að ofan má sjá skopteikningu frá tíma þorskastríðanna. Teiknarinn var í áratugi einn vinsælasti og afkastamesti teiknari landsins og stíll hans flestum kunnur. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar eru hins vegar tíu að þessu sinni, og hér koma þær:

1.   Hvaða heimsálfu tilheyrir ríkið Tuvalu?

2.   Hringadrottingssaga er mikill bálkur ævintýrasagna eftir ... hvern?

3.   Sögurnar í þessum bálki voru kvikmyndaðar fyrir 15-20 árum. Í hvaða landi fundu kvikmyndagerðarmenn það tilkomumikla landslag sem þeir þurftu á að halda?

4.   Frægt hákarlaskip er til sýnis í byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði. Hvað heitir það?

5.   Fyrir örfáum dögum hélt frægur söngvari upp á þrítugsafmælið sitt. Hann fæddist í bænum Halifax á Englandi en í föðurætt er hann víst ættaður frá Írlandi, og kemur það líklega fáum á óvart sem sjá hann. Hvað heitir þessi söngvari?

6.   Hvaða ráðherraembætti gegndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í ríkisstjórn Geirs Haarde 2007-2009?

7.   Einn flokkur spendýra verpir eggjum. Hvaða dýr eru það?

8.   Í hvaða bæ á Íslandi eru sjónvarpsþættirnir Ófærð að mestu teknir upp? Þeir eru að vísu teknir upp víða um land, en hér er spurt um bæinn þar sem lögreglustöðin er og atburðarásin hverfist að mestu um.

9.   Nornin, Ljónið og Skógurinn er þrjár vinsælar barna- og ungmennabækur eftir ...?

10.   Hver er núverandi varaforseti Bandaríkjanna?

***

Þá er hér seinni aukaspurningin, en hún er aðeins ein að þessu sinni, svohjóðandi:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að neðan:

***

Þá eru hér svörin við aðalspurningunum, en þau eru tíu að þessu sinni, nánar tiltekið þessi hér:

1.   Eyjaálfu.

2.   Tolkien.

3.   Nýja Sjálandi.

4.   Ófeigur.

5.   Ed Sheeran.

6.   Utanríkisráðherra.

7.   Nefdýr.

8.   Siglufirði.

9.   Hildi Knútsdóttur.

10.   Kamala Harris.

***

Svör við aukaspurningum eru tvö að þessu sinni.

Hér er hið fyrra: Halldór Pétursson.

Og hið síðara svar: Hrafninn flýgur.

***

Og hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár