Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður kynntist áhrifum stórfyrirtækis á nærsamfélag sitt ágætlega þegar hann settist um stundarkorn að á Sauðárkróki með þær fyrirætlanir að gera heimildamynd um Kaupfélag Skagfirðinga. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við Grím um reynslu hans við gerð myndarinnar í ljósi umfjöllunar blaðsins um völd og áhrif Samherja á Akureyri.
Bæði fyrirtækin eru mjög stór og fyrirferðarmikil í sínum samfélögum í fjörðunum fyrir norðan og má líkja þeim saman að því leytinu til. Rekstur Kaupfélagsins í Skagafirði er þó ennþá yfirgripsmeiri í því héraði en rekstur Samherja í Eyjafirði. Nær öll smásala í Skagafirði er til dæmis á hendi kaupfélagsins og rekstur þess er svo fjölþættur á meðan Samherji er fyrst og síðast útgerðarfélag. Grundvöllur beggja fyrirtækjanna er í báðum tilfellum að stærstu leyti útgerðarstarfsemi þar sem kaupfélagið á og rekur FISK Seafood, eina stærstu útgerð landsins, og er það langmikilvægasta rekstrareiningin innan kaupfélagins.
Gat ekki gert heimildarmynd
Grímur komst þó …
Athugasemdir