Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

247. spurningaþraut: Hvaða Elísabet einsetti sér að taka engan af lífi?

247. spurningaþraut: Hvaða Elísabet einsetti sér að taka engan af lífi?

Jú, hér er þrautin síðan í gær. Gleymdirðu henni?

***

Fyrri aukaspurning:

Hluti af hvaða stórborg sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.    Árið 1741 hrifsaði kona nokkur til sín völdin í ættlandi sínu. Hún ríkti síðan í 21 ár í landinu og var bæði virt og vel metin. Hún er fræg í sögunni fyrir þá ákvörðun sína að láta ekki taka neinn af lífi í landinu, og er ekki vitað annað en það hafi gengið eftir. Slíkt var og er sjaldgæft í landi þessu. Konan hét Elísabet en hvaða landi stýrði hún?

2.   Tripoli heitir borg ein, höfuðborg í ríki sem reyndar er illa klofið í bili. Í hvaða landi er Tripoli höfuðborg?

3.   En það eru til dæmis fleiri borgir sem bera þetta sama nafn, Tripoli. Ein þeirra er næststærsta borgin í allt öðru ríki og teygir sögu sína að minnsta kosti 3.400 ár aftur í tímann. Þá bjuggu Föníkar í þessari Tripoli en seinna meðal annarra krossfarar. Í hvaða ríki er þessi Tripoli-borg?

4.   Hvaða ráðuneyti stýrir Bjarni Benediktsson?

5.   Hver skrifaði bókina Bráðin, sem út kom fyrir þessi jól?

6.   En hver skrifaði barnabókina Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin, sem einnig kom út fyrir þessi jól?

7.   Omega Leonis heitir stjarna ein í stjörnumerkinu Ljóninu. Hún er í 106 ljósára fjarlægð frá Jörðu, en fjarlægðin hefur þó ekki komið í veg fyrir býsna náin kynni íbúa á plánetu sem gengur um Omega Leonis og Jarðarbúa. Reyndar ríkir yfirleitt fullur fjandskapur milli Jarðarbúa og íbúa á þessari plánetu, en menn hafa þó lagt mikið á sig til að skilja þessa íbúa, og furðu margir hér á Jörðu munu tala tungumál hinna illskeyttu plánetubúa. Hvað kallast þeir?

8.   Hvað hét fyrsta skip Eimskipafélags Íslands?

9.   Bjarkey Gunnarsdóttir heitir þingmaður Vinstri grænna í norðausturkjördæmi. Hér vantar reyndar millinafn hennar. Hvað er það?

10.   Hvaða ár hættu Bítlarnir?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rússlandi.

2.   Líbíu.

3.   Líbanon.

4.   Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

5.   Yrsa Sigurðardóttir.

6.   Yrsa Sigurðardóttir.

7.   Klingon.

8.   Gullfoss.

9.   Olsen.

10.   1970.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í loftinu laust fyrir ofan Barcelona á Spáni.

Neðri myndin var tekin af Opruh Winfrey þegar hún var stelpa.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár