„Fólk er eðlilega endalaust að bera þetta vitlaust fram,“ segir Hildur hlæjandi um nafn verslunarinnar, Yeoman, sem er það sama og eftirnafn hennar. „Nú eru eflaust margir að horfa á Netflix-seríuna The Crown og þá er gaman að geta þess að helstu lífverðir drottningarinnar bresku eru kallaðir Yeoman. Nafnið er borið fram jómann.“ Forfeður Hildar komu frá Bretlandi, en þeir voru Írar sem fluttu til New Jersey í Bandaríkjunum. „Afi minn kom svo hingað til Íslands með hernum og hitti hana ömmu, Möggu Marínósdóttur, sem er nú langmesti töffarinn af þessu liði öllu ef þú spyrð mig.“ Hildur segist vera með það á hreinu að frá þessari ömmu hafi hún erft tískugenið en meiri skvísu sé varla hægt að finna.
„Amma Magga saumaði yfirleitt fötin sín sjálf og líka á börnin sín. Ekki af því að það var ódýrara heldur vegna þess að hún hafði mikinn áhuga á fötum og …
Athugasemdir