Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hæstiréttur dæmir Þórhall miðil í 18 mánaða fangelsi

Þór­hall­ur Guð­munds­son­ar þarf að greiða 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur og sæta fang­elsis­vist fyr­ir nauðg­un.

Hæstiréttur dæmir Þórhall miðil í 18 mánaða fangelsi
Þórhallur Guðmundsson Hæstiréttur staðfestir dóm Landsréttar og héraðsdóms. Mynd: Stöð 2

Hæstiréttur dæmdi í dag Þórhall Guðmundsson, einnig þekktan sem Þórhallur miðill, í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Hann þarf einnig að greiða þolanda 1,2 milljónir króna í miskabætur.

Þórhalli var gefið að sök að hafa fróað manni án hans samþykkis á heimili sínu í september 2010. Lá maðurinn á nuddbekk og var í heilunarmeðferð hjá Þórhalli. Hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir verknaðinn, en áfrýjaði dómnum til Landsréttar þar sem hann var óraskaður. Hæstiréttur hreyfir ekki við lengd fangelsisvistarinnar en hækkar miskabæturnar úr 800 þúsund krónum í 1,2 milljónir.

Fellst Hæstiréttur jafnframt á að Þórhallur hafi beitt ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Brotaþoli var tvítugur þegar brotið átti sér stað og lagði fram kæru árið 2016, sex árum eftir atburðinn. „Þegar ákæra í málinu var gefin út voru tæp átta ár liðin frá broti,“ segir í dómnum. „Með hliðsjón af því og þrátt fyrir alvarleika brots ákærða þykir ekki næg ástæða til að hagga við refsingu hans.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár