Hæhó, hér er hlekkurinn á þrautina frá í gær.
***
Fyrri aukaspurning:
Hvað hét höfundur sá, er skóp þá persónu er hér að ofan sést, þá gerð hafði verið kvikmynd eftir sögu hans?
***
Aðalspurningar:
1. Undir hvaða nafni er Bruce Wayne þekktastur?
2. En Norma Jean Baker?
3. Diane Keaton heitir bandarísk leikkona sem fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir mynd sem hún lék í árið 1977. Myndin bar nafn persónunnar sem Keaton lék. Hvað hét persónan, og þar með bíómyndin?
4. Önnur leikkona heitir Sofie Gråbøl. Í hvaða verki sló hún ærlega í gegn árið 2007?
5. Hver er 1. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands?
6. Í hvaða landi er höfuðborgin Sarajevo?
7. Systurnar Gyða og Kristín Anna (eða Kría) Valtýsdætur hafa fengist við margt og merkilegt í tónlist, ýmist saman eða hvor í sínu lagi. Þegar þær komu fram á sjónarsviðið nokkuð upp úr aldamótunum síðustu voru þær báðar í frægri hljómsveit hérlenskri. Hvaða hljómsveit var það?
8. Árið 1979 var stofnaður matsölustaður með ítölsku ívafi á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis í Reykjavík. Þar hefur staðurinn verið allar götur síðan og er nú kominn í hóp elstu matsölustaða á Íslandi. Óhætt mun að segja að þessi staður hafi átt ríkan þátt í að kenna Íslendingum að meta góðar pizzur. Hvað heitir staðurinn?
9. Hvaða höfundur skrifaði bækurnar Perlur og steinar og Arabíukonur?
10. Eygló Ósk Gústafsdóttir hlaut sæmdarheitið íþróttamaður ársins árið 2015. Í hvaða grein keppir Eygló Ósk?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða dýr þenur sig hér að neðan?

***
Svör við aukaspurningum:
1. Batman.
2. Marilyn Monroe.
3. Annie Hall.
4. Glæpnum, Forbrydelsen, það er jafnvel rétt að segja Killing.
5. Sigrún Eðvaldsdóttir.
6. Bosnía & Hersegóvína. Ég ætla að gefa rétt fyrir þó fólk segi bara Bosnía.
7. múm
8. Hornið.
9. Jóhanna Kristjónsdóttir.
10. Sundi.
***
Svör við aukaspurningum:
Tolkien skrifaði bækurnar þar sem persónan Gollum kemur fyrir.
Dýrið sem stekkur er gnýr.
***
Hvað leynist hér, nema hlekkur á þrautina frá í gær!
Athugasemdir