Sko, hér er þrautin frá í gær!
***
Fyrri aukaspurning.
Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt.
***
Aðalspurningar:
1. Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita.
2. Al Thani-fjölskyldan er auðug og áhrifamikil í ríki einu. Einn ættarlaukurinn blandaðist inn í hrunmál hér á landi á sínum tíma. Frá hvaða landi kemur Al Thani-fólkið?
3. Hvaða númer ber Cristiano Ronaldo á fótboltatreyju sinni?
4. En Lionel Messi?
5. Hvaða ár var John F. Kennedy kosinn forseti í Bandaríkjunum?
6. Valgerður Sverrisdóttir var um skeið formaður íslensks stjórnmálaflokks. Hvaða flokkur var það?
7. Hver skrifaði bókina Kaldaljós?
8. Viktor, Páll og Óli gerðu einu sinni svolítið sem þeir hefðu kannski ekki átt að gera. Strangt til tekið var það eflaust brot á einhverjum lögum. Þeir nutu þess þó mjög vel sjálfir, leið vel á eftir og þótt kallað væri á lögregluna að lokum, þá urðu eftirmál ekki mikil, svo vitað sé. Og allir þeir geysimörgu sem horfðu á höfðu mjög gaman af þessu uppátæki þremenninganna. Hvað gerðu þeir?
9. Hvaða efni er H2O?
10. Í hvaða tveimur löndum búa Baskar flestallir?
***
Síðari aukaspurning.
Hvað heitir dýrið hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Venusi.
2. Katar.
3. Sjö.
4. Tíu.
5. 1960.
6. Framsóknarflokksins.
7. Vigdís Grímsdóttir.
8. Þeir fengu sér að borða á Grillinu á Hótel Sögu án þess að eiga fyrir matnum. Um er að ræða senu úr kvikmyndinni Englar alheimsins, sem gerð var eftir rómaðri sögu Einars Más.
9. Vatn.
10. Frakkland og Spáni.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er síðasta opinbera aftakan með fallöxinni í Frakklandi. Hér eru lykilorðin „síðasta“ og „Frakkland“. Að aftakan er opinber blasir allmjög við.
Á neðri myndinni er mauraæta.
***
Athugasemdir