Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins

„Mik­il nátt­úru­verð­mæti rask­ast veru­lega“, seg­ir í mati Skipu­lags­stofn­un­ar á fyr­ir­hug­aðri Svar­tár­virkj­un á mörk­um Bárð­ar­dals og há­lend­is­ins fyr­ir norð­an. Stofn­un­in var­ar við rösk­un á „ein­um líf­rík­ustu og vatns­mestu lindám lands­ins“ og sér­stæðu lands­lagi með upp­lif­un­ar­gildi. Sam­kvæmt lög­um hefði ekki þurft að gera um­hverf­is­mat. Stofn­un­in seg­ir mats­skýrslu fram­kvæmda­að­il­anna skorta trú­verð­ug­leika.

Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins
Svartá Áin rennur í Skjálfandafljót af hálendinu. Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Virkjun í Svartá, sem rennur af hálendinu inn í Bárðardal í Þingeyjarsveit fyrir norðan, mun „raska sérstæðu landslagi sem má ætla að hafi sérstakt upplifunargildi“, skerða varpsvæði fuglategunda á válista og eyða óvenjulíflegu vistkerfi í votlendi, samkvæmt matsskýrslu Skipulagsstofnunar.

Framkvæmdaaðilarnir, SSB orka, höfðu hins vegar metið sem svo að umhverfisáhrifin væru „óveruleg eða nokkuð neikvæð“. Í skýrslu Verkís um virkjunina, sem framleiða á 9,8 megawött raforku, var „það niðurstaðan að Svartárvirkjun sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér“. 

Alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði

Skipulagsstofnun leggur fram allt annað mat í dag. Skipulagsstofnun segir efnistök í frummatsskýrslu framkvæmdaaðilans „kasta rýrð á trúverðugleika matsskýrslunnar“, ekki síst þegar kemur að áhrifum á húsendur. Meðal annars er talið líklegt að búsvæði húsanda rýrist að gæðum og skerðist, en þau eru afar takmörkuð og segir Skipulagsstofnun að framkvæmdin hafi „áhrif á heildarstofn húsanda á Íslandi og þar af leiðandi í Evrópu“. Þá er, samkvæmt stofnuninni, um að ræða „einar lífríkustu og vatnsmestu lindár landsins sem renna um blásin hraun í umhverfi þar sem inngrip mannsins eru lítil auk þess sem vatnasviðið er talið alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.“

Útlit virkjunarinnarFramkvæmdaaðilar gerðu ráð fyrir að takmarka áhrif á fiskistofna, sem Fiskistofa hafði varað við að yrðu skaðleg, með því að veita farvegi framhjá virkjuninni fyrir fiska.

Í mati Skipulagsstofnunar er lýst gildi Svartársvæðisins fyrir ferðamenn. „Upplifunargildi Svartár er mikið en áin flæðir meðfram grónum bökkum um fossa, gil og flúðir um landslag þar sem gróskumiklir árbakkar kallast á við hrjóstrugt heiða- og hraunlandslag.“

Framkvæmdin myndi rýra gildi sérstæðs, fágæðs eða sérlega verðmæts landslags út frá fagurfræðilegum og menningarlegum mælistikum, að mati stofnunarinnar. „Tilkoma virkjunar mun breyta verulega upplifun af svæði næst virkjun og rýra gildi þeirrar sérstæðu landslagsheildar sem Svartá og Suðurá mynda. Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga skal stefnt að því að varðveita landslag sem er sérstætt eða fágætt eða sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Skipulagsstofnun telur að landslag Svartár og Suðurár falli þar undir.“

Auk áhrifa af virkjuninni, þar sem áin þurrkast upp á um þriggja kílómetra kafla, er gert ráð fyrir um 47 kílómetra löngum rafstreng í jörð. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar fyrir virkjunina, sem nær yfir um 9 hektara svæði.

Samkvæmt lögum hefði virkjunin ekki þurft að fara í heildstætt umhverfismat þar sem hún féll rétt neðan við 10 megawatta viðmið.

Fellur rétt neðan við viðmið um 10 megawött

Svartárvirkjun er fyrirhuguð allt að 9,8 megawött í afkastagetu, en í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun er viðmiðið um virkjarnir sem sæta heildstæðri greiningu og mati verkefnisstjórnar rammaáætlunar 10 MW og stærri. Þetta gagnrýnir Skipulagsstofnun í niðurstöðum sínum.

„Sú virkjun sem hér er til umfjöllunar, sem er áformuð 9,8 MW, sýnir veikleika þess að ákveðið uppsett afl segi alfarið til um það hvaða framkvæmdir skulu teknar fyrir í rammaáætlun. Hér er um að ræða virkjun undir þeim stærðarmörkum sem mun að mati Skipulagsstofnunar hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif og tilefni hefði verið til að meta með öðrum virkjunarkostum í rammaáætlun.“

Heiðar GuðjónssonForstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, sem skráð er í íslensku kauphöllina og rekur meðal annars Stöð 2, Vísi og Bylgjuna, er helsti forsprakki Svartárvirkjunar.

Vilja svæðið á náttúruminjaskrá

Meðal þeirra sem hafa varað við Svartárvirkjun eru Náttúrufræðistofnun Íslands, sem leggur til að svæðið fari á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár vegna ferskvatnsvistgerðar og fuglalífs. Einnig hefur verið stofnað sérstakt Verndarfélag Svartár og Suðurár til að vinna gegn virkjunaráformunum.

Forsprakkar Svartárvirkjunar eru hópur athafnamanna, sem Heiðar Guðjónsson, einnig forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, leiðir. Í gegnum Ursus ehf. á Heiðar 42,9% hlut í félaginu Svartárvirkjun ehf, sem er alfarið í eigu SSB Orku ehf. Aðrir eigendur eru Íslandsvirkjun ehf. með 50%, sem er í eigu Ölnis ehf, sem er aftur í eigu Auðuns Svafars Guðmundssonar og Péturs Bjarnasonar til helminga. Loks er þriðji eigandinn Stefán Ákason í gegnum Íshól ehf, með 7,1% hlut í Svartárvirkjun.

SSB Orka lagði fram frummatsskýrslu sína 1. september 2017 og hélt kynningarfund 25. september sama ár í Kiðagili í Þingeyjarsveit. Áður hafði verkefnastjórn rammaáætlunar lagt til að Skjálfandafljót yrði sett í verndarflokk. Fulltrúar Fiskistofu, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra voru sammála um að gera þyrfti umhverfismat, enda væri áin sjaldgæf á heimsvísu, að mati Fiskistofu.

Skipulagsstofnun leitaði umsagna til Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar, Ferðamálastofu, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Landgræðslu ríkisins, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúruverndarnefndar Þingeyinga, Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar. 

Loftmynd af svæðinuHópur um verndun Svartár berst gegn fyrirhugaðri virkjun.

Segja matsskýrslu framkvæmdaaðila skorta trúverðgleika

Í matsskýrslu sinni fellir Skipulagsstofnun nokkurn áfellisdóm yfir vinnubrögðum framkvæmdaaðila og segir matsskýrslu SSB Orku miða að því að „draga úr mikilvægi áhrifasvæðis framkvæmdarinnar og mögulegum áhrifum framkvæmdarinnar“. Dæmi séu um að niðurstöður athugana og ályktanir sem dregnar eru í sérfræðiskýrslum um möguleg neikvæð áhrif séu ekki reifaðar í matsskýrslunni og að óvissa um áhrif vegna takmarkaðra upplýsinga sé ekki túlkuð af varúð í samræmi við aðstæður.

„Þessi efnistök kasta rýrð á trúverðugleika matsskýrslunnar,“ segir Skipulagsstofnun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár