Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Læknar gagnrýna krónískt fjársvelti í heilbrigðiskerfinu

Lækn­ar á Land­spít­ala segja að geng­ið sé fram með óraun­hæf­um kröf­um um nið­ur­skurð. Spít­al­inn hafi ver­ið í krísu ár­um sam­an og stjórn­mála­menn standi ekki við lof­orð um að efla heil­brigðis­kerf­ið.

Læknar gagnrýna krónískt fjársvelti í heilbrigðiskerfinu
Óraunhæfar niðurskurðarkröfur Læknar á Landspítala gagnrýna fjársvelti til heilbrigðiskerfisins. Mynd: Kristinn Magnússon

Læknar við Landspítala gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir krónískt fjársvelti til spítalans og heilbrigðiskerfisins, bæði hvað varðar almennan rekstur, klíníska starfsemi og vísindastarf. Gengið sé fram með óraunhæfum aðhaldskröfum sem ekki séu í takt við vilja almennings, sem vilji sjá heilbrigðiskerfið styrkt. Stjórnmálamenn standi hins vegar ekki við loforð sín um að efla kerfið.

Hans Tómas Björnsson

„Ég tel að krónískt fjársvelti eins og tíðkast hefur hér á landi sé afar skaðlegt til lengri tíma,“ segir Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítala í viðtali í nýju Læknablaði. Tækifæri séu fyrir Ísland til að verða í fararbroddi í erfðatækni, sem gæti gjörbylt læknisfræði til framtíðar. Hins vegar þurfi að fjárfesta til þess, því erfitt er að ná slíku markmiði með fjársveltri. Uppbygging sé í lágmarki, þekkingu sé aðeins viðhaldið en framfarir verði litlar.

Í öðru viðtali í sama blaði bendir Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala, á að þrátt fyrir að orrustan við Covid-19 kórónaveiruna sé hvergi nærri unnin sé strax farið að tala um að herða sultarólina í heilbrigðiskerfinu. Fjármögnun vísindastarfs og efling háskólahlutverks Landspítala hafi þá lengi verið vanrækt. Þrátt fyrir kröfu um eflingu heilbrigðiskerfisins, til dæmis undirskriftlista þar um sem 80 þúsund manns undirrituðu árið 2016, hafi lítið sem ekkert breyst í þeim málum og það þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi lofað öllu fögru. Tölur sýni að stjórnmálamenn eigi afar erfitt með að standa við loforð um að efla kerfið. „Á sama tíma upplifum við hér á spítalanum, sem hefur verið meira og minna í krónískri krísu frá því að spítalarnir voru sameinaðir, að gengið sé fram með óraunhæfum kröfum um niðurskurð,“ segir Magnús.

Almenningur kallar eftir betri fjármögnun heilbrigðiskerfisins

Aðhaldskrafa var sett á Landspítala í fjárlögum fyrir þetta ár upp á 400 milljónir króna en auk þess er spítalanum gert að vinna upp hallarekstur síðustu ára. Í árslok 2019 nam sá halli 3,8 milljörðum og á spítalinn að vinna hann niður á þremur árum.

„Staðreyndin er þó sú að kerfið í heild sinni hefur verið vanfjármagnað lengi“

Magnús Gottfreðsson

Magnús spyr sig hvort það séu þau skilaboð sem almenningur vilji senda inn til heilbrigðiskerfisins við núverandi aðstæður. „Ég er ekki viss um að það sé þannig.“ Hann segir að jafnframt að svo virðist sem vilji almennings, samanber undirskriftasöfnunina frá árinu 2016, hafi í raun lítil áhrif á raunverulega framkvæmd. Það sé dapurlegt. „Staðreyndin er þó sú að kerfið í heild sinni hefur verið vanfjármagnað lengi. Fjármagn hefur nýlega verið fært frá spítalanum til heilsugæslunnar. Það er pólitísk ákvörðun með sínum rökum, en það var ekki beðið um það. Almenningur var að biðja um betri fjármögnun kerfisins í heild og við stöndum samt nánast á sama punktinum.“ 

Hans Tómas talar á sömu nótum. Til lengri tíma sé gott heilbrigðiskerfi mjög góð langtímafjárfesting en því miður sé hugsað til einna fjárlaga í einu. „Það er ekki hægt að byggja upp nýja hluti meðan það er skýr krafa um niðurskurð en uppbygging er nauðsynleg til að við getum fullnýtt okkur erfðaupplýsingar“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár