Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarþingmenn andvígir ákvæðum stjórnarskrárfrumvarps

Þing­menn úr röð­um Sjálf­stæð­is­flokks og einnig Fram­sókn­ar­flokks hafa gagn­rýnt ým­is ákvæði stjórn­ar­skrár­frum­varps Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sem geng­ið er til nefnd­ar.

Stjórnarþingmenn andvígir ákvæðum stjórnarskrárfrumvarps
Gagnrýna ákvæði frumvarpsins Stjórnarþingmenn utan VG sem ræddu frumvarpið gagnrýndu allir einstök ákvæði þess.

Tæpt verður að ná meirihluta um ýmis ákvæði stjórnarskrárfrumvarps Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra nema stuðningur stjórnarandstöðunnar komi til. Stjórnarþingmenn, flestir úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa meðal annars gagnrýnt ákvæði frumvarpsins um forseta Íslands, náttúruvernd og auðlindir í umræðum um málið á Alþingi.

Katrín lagði frumvarpið fram sem þingmannafrumvarp, en ekki stjórnarfrumvarp, sem þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, samstarfsflokks hennar í ríkisstjórn, bentu ítrekað á í umræðunum. Áttu formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi fjölda funda á kjörtímabilinu, en ekki náðist samstaða um að þeir stæðu saman að stjórnarskrárfrumvarpi til að leggja fram fyrir þingkosningar í ár.

Hefur frumvarpið hlotið nokkra gagnrýni frá þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna, meðal annars á þeim grundvelli að ekki sé litið nægilega til tillagna stjórnlagaráðs sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Hafa þingmenn úr röðum Samfylkingar og Pírata lýst sig tilbúna til að styðja ákveðin ákvæði frumvarpsins, meðal annars ákvæði um náttúru og umhverfi, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár