Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

247. spurningaþraut: Hvaða Elísabet einsetti sér að taka engan af lífi?

247. spurningaþraut: Hvaða Elísabet einsetti sér að taka engan af lífi?

Jú, hér er þrautin síðan í gær. Gleymdirðu henni?

***

Fyrri aukaspurning:

Hluti af hvaða stórborg sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.    Árið 1741 hrifsaði kona nokkur til sín völdin í ættlandi sínu. Hún ríkti síðan í 21 ár í landinu og var bæði virt og vel metin. Hún er fræg í sögunni fyrir þá ákvörðun sína að láta ekki taka neinn af lífi í landinu, og er ekki vitað annað en það hafi gengið eftir. Slíkt var og er sjaldgæft í landi þessu. Konan hét Elísabet en hvaða landi stýrði hún?

2.   Tripoli heitir borg ein, höfuðborg í ríki sem reyndar er illa klofið í bili. Í hvaða landi er Tripoli höfuðborg?

3.   En það eru til dæmis fleiri borgir sem bera þetta sama nafn, Tripoli. Ein þeirra er næststærsta borgin í allt öðru ríki og teygir sögu sína að minnsta kosti 3.400 ár aftur í tímann. Þá bjuggu Föníkar í þessari Tripoli en seinna meðal annarra krossfarar. Í hvaða ríki er þessi Tripoli-borg?

4.   Hvaða ráðuneyti stýrir Bjarni Benediktsson?

5.   Hver skrifaði bókina Bráðin, sem út kom fyrir þessi jól?

6.   En hver skrifaði barnabókina Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin, sem einnig kom út fyrir þessi jól?

7.   Omega Leonis heitir stjarna ein í stjörnumerkinu Ljóninu. Hún er í 106 ljósára fjarlægð frá Jörðu, en fjarlægðin hefur þó ekki komið í veg fyrir býsna náin kynni íbúa á plánetu sem gengur um Omega Leonis og Jarðarbúa. Reyndar ríkir yfirleitt fullur fjandskapur milli Jarðarbúa og íbúa á þessari plánetu, en menn hafa þó lagt mikið á sig til að skilja þessa íbúa, og furðu margir hér á Jörðu munu tala tungumál hinna illskeyttu plánetubúa. Hvað kallast þeir?

8.   Hvað hét fyrsta skip Eimskipafélags Íslands?

9.   Bjarkey Gunnarsdóttir heitir þingmaður Vinstri grænna í norðausturkjördæmi. Hér vantar reyndar millinafn hennar. Hvað er það?

10.   Hvaða ár hættu Bítlarnir?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rússlandi.

2.   Líbíu.

3.   Líbanon.

4.   Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

5.   Yrsa Sigurðardóttir.

6.   Yrsa Sigurðardóttir.

7.   Klingon.

8.   Gullfoss.

9.   Olsen.

10.   1970.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í loftinu laust fyrir ofan Barcelona á Spáni.

Neðri myndin var tekin af Opruh Winfrey þegar hún var stelpa.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu