Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hæstiréttur dæmir Þórhall miðil í 18 mánaða fangelsi

Þór­hall­ur Guð­munds­son­ar þarf að greiða 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur og sæta fang­elsis­vist fyr­ir nauðg­un.

Hæstiréttur dæmir Þórhall miðil í 18 mánaða fangelsi
Þórhallur Guðmundsson Hæstiréttur staðfestir dóm Landsréttar og héraðsdóms. Mynd: Stöð 2

Hæstiréttur dæmdi í dag Þórhall Guðmundsson, einnig þekktan sem Þórhallur miðill, í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Hann þarf einnig að greiða þolanda 1,2 milljónir króna í miskabætur.

Þórhalli var gefið að sök að hafa fróað manni án hans samþykkis á heimili sínu í september 2010. Lá maðurinn á nuddbekk og var í heilunarmeðferð hjá Þórhalli. Hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir verknaðinn, en áfrýjaði dómnum til Landsréttar þar sem hann var óraskaður. Hæstiréttur hreyfir ekki við lengd fangelsisvistarinnar en hækkar miskabæturnar úr 800 þúsund krónum í 1,2 milljónir.

Fellst Hæstiréttur jafnframt á að Þórhallur hafi beitt ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Brotaþoli var tvítugur þegar brotið átti sér stað og lagði fram kæru árið 2016, sex árum eftir atburðinn. „Þegar ákæra í málinu var gefin út voru tæp átta ár liðin frá broti,“ segir í dómnum. „Með hliðsjón af því og þrátt fyrir alvarleika brots ákærða þykir ekki næg ástæða til að hagga við refsingu hans.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár