305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?

305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?

Sko, hér er þrautin frá í gær!

***

Fyrri aukaspurning.

Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.   Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita.

2.   Al Thani-fjölskyldan er auðug og áhrifamikil í ríki einu. Einn ættarlaukurinn blandaðist inn í hrunmál hér á landi á sínum tíma. Frá hvaða landi kemur Al Thani-fólkið?

3.   Hvaða númer ber Cristiano Ronaldo á fótboltatreyju sinni?

4.   En Lionel Messi?

5.   Hvaða ár var John F. Kennedy kosinn forseti í Bandaríkjunum?

6.   Valgerður Sverrisdóttir var um skeið formaður íslensks stjórnmálaflokks. Hvaða flokkur var það?

7.   Hver skrifaði bókina Kaldaljós?

8.   Viktor, Páll og Óli gerðu einu sinni svolítið sem þeir hefðu kannski ekki átt að gera. Strangt til tekið var það eflaust brot á einhverjum lögum. Þeir nutu þess þó mjög vel sjálfir, leið vel á eftir og þótt kallað væri á lögregluna að lokum, þá urðu eftirmál ekki mikil, svo vitað sé. Og allir þeir geysimörgu sem horfðu á höfðu mjög gaman af þessu uppátæki þremenninganna. Hvað gerðu þeir?

9.   Hvaða efni er H2O?

10.   Í hvaða tveimur löndum búa Baskar flestallir?

***

Síðari aukaspurning.

Hvað heitir dýrið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Venusi.

2.   Katar.

3.   Sjö.

4.   Tíu.

5.   1960.

6.   Framsóknarflokksins.

7.   Vigdís Grímsdóttir.

8.   Þeir fengu sér að borða á Grillinu á Hótel Sögu án þess að eiga fyrir matnum. Um er að ræða senu úr kvikmyndinni Englar alheimsins, sem gerð var eftir rómaðri sögu Einars Más.

9.   Vatn.

10.   Frakkland og Spáni.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er síðasta opinbera aftakan með fallöxinni í Frakklandi. Hér eru lykilorðin „síðasta“ og „Frakkland“. Að aftakan er opinber blasir allmjög við.

Á neðri myndinni er mauraæta.

***

Og hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár