Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði mikið á síðasta ári

Til­kynn­ing­um um nauðg­an­ir til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fækk­aði um 46 pró­sent ár­ið 2020 mið­að við ár­in á und­an. Heim­il­isof­beld­is­mál­um fjölg­aði hins veg­ar tals­vert.

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði mikið á síðasta ári
211 mál á sólarhring Skráð mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári voru um 77 þúsund talsins. Þar af voru hegningarlagabrot um 9.400 talsins. Mynd: Pressphotos

Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fækkaði verulega á síðasta ári miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Tilkynnt var um 260 kynferðisbrot á árinu og er það 29 prósenta fækkun frá fyrri árum. Fækkun tilkynntra brota skýrist að verulegu leyti af fækkun tilkynninga vegna nauðgana en þeim fækkaði um tæplega 46 prósent á síðasta ári borið saman við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.

Hins vegar fjölgaði heimilisofbeldismálum sem komu inn á borð lögreglunnar talsvert, eða um 9 prósent milli ára. Karlar eru gerendur í yfirgnæfandi tilfellum í heimilisofbeldismálum en á síðasta ári voru 78 prósent gerenda karlar. Konur eru þá þolendur í ríflega tveimur þriðju hlutum tilfella eða í 69 prósentum tilfella. Fjöldi líkamsárásarmála stendur í stað milli ára þrátt fyrir fjölgun heimilisofbeldismála.

Svipaður fjöldi hegningarlagabrota og verið hefur

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot á síðasta ári. Árið 2020 voru skráð tæplega 9.400 hegningarlagabrot hjá lögreglunni sem er svipaður brotafjöldi og árið 2019. Það jafngildir rúmlega 21 hegningarlagabroti á hverjum sólarhring að meðaltali. Hins vegar voru skráð mál hjá lögreglunni um 77.000 á síðasta ári, eða um 211 mál á sólarhring. Hegningarlagabrot voru því ríflega tíu prósent allra mála.

Fjöldi þjófnaða var svipaður á síðasta ári og verið hefur fyrri ár en innbrotum fækkaði um tæp 14 prósent miðað við meðalfjölda áranna á undan. Innbrotum á heimili fækkaði um tæplega 10 prósent miðað við fyrri ár og innbrotum í ökutæki fækkaði um tæplega 40 prósent. Á sama tíma fjölgaði innbrotum í fyrirtæki um 14 prósent frá fyrri árum.

Mun færri fullir undir stýri

Töluverð fækkun varð á fíknilagabrotum milli ára en rúmlega 1.000 slík brot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Það er 30 prósenta fækkun frá meðaltali áranna á undan.

Umferðalagabrotum fækkaði einnig umtalsvert en ríflega 25 þúsund slík brot voru skráð á síðasta ári. Það er um 21 prósent fækkun frá meðaltali áranna 2017-2019. Mest fækkaði brotum við banni á akstri undir áhrifum áfengis, um ríflega 40 prósent milli ára. Fjöldi brota gegn akstri undir áhrifum fíkniefna stóð hins vegar nokkurn veginn í stað.

Þá voru skráðar um 1.200 tilkynningar hjá lögreglu vegna gruns um brot gegn sóttvörnum, sóttkví eða einangrun vegna Covid-19. Í um það bil tíu prósent tilvika leiddu tilkynningar til þess að lögregla hóf nánari rannsókn, í 54 tilvika vegna gruns um brot gegn sóttkví og einangrun en í 79 skipti vegna gruns um brot gegn sóttvörnum. Tæplega 130 manns hafa verið grunaðir um slík brot, að miklum meirihluta karlar eða í 76 prósentum tilvika. Meðalaldur þeirra sem grunaðir eru um slík brot er 38 ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár