Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

252. spurningaþraut: Hversu gömul verður Greta Thunberg í dag, og fleiri spurningar

252. spurningaþraut: Hversu gömul verður Greta Thunberg í dag, og fleiri spurningar

Hér er þrautin frá í gær, 2. janúar.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er það sem rís hér á hörpudiski upp úr sjónum, að því er best verður séð?

***

Aðalspurningar:

1.   Í dag heldur upp á 52ja ára afmælið sitt einn helsti afreksmaður heimsins í tiltekinni grein. Því miður er óljóst hvort hann geri sér fulla grein fyrir því sjálfur, því hann hefur í mörg ár glímt við heilaskaða, eftir að hafa lent í alvarlegu slysi. Slysið tengdist reyndar ekki neitt greininni sem hann var afreksmaður, og hafði þá nýlega lagt á hilluna. Hvað heitir maðurinn?

2.   Greta Thunberg á líka afmæli í dag, sú ötula baráttustúlka gegn hamfarahlýnun, sem vakið hefur athygli um gjörvalla heimsbyggðina. Hvað verður Greta gömul í dag?

3.   Hvaða ár tók kona í fyrsta sinn sæti í ríkisstjórn Íslands?

4.   Hvaða ár voru í fyrsta sinn fleiri en ein kona í ríkisstjórn Íslands?

5.   Mjóifjörður og Seyðifjörður eru tveir Austfjarðanna, eins og allir vita. En á allt öðrum stað á landinu eru líka að að finna Mjóafjörð og Seyðisfjörð. Hvar er það? Hér verður svarið að vera nokkuð nákvæmt.

6.   Hvað hét höfuðborgin í Vestur-Þýskalandi meðan það ríki var við lýði fyrir sameiningu Þýskalands?

7.   Jaroslav Hasek var tékkneskur rithöfundur. Hann er langsamlegasta þekktastur fyrir eina skáldsögu sína, en hún heitir eftir aðalpersónunni, hermanni sem lendir í ýmsu. Hvað heitir skáldsagan?

8.   Hvað er fjölmennasta ríki heimsins?

9.   Ef við lítum á heimsálfurnar Norður- og Suður-Ameríku sem eina heild, þá eru Bandaríkin fjölmennasta ríkið en Brasilía í öðru sæti. En hvað er þá þriðja fjölmennasta ríkið í Ameríkum?

10.   Í tilteknu landi er framleiddur vinsæll bjór sem heitir Corona. Hugmyndir hafa komið upp um að breyta nafni bjórsins vegna kórónaveirunnar, en ekki hefur orðið af því ennþá. Frá hvaða landi er Corona-bjór?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Schumacher.

2.   Átján ára.

3.   1970.

4.   1999. Þegar ný ríkisstjórn tók við um mitt ár urðu þrjár konur ráðherrar: Ingibjörg Pálmadóttir (sem hafði verið ráðherra frá 1995), Siv Friðleifsdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Á gamlársdag bættist Valgerður Sverrisdóttir í hópinn.

5.   Inn úr Ísafjarðardjúpi. „Á Vestfjörðum“ dugar ekki.

6.   Bonn.

7.   Góði dátinn Svejk.

8.   Kína.

9.   Mexíkó.

10.   Mexíkó.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er ástargyðjan Venus. Það er líka heimilt að segja Afródíta.

Á neðri myndinni er Villi Neto, eins og hann kom fyrir sjónir í áramótaskaupinu.

***

Hér er svo aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár