Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði mikið á síðasta ári

Til­kynn­ing­um um nauðg­an­ir til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fækk­aði um 46 pró­sent ár­ið 2020 mið­að við ár­in á und­an. Heim­il­isof­beld­is­mál­um fjölg­aði hins veg­ar tals­vert.

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði mikið á síðasta ári
211 mál á sólarhring Skráð mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári voru um 77 þúsund talsins. Þar af voru hegningarlagabrot um 9.400 talsins. Mynd: Pressphotos

Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fækkaði verulega á síðasta ári miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Tilkynnt var um 260 kynferðisbrot á árinu og er það 29 prósenta fækkun frá fyrri árum. Fækkun tilkynntra brota skýrist að verulegu leyti af fækkun tilkynninga vegna nauðgana en þeim fækkaði um tæplega 46 prósent á síðasta ári borið saman við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.

Hins vegar fjölgaði heimilisofbeldismálum sem komu inn á borð lögreglunnar talsvert, eða um 9 prósent milli ára. Karlar eru gerendur í yfirgnæfandi tilfellum í heimilisofbeldismálum en á síðasta ári voru 78 prósent gerenda karlar. Konur eru þá þolendur í ríflega tveimur þriðju hlutum tilfella eða í 69 prósentum tilfella. Fjöldi líkamsárásarmála stendur í stað milli ára þrátt fyrir fjölgun heimilisofbeldismála.

Svipaður fjöldi hegningarlagabrota og verið hefur

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot á síðasta ári. Árið 2020 voru skráð tæplega 9.400 hegningarlagabrot hjá lögreglunni sem er svipaður brotafjöldi og árið 2019. Það jafngildir rúmlega 21 hegningarlagabroti á hverjum sólarhring að meðaltali. Hins vegar voru skráð mál hjá lögreglunni um 77.000 á síðasta ári, eða um 211 mál á sólarhring. Hegningarlagabrot voru því ríflega tíu prósent allra mála.

Fjöldi þjófnaða var svipaður á síðasta ári og verið hefur fyrri ár en innbrotum fækkaði um tæp 14 prósent miðað við meðalfjölda áranna á undan. Innbrotum á heimili fækkaði um tæplega 10 prósent miðað við fyrri ár og innbrotum í ökutæki fækkaði um tæplega 40 prósent. Á sama tíma fjölgaði innbrotum í fyrirtæki um 14 prósent frá fyrri árum.

Mun færri fullir undir stýri

Töluverð fækkun varð á fíknilagabrotum milli ára en rúmlega 1.000 slík brot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Það er 30 prósenta fækkun frá meðaltali áranna á undan.

Umferðalagabrotum fækkaði einnig umtalsvert en ríflega 25 þúsund slík brot voru skráð á síðasta ári. Það er um 21 prósent fækkun frá meðaltali áranna 2017-2019. Mest fækkaði brotum við banni á akstri undir áhrifum áfengis, um ríflega 40 prósent milli ára. Fjöldi brota gegn akstri undir áhrifum fíkniefna stóð hins vegar nokkurn veginn í stað.

Þá voru skráðar um 1.200 tilkynningar hjá lögreglu vegna gruns um brot gegn sóttvörnum, sóttkví eða einangrun vegna Covid-19. Í um það bil tíu prósent tilvika leiddu tilkynningar til þess að lögregla hóf nánari rannsókn, í 54 tilvika vegna gruns um brot gegn sóttkví og einangrun en í 79 skipti vegna gruns um brot gegn sóttvörnum. Tæplega 130 manns hafa verið grunaðir um slík brot, að miklum meirihluta karlar eða í 76 prósentum tilvika. Meðalaldur þeirra sem grunaðir eru um slík brot er 38 ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár