Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“

Namib­íski lög­mað­ur­inn Marén de Klerk býr að sögn yf­ir upp­lýs­ing­um sem sýna að for­seti Namib­íu hafi skipu­lagt greiðsl­ur frá fyr­ir­tækj­um eins og Sam­herja til Swapo-flokks­ins til að flokk­ur­inn gæti hald­ið völd­um. Hann seg­ir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rann­sókn Sam­herja­máls­ins.

Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Segir líf sitt í rúst Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk segir líf sitt vera í rúst út af aðkomu sinni að viðskiptunum sem nú eru til rannsóknar í Namibíu.

Namibíski lögmaðurinn, Marén de Klerk, segir að gerð hafi verið tilraun til að ræna honum og jafnvel ráða hann af dögum eða valda honum skaða eftir að hann flúði Namibíu í kjölfarið á því að Samherjamálið kom upp þar í landi í nóvember 2019. De Klerk segist í yfirlýsingu sem hann sendi namibískum yfirvöldum í apríl síðastliðinn hafa unnið fyrir tvo af sakborningunum í málinu, þá James Hatuikulipi og Sacky Shangala, við að millifæra peninga í félaganetinu sem þeir settu upp til að taka við og miðla greiðslum, frá meðal annars Samherja.

Lögmaðurinn sagði að James og Sacky hefðu sagt við hann að þeir ynnu að undirlagi forseta Namibíu, Hage Geingob. De Klerk heldur því fram að fjármunirnir hafi að hluta til runnið til Swapo-flokksins, ráðandi valdaflokks í landinu sem alltaf hefur fengið meirihluta í kosningum í landinu.

Í yfirlýsingunni segir de Klerk að vegna vitnisburðar síns í málinu þá óttist hann um líf sitt: „Þegar ég lá á sjúkrahúsi í Suður-Afríku þann 14. febrúar 2020 var gerð tilraun til að ræna mér eða, eftir atvikum, að ráða mig af dögum eða valda mér skaða. […] Ég óttast um velferð mína og eiginkonu minnar,“ segir hann í yfirlýsingu sinni. 

Ásökun de Klerks virðist beinast að namibískum aðilum sem telja vitnisburð hans í málinu geta skaðað valdamikla aðila í landinu. 

Yfirlýsing de KlerksYfirlýsing de Klerks er 477 blaðsíður og hefur hún verið til umfjöllunar í namibískum fjölmiðlum síðustu daga. Hér sést fyrsta síðan.

Málið stækkar og ný nöfn koma fram

De Klerk er því að segja að þar sem hann búi yfir upplýsingum sem sýni aðkomu háttsettasta ráðamanns Namibíu, forsetans Hage Geingob, að málinu þá séu líkur á því að líf hans geti verið í hættu. Í upphaflegum umfjöllunum Kveiks, Stundarinnar og Al-Jazeera um málið í nóvember 2019, á grundvelli gagna frá Wikileaks, var ekki fjallað um þessa meintu aðkomu Geingob að málinu. Enda kemur nafn Geingobs ekki fram í þeim gögnum sem undirbyggðu málið þó svo sakborningarnir í málinu sem unnu með Samherja komi úr Swapo-flokknum. Þá bendir ekkert til beinna samskipta Samherja og Geingobs en fyrir liggur að Samherji átti í beinum samskiptum ítrekað við sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau. 

Þá nefnir de Klerk einnig namibíska kaupsýslumanninn Adrian Jacobus Louw til sögunnar og segir hann í yfirlýsingunni að hann hafi unnið fyrir hann sem lögmaður frá árinu 2014. Louw hafi, með sams konar hætti og Samherji gerði, komið á samstarfsverkefni í sjávarútvegi í Namibíu með aðstoð Sacky Shangala og James Hatuikalipi árið 2016. Komið var á samstarfi á milli ríkisfyrirtækisins Fiscor, þar sem James var stjórnarformaður og sem Samherji fékk einnig kvóta frá, og fyrirtækis sem síðar fékk nafnið Seaflower. Tilgangurinn með þessu samstarfsverkefni var að koma kvóta til kaupsýslumannsins Louw sem hann hefði annars ekki komist yfir. 

Orðrétt segir de Klerk um þetta: „Fyrir mér var það ljóst að væntingar Louw voru þær að hann fengi slíka sérmeðferð að honum yrði tryggðir fiskveiðikvótar án þess þó að hann þyrfti að keppa við aðra um þá. Shangala og sjávarútvegsráðherrann áttu að tryggja það í krafti opinberra embætta sinna að hann fengi fiskveiðikvóta sem hann hefði annars ekki komist yfir.“

Fyrir þjónustu sína átti de Klerk að fá greiðslur sem líktust „símanúmerum“ eins og það er orðað í yfirlýsingu hans. „Ég var bergnuminn af því hvernig þetta tækifæri gæti breytt lífi mínu til hins betra, sérstaklega þar sem tekjumöguleikar mínir höfðu dregist saman sökum þess að ég var ekki tengdur Swapo-flokknum, auk þess sem það var gott að stunda viðskipti með manni eins og Louw.“

Talaði við SolbergÍ fyrra vakti athygli þegar Hage Geingob, forseti Namibíu, þakkaði forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg, við hjálpina við rannsókn Samherjamálsins. Ef de Klerk segir rétt frá er Geingob sjálfur viðriðinn það.

Samherjasagan endurtekur sig

Í yfirlýsingunni teiknar de Klerk því upp atburðarás sem er svipuð því sem Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu í Namibíu, hefur teiknað upp hvað varðar íslensku útgerðina. Tilgangurinn var meðal annars að fjármagna Swapo-flokkinn.

Namibíski athafnamaðurinn Louw er í hlutverki Samherja í þessari sögu, James og Sacky gegna svipuðum hlutverkum og í sögunni af Samherja, de Klerk verður á endanum eins konar uppljóstrari með sams konar hætti og Jóhannes eftir að hafa tekið virkan þátt í fléttunum og fyrirtækin sem eru notuð eru að hluta til þau sömu og nefnd hafa verið í rannsókn Samherjamálsins. Meðal annars nefnir de Klerk félögin Otuafika Logistics og JTH Trading sem félög sem hann greiddi peninga til en þau tóku einnig við peningum í fléttunum í þeim anga málsins sem snertir Samherja. 

Um aðkomu Hage Geingob að málinu segir de Klerk meðal annars: „Shangala sagði mér að „stjórinn“ hefði skipað Hatuikulipi sem efnahagsráðgjafa sinn til að teikna upp kerfi til að taka við þessum fjárframlögum.“

„Ég fullyrði að það séu prima facie sönnunargögn sem sem sýni það að namibískir embættismenn muni gera allt sem þeir geta til að þagga niður í mér.
Marén de Klerk

Peningar til að halda völdum

Myndin sem de Klerk dregur upp er því af að Swapo-flokkurinn hafi, meðal annars með aðstoð Sacky og James en á endanum fyrir til stuðlan Hage Geingob forseta, veitt fyrirtækjum eins og Seaflower og Samherja aðgang að fiskveiðiauðlindum landsins gegn því að fyrirtækin greiddu þeim peninga leynilega og að þessir peningar hafi svo verið notaðir til aðstoða Swapo-flokkinn við að halda völdum í landinu.

Ef þetta er rétt nær spillingin í málinu upp til æðsta pólitíska valdhafa Namibíu og skýrir það hræðslu de Klerk við snúa aftur til Namibíu. Þess vegna vill hann halda sig í Suður-Afríku líkt og hann ræðir á síðustu blaðsíðu yfirlýsingar sinnar: „Ég fullyrði að það séu prima facie sönnunargögn sem sem sýni það að namibískir embættismenn muni gera allt sem þeir geta til að þagga niður í mér. Ég lifi nú þegar við afskipti, hótanir og áreiti frá þeim. Ég óttast um líf mitt, eiginkonu og barna. Þess vegna tilgreini ég ekki dvalarstað minn,“ skrifar de Klerk og undirstrikar að hann muni ekki yfirgefa Suður-Afríku vegna þessa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár