Talið er að árlega deyi á Íslandi um 500 manns ótímabærum dauða sem hefði verið hægt að afstýra með bættu lýðheilsustarfi eða öflugri heilbrigðisþjónustu. Það er um það bil fimmtungur allra dauðsfalla ár hvert.
8%
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgaði verulega á síðasta ári frá því sem verið hafði árin á undan. Í flestum tilfellum fást þó skýringar á dauðsföllunum eftir réttarmeinafræðilega rannsókn. Framkvæma þarf réttarkrufningu á um átta prósentum allra þeirra sem deyja á Íslandi. Meðal annars er framkvæmd réttarkrufning í öllum tilvikum þar sem grunur leikur á að fólk hafi svipt sig lífi. Réttarmeinafræðingur segir að niðurstöður krufninga bendi ekki til þess að sjálfsvígum fari fjölgandi, þvert á ótta fólks fyrr á árinu.
Flestir Íslendingar deyja af völdum krabbameins og hjartasjúkdóma.
Ríflega 2.000 deyja árlega
Árlega deyja á bilinu 2.200 til 2.300 manns á Íslandi og hefur fjöldi andláta aukist í …
Athugasemdir