Bæjarbúar á Akureyri svöruðu spurningum Stundarinnar um áhrif stórfyrirtækis á borð við Samherja á nærsamfélag sitt. Þá voru þeir einnig spurðir hvort afstaða þeirra til fyrirtækisins hafi breyst eftir að upp kom í lok árs 2019 að fyrirtækið hafi stundað mútustarfsemi í Namibíu.

Hermann Hólmgeirsson og Aníta Ragnarsdóttir„Þeir hafa kannski ekki of mikil völd eða ítök en þeir hafa rosalega mikið að segja, til dæmis ef þeir hætta með einhver fjárframlög. Ég gæti ímyndað mér að margir reiði sig á þá,“ segir Hermann og Aníta tekur undir. „Fólk myndi þá kannski missa vinnuna sína.“ Aníta og Hermann segja að skoðun þeirra á Samherja hafi ekki breyst í kjölfar Samherjaskjalanna.

Ragna Karlsdóttir„Ég bara spyr að leikslokum. Ég get ekki dæmt fyrirfram. Auðvitað veldur þetta alls konar hugsunum í hausnum á manni og þetta er ekki gott. Þetta er hvorki gott fyrir Samherja né nokkurn annan, Namibíumenn heldur,“ segir Ragna, …
Athugasemdir