Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði mikið á síðasta ári

Til­kynn­ing­um um nauðg­an­ir til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fækk­aði um 46 pró­sent ár­ið 2020 mið­að við ár­in á und­an. Heim­il­isof­beld­is­mál­um fjölg­aði hins veg­ar tals­vert.

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði mikið á síðasta ári
211 mál á sólarhring Skráð mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári voru um 77 þúsund talsins. Þar af voru hegningarlagabrot um 9.400 talsins. Mynd: Pressphotos

Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fækkaði verulega á síðasta ári miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Tilkynnt var um 260 kynferðisbrot á árinu og er það 29 prósenta fækkun frá fyrri árum. Fækkun tilkynntra brota skýrist að verulegu leyti af fækkun tilkynninga vegna nauðgana en þeim fækkaði um tæplega 46 prósent á síðasta ári borið saman við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.

Hins vegar fjölgaði heimilisofbeldismálum sem komu inn á borð lögreglunnar talsvert, eða um 9 prósent milli ára. Karlar eru gerendur í yfirgnæfandi tilfellum í heimilisofbeldismálum en á síðasta ári voru 78 prósent gerenda karlar. Konur eru þá þolendur í ríflega tveimur þriðju hlutum tilfella eða í 69 prósentum tilfella. Fjöldi líkamsárásarmála stendur í stað milli ára þrátt fyrir fjölgun heimilisofbeldismála.

Svipaður fjöldi hegningarlagabrota og verið hefur

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot á síðasta ári. Árið 2020 voru skráð tæplega 9.400 hegningarlagabrot hjá lögreglunni sem er svipaður brotafjöldi og árið 2019. Það jafngildir rúmlega 21 hegningarlagabroti á hverjum sólarhring að meðaltali. Hins vegar voru skráð mál hjá lögreglunni um 77.000 á síðasta ári, eða um 211 mál á sólarhring. Hegningarlagabrot voru því ríflega tíu prósent allra mála.

Fjöldi þjófnaða var svipaður á síðasta ári og verið hefur fyrri ár en innbrotum fækkaði um tæp 14 prósent miðað við meðalfjölda áranna á undan. Innbrotum á heimili fækkaði um tæplega 10 prósent miðað við fyrri ár og innbrotum í ökutæki fækkaði um tæplega 40 prósent. Á sama tíma fjölgaði innbrotum í fyrirtæki um 14 prósent frá fyrri árum.

Mun færri fullir undir stýri

Töluverð fækkun varð á fíknilagabrotum milli ára en rúmlega 1.000 slík brot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Það er 30 prósenta fækkun frá meðaltali áranna á undan.

Umferðalagabrotum fækkaði einnig umtalsvert en ríflega 25 þúsund slík brot voru skráð á síðasta ári. Það er um 21 prósent fækkun frá meðaltali áranna 2017-2019. Mest fækkaði brotum við banni á akstri undir áhrifum áfengis, um ríflega 40 prósent milli ára. Fjöldi brota gegn akstri undir áhrifum fíkniefna stóð hins vegar nokkurn veginn í stað.

Þá voru skráðar um 1.200 tilkynningar hjá lögreglu vegna gruns um brot gegn sóttvörnum, sóttkví eða einangrun vegna Covid-19. Í um það bil tíu prósent tilvika leiddu tilkynningar til þess að lögregla hóf nánari rannsókn, í 54 tilvika vegna gruns um brot gegn sóttkví og einangrun en í 79 skipti vegna gruns um brot gegn sóttvörnum. Tæplega 130 manns hafa verið grunaðir um slík brot, að miklum meirihluta karlar eða í 76 prósentum tilvika. Meðalaldur þeirra sem grunaðir eru um slík brot er 38 ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár