Reykjanesbær mun á næstu dögum endurnýja vatnslagnir í Háaleitisskóla á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, segja endurnýjun lagnanna ekki hafa með umfjöllun um blýmengun að gera, heldur sé verið að flýta þegar ákveðnum framkvæmdum. „Framkvæmdir voru einungis færðar framar í röðinni til að slá á alla varnagla,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.
Blý skaðlegt börnum
Stundin greindi frá mælingum sínum á vatnsgæðum í skólanum og víðar á gamla varnarsvæðinu í síðasta tölublaði, í samstarfi við umhverfisverkfræðinginn Lárus Rúnar Ástvaldsson, sem starfaði fyrir varnarliðið í kringum síðustu aldarmót og var einn þeirra sem mældu allt að 20 þúsund falt meiri blýmengun en leyfileg er í byggingum á svæðinu. Markmiðið var að greina hvort enn eimdi eftir af blýmengun vegna vatnslagna, ekki síst í grunnskólanum á svæðinu. Blý getur haft ýmisleg óafturkræf áhrif á þroska og heilsu barna.
Niðurstaðan sýndu …
Athugasemdir