Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra braut sótt­varn­ar­regl­ur með við­veru í 40-50 manna sam­kvæmi í Ásmund­ar­sal í gær. Deild­ar­lækn­ir seg­ir að sam­kom­an gæti fræði­lega leitt til dauðs­falla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varð­ar 50 þús­und króna sekt.

Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra segist aðeins hafa verið í samkvæminu í fimmtán mínútur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur viðurkennt að hafa verið í 40 til 50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gærkvöldi sem lögreglan leisti upp vegna brots á sóttvarnarreglum. Deildarlæknir á Landspítalanum segir samkomuna fáránlega og skammarlega og geta auðveldlega orsakað ofurdreifaraviðburð á COVID-19.

Bjarni viðurkennir í færslu á Facebook í dag að hann hafi verið sá ráðherra sem nefndur var í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. „Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í dagbókinni. Einnig var tekið fram að töluverð ölvun hafi verið meðal gesta, enginn þeirra með andlitsgrímur, nánast hvergi fjarlægðartakmörk virt og sóttvörnum ábótavant. „Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum.“

„Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum“

Bjarni segir að hann og eiginkona hans Þóra Margrét Baldvinsdóttir hafi verið á samkomunni. „Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju,“ skrifar hann á Facebook. „Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir. Eins og lesa má í fréttum kom lögreglan og leysti samkomuna upp. Og réttilega. Þarna hafði of margt fólk safnast saman.

Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum.“

Algjör forsendubrestur fyrir ráðherra í ríkisstjórn

Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum sem hefur mikið skrifað um COVID-19 faraldurinn, fer hörðum orðum um samkomuna og framgöngu ráðherra í færslu á Facebook.

„Ég vil vera afdráttarlaus, skýr og ótvíræður hérna,“ skrifar hann. „1. Þessi samkoma var fáránlegt, skammarlegt brot á sóttvarnareglum. 2. Þessi samkoma gæti fræðilega hleypt af stað ofurdreifiviðburði COVID-19 hérlendis. Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla. Ég er ekki að ýkja hérna. 3. Skorturinn á sóttvörnum í þessari samkomu, sem var nú þegar að brjóta samkomutakmarkanir, lýsir fáránlegum dómgreindarbresti og virðingarleysi gagnvart alþjóð.“

„Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla. Ég er ekki að ýkja hérna“

Hann segir þá sem stóðu að samkomunni eiga að skammast sín. „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust. Fyrir þátttakendur þessa teitis er þetta skömm en fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands er þetta algjör forsendubrestur. Það er erfitt að lýsa því nákvæmlega hversu mikið dómgreindar- og virðingarleysi er hér á ferðinni.“

Brotið varðar 50 þúsund króna sekt

Almenn fjöldatakmörkun á samkomum er nú 10 manns, en heimilt er að sekta einstaklinga fyrir brot á sóttvarnarreglum samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra og fyrirmælum ríkissaksóknara. Sekt einstaklings sem sækir samkomu þar sem fjöldatakmörkun er ekki virt nemur 50 þúsund krónum.

Ekki kemur fram í færslu Bjarna hvort hann hafi verið með andlitsgrímu, en sekt einstaklings sem notar ekki andlitsgrímu ákvarðist eftir alvarleika brots og er á bilinu 10.000 til 100.000 krónur. Í dagbók lögreglunnar, þar sem tekið var fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkomuna, segir að enginn hafi verið með grímur. „Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár