Þar var komið sögu Soffíu Alexeiévu, sem ég hóf að segja í síðustu Stund, að hún hafði brotið af sér ótrúlega marga af þeim þungu hlekkjum sem fjötruðu konur í Rússlandi á ofanverðri 17. öld. Þá var siður að konur í keisarafjölskyldunni í Moskvu voru lokaðar inni í Kremlarkastala, nánast í fangelsi eða kvennabúri („terem“), enda voru konur taldar algjörir eftirbátar karlmanna, bæði vitsmunalega og siðferðilega.

Meðan Fjodor, bróðir Soffíu, var keisari 1676 til 1682 fór hún að gera sig nokkuð gildandi – enda viðurkenndu karlarnir við hirðina, nokkuð nauðugir, að hún væri leiftursnjöll og gáfuð – en þegar Fjodor dó barnlaus sá systir hans fram á verri daga og jafnvel að verða lokuð inni í kvennabúrinu aftur.
Fatlaður keisari? Má það?
Þannig var að Alexei, faðir hennar (keisari 1645-1676), hafði eignast tvo syni, auk Fjodors. Ívan hét sonur Alexeis af fyrra hjónabandi, albróðir Soffíu, hann var 16 …
Athugasemdir