Tæpt verður að ná meirihluta um ýmis ákvæði stjórnarskrárfrumvarps Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra nema stuðningur stjórnarandstöðunnar komi til. Stjórnarþingmenn, flestir úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa meðal annars gagnrýnt ákvæði frumvarpsins um forseta Íslands, náttúruvernd og auðlindir í umræðum um málið á Alþingi.
Katrín lagði frumvarpið fram sem þingmannafrumvarp, en ekki stjórnarfrumvarp, sem þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, samstarfsflokks hennar í ríkisstjórn, bentu ítrekað á í umræðunum. Áttu formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi fjölda funda á kjörtímabilinu, en ekki náðist samstaða um að þeir stæðu saman að stjórnarskrárfrumvarpi til að leggja fram fyrir þingkosningar í ár.
Hefur frumvarpið hlotið nokkra gagnrýni frá þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna, meðal annars á þeim grundvelli að ekki sé litið nægilega til tillagna stjórnlagaráðs sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Hafa þingmenn úr röðum Samfylkingar og Pírata lýst sig tilbúna til að styðja ákveðin ákvæði frumvarpsins, meðal annars ákvæði um náttúru og umhverfi, …
Athugasemdir