Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

261. spurningaþraut: Parasálfræðingur, vatnsmesta á á Íslandi, og margt fleira

261. spurningaþraut: Parasálfræðingur, vatnsmesta á á Íslandi, og margt fleira

Hérna er hún, þrautin síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Fyrir réttum 100 árum birtist þessi ungi maður í sögufrægri kvikmynd. Hver hélt í hönd hans í myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.   Í nóvember síðastliðnum lést maður nokkur, sem hafði á ungum aldrei getið sér orð með merkilegri frásögn af ferðalagi sínu á slóðum Kúrda (þar sem geisaði þá stríð), en varð síðar prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og helgaði sig einkum rannsókn á yfirnáttúrulegum hlutum allskonar, eða svonefndri parasálfræði. Hvað hét hann?

2.   Hvað hét trommuleikari Bítlanna?

3.   En hvað hét upptökustjórinn knái, sem ljóst er að hafði gífurlega mikið um mótun hljóðheims Bítlanna að segja?

4.   Hver var varaforsetaefni John McCains í forsetakosningum vestanhafs árið 2008?

5.   Hver er vatnsmesta á á Íslandi?

6.   Árið 1975 gaf bandarísk söngkona út lagið At Seventeen. Það sló ærlega í gegn og varð langvinsælasta lagið af hljómplötunni Between the Lines. Hvað hét söngkonan?

7.   Rómaborg er fjölmennasta borg Ítalíu. Hver er sú næstfjölmennasta?

8.   Í hvaða langi eru Appennínafjöll?

9.   En Appalasíufjöll?

10.   Hvar á Íslandi segja fornar heimildir að Ingólfur Arnarson hafi haft vetursetu fyrsta vetur sinn á Íslandi — eftir að hann og fóstbróðir hans hófu raunverulegt landnám?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Erlendur Haraldsson.

2.   Ringo Starr.

3.   George Martin.

4.   Sarah Palin.

5.   Ölfusá.

6.   Janis Ian. 

7.   Mílanó.

8.   Ítalíu.

9.   Bandaríkjunum.

10.   Á Ingólfshöfða.

***

Svör við aukaspurningum: 

Það var að sjálfsögðu Charlie Chaplin, sem hélt í hönd Jackie Coogans í myndinni The Kid.

Dýrið á neðri myndinni er kallað nagapi í íslenskum fræðiritum, en flestir þekkja það sjálfsögðu undir nafninu aye-aye.

***

Og hlekkur á þrautina frá því í gær, þar sem allt snerist um Þýskaland.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár