246. spurningaþraut: Auður djúpúðga, Draumráðningar, bræður tveir og píramídalaga fjall

246. spurningaþraut: Auður djúpúðga, Draumráðningar, bræður tveir og píramídalaga fjall

Æjá, hérna er hlekkur á þrautina síðan í gær!

***

Hér er fyrri aukaspurning:

Hvað heita þeir kátu félagar sem sjást á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Franskir bræður, Auguste og Louis Lumière, gerðust árið 1895 miklir brautryðjendur í ákveðinni tækni sem var þá að ryðja sér til rúms og olli að lokum algjörri byltingu í samfélaginu. Út á hvað gengu tækninýjungar bræðranna?

2.   Hver sendi frá sér bókina Die Traumdeutung, eða Draumtúlkanir, árið 1899?

3.   Hvað hét landnámsbær Auðar djúpúðgu í Dalasýslu?

4.   Árið 2013 gaf tvítug söngkona út sína fyrstu hljómplötu, Yours Truly hét hún. Síðan hefur söngkonan gefið út plötu nálega á hverju ári: My Everything (2014), Dangerous Woman (2016), Sweetener (2018), Thank U Next (2019) og í haust kom út platan Postitions. Hún lét lítt slá sig út af laginu þótt hryðjuverkamaður hafi drepið fjölda manns á einum tónleika hennar 2017. Hvað heitir hún?

5.   Hvað heitir píramídalaga fjall á Reykjanesi?

6.   Hver er stærsti flokkur spendýra? – og þá er átt við fjölda tegunda.

7.   Hvaða eftirsóttu verðlaun fékk Louise Glück snemma í október?

8.   Hver varð í þriðja sæti í forsetakosningunum á Íslandi sumarið 2016?

9.   Í hvaða landi er borgin Osaka?

10.   Hvern sigraði Davíð Oddsson í kjöri um formann Sjálfstæðisflokksins á útmánuðum 1991? 

***

Seinni aukaspurning er þessi:

Hvaða ríki hefur svo óvenjulegan fána, eins og hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kvikmyndir.

2.   Sigmund Freud.

3.   Hvammur.

4.   Ariana Grande.

5.   Keilir.

6.   Nagdýr.

7.   Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

8.   Andri Snær.

9.   Japan.

10.   Þorstein Pálsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru þeir Baldur og Konni.

Á neðri myndinni er fáni Nepals.

***

Og hlekkurinn, já, hér er hann, á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár