Mörkin milli laga og stjórnarskrár eru skýr. Stjórnarskráin geymir grundvallarlög sem eru æðri öðrum lögum. Ef lög og stjórnarskrá stangast á þurfa lögin að breytast. Sums staðar greina sérstakir stjórnlagadómstólar úr slíkum ágreiningi ef upp kemur, það er hvort tiltekin lög standast stjórnarskrá eða brjóta gegn henni, en annars staðar fjalla venjulegir dómstólar um ágreininginn.
Ábending reynds lögreglumanns
Þessi skil milli stjórnarskrár og laga eru þó ekki alltaf skörp ef að er gáð. Stundum þykir fara vel á að setja í stjórnarskrá ákvæði sem löggjafinn hefur vanrækt að lögfesta, ákvæði sem kynnu þó að réttu lagi að eiga heldur heima í lögum. Glöggt dæmi um þetta birtist í erindi Arnars Jenssonar, gamalreynds lögreglumanns og tengifulltrúa Íslands hjá Europol, sameiginlegri lögreglu ESB, til stjórnlagaráðs 2011 varðandi lagaúrræði almannavaldsins gegn ólögmætum ávinningi.
Spurningin var og er þessi: Hvað geta stjórnvöld gert til að gera upptækar eignir sem menn hafa sölsað undir …
Athugasemdir