Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

248. spurningaþraut: Golfleikari, gabbró, Rosario, Guðmundur, þá er fátt eitt talið

248. spurningaþraut: Golfleikari, gabbró, Rosario, Guðmundur, þá er fátt eitt talið

Hlekkur hér á þrautina frá í gær.

***

Aukaspurningar.

Konan á myndinni hér að ofan var frægur ljósmyndari með meiru. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Í dag heldur upp á 45 ára afmæli sitt einn frægasti golfleikari heimsins. Hann hefur verið oftar í efsta sæti golflistans en nokkur annar og vann á árum áður ótrúlega sigra á golfvellinum. Síðustu árin hefur hann vart verið svipur hjá sjón vegna meiðsla og ýmissa áfalla annarra, en staða hans sem eins frægasta golfleikara sögunnar er þó trygg. Hvað heitir afmælisbarnið?

2.   Jane Goodall heitir kona ein, sem nú er komin fast að níræðu, en skaust fram í sviðsljósið um og upp úr 1970 þegar hún fór að gefa út bækur um tiltekið fyrirbæri sem hún hafði þá stundað rannsóknir á um árabil, og hefur haldið því áfram síðan. Rannsóknirnar kröfðust þess að hún dveldi langdvölum á tilteknum suðlægum slóðum. Hvað hefur Goodall verið að rannsaka?

3.   Fjall eitt á Íslandi er 756 metra hátt og stendur fremst á svonefndu Hvalnesi. Það er snarbratt og tilkomumikið og þar hafa fundist ýmsir málmar, svo sem gull, silfur og kvikasilfur, en ekki þó í miklu magni. Fyrrum hét fjallið Hvalneshorn. Núverandi nafn gefur hins vegar til kynna hvar á landinu fjallið er niðurkomið. Hvaða nafn er það?

4.   Hvað er gabbró?

5.   Guðmundur Sigurjónsson lögfræðingur fæst nú aðallega við fasteignasölu, en hann var á árum áður kunnur fyrir allt annan hlut, og varð reyndar Íslandsmeistari á því sviði þrisvar sinnum. Hvaða svið var það?

6.   Þann 24. júní 1987 fæddist í borginni Rosario piltur sem lét lítið yfir sér allra fyrstu árin en svo kom fljótlega í ljós að hann var sannkallaður meginsnillingur. Margir halda því meira að segja fram að pilturinn frá Rosario sé mesti snillingur heimsins og sögunnar á sínu sviði. Hvað heitir pilturinn?

7.   Fyrir ekki löngu síðan gerðist það að stjórnmálamaður einn hugðist bjóða sig fram til varaformanns í flokki sínum. Félagarnir tóku því ekki betur en svo að staða varaformanns var umsvifalaust lögð niður. Hver er stjórnmálamaðurinn?

8.   Henry Morgan, Sam Bellamy, Edward Teach, William Kidd, Anne Bonny og Calico Jack. Fyrir hvað voru þau kunn?

9.   Hvað hét jökull einn, sem var kvaddur formlega árið 2019?

10.   „Ég byggði mér hús við hafið / og hafið sagði ókei. / Hér er ég og ég heiti /
Hudson Bay.“ Hver orti svo?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er maðurinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Tiger Woods.

2.   Mannapa. Athugið að svarið „górillur“ er rangt. Þá eruði að rugla Goodall saman við Dian Fossey og það gengur ekki. „Simpansar“ væri hins vegar rétt.

3.   Eystrahorn.

4.   Bergtegund. Svarið þarf ekki að vera nákvæmara en það. „Steintegund“ telst líka rétt þótt jarðfræðingar kjósi fremur „bergtegund“.

5.   Skák.

6.   Messi.

7.   Vigdís Hauksdóttir.

8.   Sjórán.

9.   Ok.

10.   Steinn Steinarr.

***

Svör við aukaspurningum.

Linda ásamt eiginmanni sínum, Paul.

Konan hét Linda McCartney.

Karlinn hét J.Edgar Hoover og var yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Bandaríkjunum.

***

Hlekkur á þrautina síðan í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu