Ísland styður ekki bann við kjarnorkuvopnum

Sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við kjarn­orku­vopn­um verð­ur full­gilt­ur á morg­un. Ís­land snið­gekk ráð­stefn­una þar sem hann var sam­inn og skip­ar sér á bekk með kjarn­orku­veld­un­um. Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­kona VG, vill að Ís­land hafi kjark til að standa á eig­in fót­um og sam­þykki sátt­mál­ann.

Ísland styður ekki bann við kjarnorkuvopnum
Vill að Ísland hafi kjark til að standa á eigin fótum Steinunn Þóra segir að fullgilding sáttmálann verði minnst sem tímamótaviðburðar. Ísland eigi að hafa þor til að standa á eigin fótum og gerast aðili. Mynd: Úr einkasafni

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnaorkuvopnum verður fullgiltur í New York á morgun og verður þar með að alþjóðasáttmála. Ísland er ekki eitt þeirra ríkja sem styður sáttmálann heldur hefur skipað sér á bekk með kjarnorkuveldunum og NATO-þjóðum. Þingkona Vinstri grænna segir Ísland eiga að þora að standa á eigin fótum og fullgilda sáttmálann, sem muni vonandi verða til þess að þessum vítisvopnum verði útrýmt.

Upphaf málsins má rekja til ársins 2016 en á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna það ár og árið eftir var saminn sáttmáli þess efnis að fortakslaust ætti að banna kjarnorkuvopn. Ýmsir samningar voru þegar í gildi í heiminum sem fólu í sér takmarkanir á framleiðslu og meðferð kjarnorkuvopna. Þeirra mikilvægastur er NPT-sáttmálinn frá 1968, sáttmálinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem gjarnan er vísað til þegar ríki sem ekki eru þegar kjarnorkuveldi reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Í þeim sáttmála eru ákvæði sem setja skyldur á herðar kjarorkuveldanna um að vinna að útrýmingu slíkra vopna en þau ákvæði hafa litla þýðingu haft.

„Við eigum að þora að standa á eigin fótum í þessum málum“
Steinunn Þóra Árnadóttir

Nokkur fjöldi ríkja ásamt samtökum friðarsinna töldu því að fullreynt væri að þrýsta á um afvopnun með vísan til NTP-sáttmálans og hófu því vinnu við að semja nýjan sáttmála, þann sem verður fullgiltur á morgun. Alþjóðasamtökin ICAN þrýstu hvað mest á um það og hlutu Friðarverðlaun Nóbels árið 2017 fyrir vikið.

Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum var samþykktur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York í júlí 2017 af 122 ríkjum. Ísland var ekki þar á meðal heldur sniðgekk ráðstefnuna þegar að sáttmálinn var saminn. Kjarnorkuveldin og NATÓ-ríkin studdu þá ekki sáttmálann.

Nú hafa 86 ríki samþykkt sáttmálann og 51 ríki fullgilt hann og í ljósi þess að 100 dagar eru liðnir síðan að 50. ríkið fullgilti sáttmálann mun hann öðlast gildi að alþjóðlögum á morgun.  Meðal ríkja sem hafa fullgilt samninginn má nefna Austurríki, Írland, Möltu og Nýja-Sjáland.

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri-grænna, vakti athygli á málinu í umræðum um störf þingsins í gær. Steinunn Þóra hefur áður lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland undirriti og fullgildi samninginn, síðast í október 2020. „Þetta er sáttmálinn sem mun útrýma kjarnorkuvopnum í veröldinni og hans verður minnst í framtíðinni sem tímamótaviðburðar. [...] Við eigum að þora að standa á eigin fótum í þessum málum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár