Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

261. spurningaþraut: Parasálfræðingur, vatnsmesta á á Íslandi, og margt fleira

261. spurningaþraut: Parasálfræðingur, vatnsmesta á á Íslandi, og margt fleira

Hérna er hún, þrautin síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Fyrir réttum 100 árum birtist þessi ungi maður í sögufrægri kvikmynd. Hver hélt í hönd hans í myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.   Í nóvember síðastliðnum lést maður nokkur, sem hafði á ungum aldrei getið sér orð með merkilegri frásögn af ferðalagi sínu á slóðum Kúrda (þar sem geisaði þá stríð), en varð síðar prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og helgaði sig einkum rannsókn á yfirnáttúrulegum hlutum allskonar, eða svonefndri parasálfræði. Hvað hét hann?

2.   Hvað hét trommuleikari Bítlanna?

3.   En hvað hét upptökustjórinn knái, sem ljóst er að hafði gífurlega mikið um mótun hljóðheims Bítlanna að segja?

4.   Hver var varaforsetaefni John McCains í forsetakosningum vestanhafs árið 2008?

5.   Hver er vatnsmesta á á Íslandi?

6.   Árið 1975 gaf bandarísk söngkona út lagið At Seventeen. Það sló ærlega í gegn og varð langvinsælasta lagið af hljómplötunni Between the Lines. Hvað hét söngkonan?

7.   Rómaborg er fjölmennasta borg Ítalíu. Hver er sú næstfjölmennasta?

8.   Í hvaða langi eru Appennínafjöll?

9.   En Appalasíufjöll?

10.   Hvar á Íslandi segja fornar heimildir að Ingólfur Arnarson hafi haft vetursetu fyrsta vetur sinn á Íslandi — eftir að hann og fóstbróðir hans hófu raunverulegt landnám?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Erlendur Haraldsson.

2.   Ringo Starr.

3.   George Martin.

4.   Sarah Palin.

5.   Ölfusá.

6.   Janis Ian. 

7.   Mílanó.

8.   Ítalíu.

9.   Bandaríkjunum.

10.   Á Ingólfshöfða.

***

Svör við aukaspurningum: 

Það var að sjálfsögðu Charlie Chaplin, sem hélt í hönd Jackie Coogans í myndinni The Kid.

Dýrið á neðri myndinni er kallað nagapi í íslenskum fræðiritum, en flestir þekkja það sjálfsögðu undir nafninu aye-aye.

***

Og hlekkur á þrautina frá því í gær, þar sem allt snerist um Þýskaland.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár