Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra braut sótt­varn­ar­regl­ur með við­veru í 40-50 manna sam­kvæmi í Ásmund­ar­sal í gær. Deild­ar­lækn­ir seg­ir að sam­kom­an gæti fræði­lega leitt til dauðs­falla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varð­ar 50 þús­und króna sekt.

Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra segist aðeins hafa verið í samkvæminu í fimmtán mínútur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur viðurkennt að hafa verið í 40 til 50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gærkvöldi sem lögreglan leisti upp vegna brots á sóttvarnarreglum. Deildarlæknir á Landspítalanum segir samkomuna fáránlega og skammarlega og geta auðveldlega orsakað ofurdreifaraviðburð á COVID-19.

Bjarni viðurkennir í færslu á Facebook í dag að hann hafi verið sá ráðherra sem nefndur var í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. „Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í dagbókinni. Einnig var tekið fram að töluverð ölvun hafi verið meðal gesta, enginn þeirra með andlitsgrímur, nánast hvergi fjarlægðartakmörk virt og sóttvörnum ábótavant. „Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum.“

„Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum“

Bjarni segir að hann og eiginkona hans Þóra Margrét Baldvinsdóttir hafi verið á samkomunni. „Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju,“ skrifar hann á Facebook. „Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir. Eins og lesa má í fréttum kom lögreglan og leysti samkomuna upp. Og réttilega. Þarna hafði of margt fólk safnast saman.

Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum.“

Algjör forsendubrestur fyrir ráðherra í ríkisstjórn

Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum sem hefur mikið skrifað um COVID-19 faraldurinn, fer hörðum orðum um samkomuna og framgöngu ráðherra í færslu á Facebook.

„Ég vil vera afdráttarlaus, skýr og ótvíræður hérna,“ skrifar hann. „1. Þessi samkoma var fáránlegt, skammarlegt brot á sóttvarnareglum. 2. Þessi samkoma gæti fræðilega hleypt af stað ofurdreifiviðburði COVID-19 hérlendis. Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla. Ég er ekki að ýkja hérna. 3. Skorturinn á sóttvörnum í þessari samkomu, sem var nú þegar að brjóta samkomutakmarkanir, lýsir fáránlegum dómgreindarbresti og virðingarleysi gagnvart alþjóð.“

„Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla. Ég er ekki að ýkja hérna“

Hann segir þá sem stóðu að samkomunni eiga að skammast sín. „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust. Fyrir þátttakendur þessa teitis er þetta skömm en fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands er þetta algjör forsendubrestur. Það er erfitt að lýsa því nákvæmlega hversu mikið dómgreindar- og virðingarleysi er hér á ferðinni.“

Brotið varðar 50 þúsund króna sekt

Almenn fjöldatakmörkun á samkomum er nú 10 manns, en heimilt er að sekta einstaklinga fyrir brot á sóttvarnarreglum samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra og fyrirmælum ríkissaksóknara. Sekt einstaklings sem sækir samkomu þar sem fjöldatakmörkun er ekki virt nemur 50 þúsund krónum.

Ekki kemur fram í færslu Bjarna hvort hann hafi verið með andlitsgrímu, en sekt einstaklings sem notar ekki andlitsgrímu ákvarðist eftir alvarleika brots og er á bilinu 10.000 til 100.000 krónur. Í dagbók lögreglunnar, þar sem tekið var fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkomuna, segir að enginn hafi verið með grímur. „Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár