Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði mikið á síðasta ári

Til­kynn­ing­um um nauðg­an­ir til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fækk­aði um 46 pró­sent ár­ið 2020 mið­að við ár­in á und­an. Heim­il­isof­beld­is­mál­um fjölg­aði hins veg­ar tals­vert.

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði mikið á síðasta ári
211 mál á sólarhring Skráð mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári voru um 77 þúsund talsins. Þar af voru hegningarlagabrot um 9.400 talsins. Mynd: Pressphotos

Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fækkaði verulega á síðasta ári miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Tilkynnt var um 260 kynferðisbrot á árinu og er það 29 prósenta fækkun frá fyrri árum. Fækkun tilkynntra brota skýrist að verulegu leyti af fækkun tilkynninga vegna nauðgana en þeim fækkaði um tæplega 46 prósent á síðasta ári borið saman við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.

Hins vegar fjölgaði heimilisofbeldismálum sem komu inn á borð lögreglunnar talsvert, eða um 9 prósent milli ára. Karlar eru gerendur í yfirgnæfandi tilfellum í heimilisofbeldismálum en á síðasta ári voru 78 prósent gerenda karlar. Konur eru þá þolendur í ríflega tveimur þriðju hlutum tilfella eða í 69 prósentum tilfella. Fjöldi líkamsárásarmála stendur í stað milli ára þrátt fyrir fjölgun heimilisofbeldismála.

Svipaður fjöldi hegningarlagabrota og verið hefur

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot á síðasta ári. Árið 2020 voru skráð tæplega 9.400 hegningarlagabrot hjá lögreglunni sem er svipaður brotafjöldi og árið 2019. Það jafngildir rúmlega 21 hegningarlagabroti á hverjum sólarhring að meðaltali. Hins vegar voru skráð mál hjá lögreglunni um 77.000 á síðasta ári, eða um 211 mál á sólarhring. Hegningarlagabrot voru því ríflega tíu prósent allra mála.

Fjöldi þjófnaða var svipaður á síðasta ári og verið hefur fyrri ár en innbrotum fækkaði um tæp 14 prósent miðað við meðalfjölda áranna á undan. Innbrotum á heimili fækkaði um tæplega 10 prósent miðað við fyrri ár og innbrotum í ökutæki fækkaði um tæplega 40 prósent. Á sama tíma fjölgaði innbrotum í fyrirtæki um 14 prósent frá fyrri árum.

Mun færri fullir undir stýri

Töluverð fækkun varð á fíknilagabrotum milli ára en rúmlega 1.000 slík brot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Það er 30 prósenta fækkun frá meðaltali áranna á undan.

Umferðalagabrotum fækkaði einnig umtalsvert en ríflega 25 þúsund slík brot voru skráð á síðasta ári. Það er um 21 prósent fækkun frá meðaltali áranna 2017-2019. Mest fækkaði brotum við banni á akstri undir áhrifum áfengis, um ríflega 40 prósent milli ára. Fjöldi brota gegn akstri undir áhrifum fíkniefna stóð hins vegar nokkurn veginn í stað.

Þá voru skráðar um 1.200 tilkynningar hjá lögreglu vegna gruns um brot gegn sóttvörnum, sóttkví eða einangrun vegna Covid-19. Í um það bil tíu prósent tilvika leiddu tilkynningar til þess að lögregla hóf nánari rannsókn, í 54 tilvika vegna gruns um brot gegn sóttkví og einangrun en í 79 skipti vegna gruns um brot gegn sóttvörnum. Tæplega 130 manns hafa verið grunaðir um slík brot, að miklum meirihluta karlar eða í 76 prósentum tilvika. Meðalaldur þeirra sem grunaðir eru um slík brot er 38 ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár