Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Endurnýja vatnslagnir í skólanum til öryggis eftir að blý mældist í vatninu

Reykja­nes­bær hef­ur ákveð­ið að flýta end­ur­nýj­un á vatns­lögn­um í Háa­leit­is­skóla á Ás­brú, þar sem Stund­in mældi blý­meng­un í drykkjar­vatni í síð­asta mán­uði. Bæj­ar­stjór­inn og skóla­stjór­inn segja að­gerð­irn­ar ekki tengj­ast um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar. „Þær fram­kvæmd­ir voru ein­ung­is færð­ar fram­ar í röð­inni til að slá á alla varnagla,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

Endurnýja vatnslagnir í skólanum til öryggis eftir að blý mældist í vatninu
Háaleitisskóli Þungmálmamengun í drykkjarvatninu á varnarsvæði Bandaríkjahers mældist gífurleg. Enn eimir eftir af henni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Reykjanesbær mun á næstu dögum endurnýja vatnslagnir í Háaleitisskóla á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, segja endurnýjun lagnanna ekki hafa með umfjöllun um blýmengun að gera, heldur sé verið að flýta þegar ákveðnum framkvæmdum. „Framkvæmdir voru einungis færðar framar í röðinni til að slá á alla varnagla,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.

Blý skaðlegt börnum

Stundin greindi frá mælingum sínum á vatnsgæðum í skólanum og víðar á gamla varnarsvæðinu í síðasta tölublaði, í samstarfi við umhverfisverkfræðinginn Lárus Rúnar Ástvaldsson, sem starfaði fyrir varnarliðið í kringum síðustu aldarmót og var einn þeirra sem mældu allt að 20 þúsund falt meiri blýmengun en leyfileg er í byggingum á svæðinu. Markmiðið var að greina hvort enn eimdi eftir af blýmengun vegna vatnslagna, ekki síst í grunnskólanum á svæðinu. Blý getur haft ýmisleg óafturkræf áhrif á þroska og heilsu barna. 

Niðurstaðan sýndu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu