Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?

305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?

Sko, hér er þrautin frá í gær!

***

Fyrri aukaspurning.

Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.   Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita.

2.   Al Thani-fjölskyldan er auðug og áhrifamikil í ríki einu. Einn ættarlaukurinn blandaðist inn í hrunmál hér á landi á sínum tíma. Frá hvaða landi kemur Al Thani-fólkið?

3.   Hvaða númer ber Cristiano Ronaldo á fótboltatreyju sinni?

4.   En Lionel Messi?

5.   Hvaða ár var John F. Kennedy kosinn forseti í Bandaríkjunum?

6.   Valgerður Sverrisdóttir var um skeið formaður íslensks stjórnmálaflokks. Hvaða flokkur var það?

7.   Hver skrifaði bókina Kaldaljós?

8.   Viktor, Páll og Óli gerðu einu sinni svolítið sem þeir hefðu kannski ekki átt að gera. Strangt til tekið var það eflaust brot á einhverjum lögum. Þeir nutu þess þó mjög vel sjálfir, leið vel á eftir og þótt kallað væri á lögregluna að lokum, þá urðu eftirmál ekki mikil, svo vitað sé. Og allir þeir geysimörgu sem horfðu á höfðu mjög gaman af þessu uppátæki þremenninganna. Hvað gerðu þeir?

9.   Hvaða efni er H2O?

10.   Í hvaða tveimur löndum búa Baskar flestallir?

***

Síðari aukaspurning.

Hvað heitir dýrið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Venusi.

2.   Katar.

3.   Sjö.

4.   Tíu.

5.   1960.

6.   Framsóknarflokksins.

7.   Vigdís Grímsdóttir.

8.   Þeir fengu sér að borða á Grillinu á Hótel Sögu án þess að eiga fyrir matnum. Um er að ræða senu úr kvikmyndinni Englar alheimsins, sem gerð var eftir rómaðri sögu Einars Más.

9.   Vatn.

10.   Frakkland og Spáni.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er síðasta opinbera aftakan með fallöxinni í Frakklandi. Hér eru lykilorðin „síðasta“ og „Frakkland“. Að aftakan er opinber blasir allmjög við.

Á neðri myndinni er mauraæta.

***

Og hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár