Ragnar Þór segir Fréttablaðið í herferð vegna verkalýðsbaráttu og gagnrýni á eigandann

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, var gest­kom­andi á bæ á Suð­ur­landi þar sem ætt­ingj­ar hans höfðu lagt net í sjó­birt­ingsá á Suð­ur­landi. Hann seg­ir að um­fjöll­un Frétta­blaðs­ins um mál­ið und­ir­striki þá her­ferð sem blað­ið er í. Helgi Magnús­son, fjár­fest­ir og eig­andi Frétta­blaðs­ins**, vill ekki svara spurn­ing­um um mál­ið.

Ragnar Þór segir Fréttablaðið í herferð vegna verkalýðsbaráttu og gagnrýni á eigandann
Talar um herferð gegn verkalýðshreyfingunni Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Fréttablaðið vera í herferð gegn verkalýðshreyfingunni. Hann sést hér með Sólveigu Jónsdóttur, formanni Eflingar, sem Fréttablaðið hefur einnig oftsinnis fjallað um. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hver slær svona máli upp á forsíðu með svona fyrirsögn vitandi það að heimildir eru mjög veikar?“ spyr Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem var sakaður um lögbrot á forsíðu Fréttablaðsins í vikunni, án þess að heimildir stæðu undir því. 

Ragnar Þór hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á Helga Magnússon, núverandi eiganda Fréttablaðsins og fyrrverandi formann stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Gagnrýni Ragnars Þórs hefur meðal annars beinst að því sértæka atriði að Helgi hafi sem einkafjárfestir átt hagsmuna að gæta í sömu fyrirtækjum og Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti í þegar hann leiddi stjórn lífeyrissjóðsins. Þá hefur hann einnig gagnrýnt einstaka fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna í stjórnarformannstíð Helga, eins og til dæmis í kísilverksmiðju Silicor Materials sem til stóð að risi í Hvalfirði.

Þessi gagnrýni Ragnars er hluti af þeirri almennu gagnrýni hans að fjárfestingar lífeyrissjóðanna stjórnist of mikið af mögulegum  einkahagsmunum fjárfesta og atvinnurekenda, eins og Helga, en ekki af hagsmunum sjóðsfélaga …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár