Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Britney Spears: Frelsi og fjötrar

Brit­ney Spe­ars skaust upp á him­in­inn sem skær­asta popp­stjarna þús­ald­ar­inn­ar. Ló­lítu-mark­aðs­setn­ing ímynd­ar henn­ar var hins veg­ar byggð á brauð­fót­um hug­mynda­fræði­legs ómögu­leika. Heim­ur­inn beið eft­ir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði að­eins tutt­ugu og sex ára göm­ul, en #freebrit­ney hreyf­ing­in berst nú fyr­ir end­ur­nýj­un sjálfræð­is henn­ar.

Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Britney Spears Skærasta stjarna aldamótanna varð frægðinni að bráð á meðan heimurinn fylgdist eftirvæntingarfullur með. Mynd: Shutterstock

Britney Spears er á allra vörum þessa dagana í kjölfar nýju heimildamyndarinnar Framing Britney Spears, sem framleidd er af New York Times. Myndin rekur ris og fall Britney í linsu fjölmiðla og augum heimsbyggðar fram að stærsta vendipunktinum í lífi hennar, þegar hún var svipt sjálfræði aðeins 26 ára að aldri. Faðir hennar, sem vann á þeim tíma við veisluþjónustu, tók við völdunum yfir lífi hennar og fjárræði yfir stórveldinu sem hún hafði byggt.

Markaðsvöruvæðing Lólítunnar

Fyrsta plata Britney Spears, ...Baby One More Time, kom út árið 1999 og toppaði fljótlega vinsældalista um allan heim. Platan samanstóð að mestu af angurværum og örvæntingarfullum dægurlögum um ást, sambandsslit og eftirsjá. Leið hinnar sautján ára Britney upp á stjörnuhimininn var greið og skjót, en líf táningsins tók drastískum breytingum í kjölfarið. Britney var orðin opinber persóna, hagsmunaeining fjölmiðla, stórfyrirtækja og eigin foreldra.

Titillag plötunnar, ...Baby One More Time, og myndbandið sem fylgdi því stimplaði hana inn sem kynþokkafulla skólastúlku. Hún var Lolita og heimurinn var Humbert Humbert. David LaChapelle myndaði Britney í barnaherberginu hennar fyrir Rolling Stone, fáklædda og umkringda barnaleikföngum. Það var skýrt frá fyrsta degi hvers konar menningartákn hin sextán ára Britney átti að vera. 

Baby One More TimeBritney var sautján ára gömul þegar platan ... Baby One More Time var gefin út árið 1999 en ferill hennar hófst þegar hún var 11 ára gömul.

Myndir LaChapelle stimpluðu Britney inn í menningarsöguna sem ákveðinn hugmyndafræðilegan ómöguleika. Rétt eins og í Lolitu eftir Nabokov var henni teflt fram sem báðum pólum af tvíhyggju kvenleikans; hún var barnung, hrein og tær, en í senn kynferðisleg og kynþokkafull vera. Skilaboðin voru skýr. Menningarleg þráhyggja fyrir hinni barnungu Britney Spears var hafin. Hún var skærasta stjarna aldamótanna. Karlmenn þurftu ekki að skammast sín fyrir að girnast hana. Konur áttu að vera hún. Þetta er þröngur vegur að feta fyrir allra augum. Almenningsálitið er viðkvæmt og brigðult, frægðin tvíeggja sverð. Ímynd Britney sem stórstjörnu sáði fræjum eyðileggingar hennar. Heimurinn var hugfanginn, en beið í senn eftir því að hún myndi misstíga sig. 

Ímyndin innibar eyðilegginguna 

Stefna ofurkynferðislegrar vöruvæðingar Britney Spears hélt áfram í næstu plötu hennar, Oops!... I did it again, sem kom út árið 2000. Titillagið er eins og óður til menningarinnar og samfélagsins sem hafði kyngert hana frá bernsku. Hún gengur inn í hlutverk kynþokkafullrar geimveru sem tælir menn að gamni sínu. „Oops, you think I'm in love. That I'm sent from above. I'm not that innocent.“ Hún axlar ábyrgð á eigin kyngervingu og fríar okkur henni um leið.

Markaðsvæðing  Britney Spears krafðist þess að báðum pólum menningarlegrar tvíhyggjuandstæðu kvenleikans væri pakkað saman í einni unglingsstúlku. Britney var hlutgerð og markaðsvöruvædd sem kynferðisleg vera en í senn kröfðust menningarlegar afstæður þess að hún væri óspjölluð meyja, hin fullkomna fyrirmynd fyrir allar stúlkur í hinum vestræna heimi. Það er ef til vill vegna þessa hugmyndafræðilega ómöguleika að heimurinn beið eftir því að Britney myndi falla. Þversögnin gat ekki lifað í samlyndi við sjálfa sig til lengri tíma. 

„Ekki svo saklaus“Britney var nítján ára þegar Oops I Did it Again kom út.

Almenningsálitið snýst gegn Britney

Ofurfjölmiðluð sambandsslit Britney og Justin Timberlake voru upphafið af hruni orðspors hennar. Tónlistarmyndband Timberlake stjórnaði narratívunni sem var borin ofan í almenning. Það málaði hana sem svikulan kvendjöful sem traðkaði á hjartaknúsaranum. Í fjölmiðlum fullyrti hann að hún væri ekki óspjölluð meyja. Hann var ekki aðeins búinn með hana, heldur hafði hún haldið framhjá honum. Forsendur ímyndar hennar voru brostnar. Britney var orðin drusla.

Fjölmiðlar urðu sífellt óvægnari í garð Britney og hún byrjaði að brotna undan álaginu. Slúðurblöð lögðu fúlgur fjár undir til að fá ljósmyndir sem sýndu hana í slæmu ljósi. Eftir röð fjölmiðlaðra áfalla var Britney svipt forræði yfir börnunum sínum. Hún var nauðungarvistuð á geðdeild og missti að lokum sjálfræði. Hún er 39 ára gömul og ósjálfráða, en Free Britney-hreyfingin berst fyrir frelsi hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár