Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Drepið svikarana!“

Þeg­ar hinn tíu ára Pét­ur var val­inn til keis­ara í Moskvu 1682 varð allt vit­laust. Skytt­urn­ar gerðu upp­reisn. En var það Soffía Al­ex­eiévna, syst­ir hins unga keis­ara, sem stóð fyr­ir æð­inu sem nú greip um sig í Kreml?

„Drepið svikarana!“
Skyttur spyrja niður­lútan Ívan hvort hann sé virkilega Ívan en Pétur stendur fjær og lætur sér fátt um finnast. Jóakim patríarki reynir að stilla múginn, en Matveiév stendur bláklæddur til vinstri og býst til að taka til máls. Verkið málaði Nikolai Dmitritév-Orenburgskí á ofanverðri 19. öld.

Þar var komið sögu Soffíu Alexeiévu, sem ég hóf að segja í síðustu Stund, að hún hafði brotið af sér ótrúlega marga af þeim þungu hlekkjum sem fjötruðu konur í Rússlandi á ofanverðri 17. öld. Þá var siður að konur í keisarafjölskyldunni í Moskvu voru lokaðar inni í Kremlarkastala, nánast í fangelsi eða kvennabúri („terem“), enda voru konur taldar algjörir eftirbátar karlmanna, bæði vitsmunalega og siðferðilega.

Soffía Alexeiévna

Meðan Fjodor, bróðir Soffíu, var keisari 1676 til 1682 fór hún að gera sig nokkuð gildandi – enda viðurkenndu karlarnir við hirðina, nokkuð nauðugir, að hún væri leiftursnjöll og gáfuð – en þegar Fjodor dó barnlaus sá systir hans fram á verri daga og jafnvel að verða lokuð inni í kvennabúrinu aftur.

Fatlaður keisari? Má það?

Þannig var að Alexei, faðir hennar (keisari 1645-1676), hafði eignast tvo syni, auk Fjodors. Ívan hét sonur Alexeis af fyrra hjónabandi, albróðir Soffíu, hann var 16 …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár