Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherji kaupir dagskrárefni af sjónvarpsstöð á Akureyri

Fjöl­mið­ill­inn N4 rek­ur sjón­varps­stöð á Ak­ur­eyri. Mið­ill­inn hef­ur tek­ið að sér dag­skrár­gerð, kostaða af Sam­herja, en telja það vel falla inn í þá starf­semi sem mið­ill­inn held­ur úti. „Við er­um ekki frétta­stöð,“ seg­ir dag­skrár­gerð­ar­mað­ur­inn Karl Eskil Páls­son.

Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri hefur unnið dagskrárefni fyrir og um Samherja í gegnum tíðina, sem hefur verið sýnt á stöðinni og er nú aðgengilegt á Youtube. Samherji er óbeinn hluthafi í N4 í gegnum útgerðina Síldarvinnsluna og Fjárfestingarfélagið Vör ehf. N4 gefur einnig út N4-blaðið og stundar svo eigin framleiðslu.

Sumt efnið á N4 hefur verið kostað af Samherja, meðal annars þættir um nýtt fiskvinnsluhús útgerðarinnar á Dalvík í fyrra,  á meðan annað efni, eins og þáttur um rannsókn Seðlabanka Íslands á Samherja árið 2015, hefur yfir sér yfirbragð fréttaefnis. 

Þættirnir og innslögin sem N4 hefur unnið um Samherja í gegnum árin eru orðin mörg, meðal annars gerði stöðin þátt um það þegar Samherji seldi Afríkuútgerð sína til rússnesks útgerðarmanns árið 2013. Í því tilfelli fór blaðamaður N4 til Kanaríeyja, þar sem Afríkuútgerðin var gerð út, og gerði innslag um söluna. Einn af útgangspunktum þessa innslags var að Samherji …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimavígi Samherja

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár