Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Læknar gagnrýna krónískt fjársvelti í heilbrigðiskerfinu

Lækn­ar á Land­spít­ala segja að geng­ið sé fram með óraun­hæf­um kröf­um um nið­ur­skurð. Spít­al­inn hafi ver­ið í krísu ár­um sam­an og stjórn­mála­menn standi ekki við lof­orð um að efla heil­brigðis­kerf­ið.

Læknar gagnrýna krónískt fjársvelti í heilbrigðiskerfinu
Óraunhæfar niðurskurðarkröfur Læknar á Landspítala gagnrýna fjársvelti til heilbrigðiskerfisins. Mynd: Kristinn Magnússon

Læknar við Landspítala gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir krónískt fjársvelti til spítalans og heilbrigðiskerfisins, bæði hvað varðar almennan rekstur, klíníska starfsemi og vísindastarf. Gengið sé fram með óraunhæfum aðhaldskröfum sem ekki séu í takt við vilja almennings, sem vilji sjá heilbrigðiskerfið styrkt. Stjórnmálamenn standi hins vegar ekki við loforð sín um að efla kerfið.

Hans Tómas Björnsson

„Ég tel að krónískt fjársvelti eins og tíðkast hefur hér á landi sé afar skaðlegt til lengri tíma,“ segir Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítala í viðtali í nýju Læknablaði. Tækifæri séu fyrir Ísland til að verða í fararbroddi í erfðatækni, sem gæti gjörbylt læknisfræði til framtíðar. Hins vegar þurfi að fjárfesta til þess, því erfitt er að ná slíku markmiði með fjársveltri. Uppbygging sé í lágmarki, þekkingu sé aðeins viðhaldið en framfarir verði litlar.

Í öðru viðtali í sama blaði bendir Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala, á að þrátt fyrir að orrustan við Covid-19 kórónaveiruna sé hvergi nærri unnin sé strax farið að tala um að herða sultarólina í heilbrigðiskerfinu. Fjármögnun vísindastarfs og efling háskólahlutverks Landspítala hafi þá lengi verið vanrækt. Þrátt fyrir kröfu um eflingu heilbrigðiskerfisins, til dæmis undirskriftlista þar um sem 80 þúsund manns undirrituðu árið 2016, hafi lítið sem ekkert breyst í þeim málum og það þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi lofað öllu fögru. Tölur sýni að stjórnmálamenn eigi afar erfitt með að standa við loforð um að efla kerfið. „Á sama tíma upplifum við hér á spítalanum, sem hefur verið meira og minna í krónískri krísu frá því að spítalarnir voru sameinaðir, að gengið sé fram með óraunhæfum kröfum um niðurskurð,“ segir Magnús.

Almenningur kallar eftir betri fjármögnun heilbrigðiskerfisins

Aðhaldskrafa var sett á Landspítala í fjárlögum fyrir þetta ár upp á 400 milljónir króna en auk þess er spítalanum gert að vinna upp hallarekstur síðustu ára. Í árslok 2019 nam sá halli 3,8 milljörðum og á spítalinn að vinna hann niður á þremur árum.

„Staðreyndin er þó sú að kerfið í heild sinni hefur verið vanfjármagnað lengi“

Magnús Gottfreðsson

Magnús spyr sig hvort það séu þau skilaboð sem almenningur vilji senda inn til heilbrigðiskerfisins við núverandi aðstæður. „Ég er ekki viss um að það sé þannig.“ Hann segir að jafnframt að svo virðist sem vilji almennings, samanber undirskriftasöfnunina frá árinu 2016, hafi í raun lítil áhrif á raunverulega framkvæmd. Það sé dapurlegt. „Staðreyndin er þó sú að kerfið í heild sinni hefur verið vanfjármagnað lengi. Fjármagn hefur nýlega verið fært frá spítalanum til heilsugæslunnar. Það er pólitísk ákvörðun með sínum rökum, en það var ekki beðið um það. Almenningur var að biðja um betri fjármögnun kerfisins í heild og við stöndum samt nánast á sama punktinum.“ 

Hans Tómas talar á sömu nótum. Til lengri tíma sé gott heilbrigðiskerfi mjög góð langtímafjárfesting en því miður sé hugsað til einna fjárlaga í einu. „Það er ekki hægt að byggja upp nýja hluti meðan það er skýr krafa um niðurskurð en uppbygging er nauðsynleg til að við getum fullnýtt okkur erfðaupplýsingar“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu