Æjá, hérna er hlekkur á þrautina síðan í gær!
***
Hér er fyrri aukaspurning:
Hvað heita þeir kátu félagar sem sjást á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Franskir bræður, Auguste og Louis Lumière, gerðust árið 1895 miklir brautryðjendur í ákveðinni tækni sem var þá að ryðja sér til rúms og olli að lokum algjörri byltingu í samfélaginu. Út á hvað gengu tækninýjungar bræðranna?
2. Hver sendi frá sér bókina Die Traumdeutung, eða Draumtúlkanir, árið 1899?
3. Hvað hét landnámsbær Auðar djúpúðgu í Dalasýslu?
4. Árið 2013 gaf tvítug söngkona út sína fyrstu hljómplötu, Yours Truly hét hún. Síðan hefur söngkonan gefið út plötu nálega á hverju ári: My Everything (2014), Dangerous Woman (2016), Sweetener (2018), Thank U Next (2019) og í haust kom út platan Postitions. Hún lét lítt slá sig út af laginu þótt hryðjuverkamaður hafi drepið fjölda manns á einum tónleika hennar 2017. Hvað heitir hún?
5. Hvað heitir píramídalaga fjall á Reykjanesi?
6. Hver er stærsti flokkur spendýra? – og þá er átt við fjölda tegunda.
7. Hvaða eftirsóttu verðlaun fékk Louise Glück snemma í október?
8. Hver varð í þriðja sæti í forsetakosningunum á Íslandi sumarið 2016?
9. Í hvaða landi er borgin Osaka?
10. Hvern sigraði Davíð Oddsson í kjöri um formann Sjálfstæðisflokksins á útmánuðum 1991?
***
Seinni aukaspurning er þessi:
Hvaða ríki hefur svo óvenjulegan fána, eins og hér að neðan sést?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Kvikmyndir.
2. Sigmund Freud.
3. Hvammur.
4. Ariana Grande.
5. Keilir.
6. Nagdýr.
7. Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
8. Andri Snær.
9. Japan.
10. Þorstein Pálsson.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni eru þeir Baldur og Konni.
Á neðri myndinni er fáni Nepals.
***
Og hlekkurinn, já, hér er hann, á þrautina frá í gær.
Athugasemdir