Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

245. spurningaþraut: „Afmælisbarn dagsins fæddist 1571 í smábæ í Þýskalandi“

245. spurningaþraut: „Afmælisbarn dagsins fæddist 1571 í smábæ í Þýskalandi“

Nú er kominn þriðji í jólum, þótt sá dagur sé kannski ekki til formlega. En þrautin annan í jólum, hér er hana að finna!

***

Aukaspurningar fyrst.

Sú fyrri:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Afmælisbarn dagsins fæddist á þessum degi árið 1571 í smábæ í Þýskalandi. Hann varð stórmerkur vísindamaður og er einkum þekktur fyrir rannsóknir sínar á hreyfingum reikistjarnanna. Þar fetaði hann í fótspor Copernicusar sem hafði sett fram kenningu um að sólin, ekki jörðin, væri miðpunktur sólkerfisins. Hann vann um tíma með danska stjörnufræðingnum Tyho Brahe, var samtímamaður Galileos og kenningar hans voru ein stoðin undir þyngdaraflskenningu Isaac Newtons. Hvað hét hann?

2.   Hvar eru Kverkfjöll?

3.   Nálægt hvaða stórborg er flugvöllurinn Stansted?

4.   Árni Bergmann rithöfundur var lengi ritstjóri dagblaðs sem gefið var út hér á landi um langt skeið. Hvaða blað var það?

5.   Hversu gamalt varð Ríkisútvarpið um daginn?

6.    Þú ert á ferðalagi í ónefndu landi (þessi saga gerist greinilega eftir covid-19 faraldurinn) og hittir fyrir heimamann sem kynnir sig og kveðst heita Tamaz Arveladze. Og með honum er frænka hans, Ketevan Guramishvili. Í hvaða landi er þá langlíklegast að þú sért stödd eða staddur?

7.   Í hvaða landi var Jens Stoltenberg forsætisráðherra?

8.   Calamari kallast sjávarréttur einn sem víða er vinsæll, til dæmis í Miðjarðarhafslöndum en þó mun víðar. Hvað er megin hráefnið í calamari?

9.   Hver var utanríkisráðherra á undan Guðlaugi Þór Þórðarsyni?

10.   Í hvaða landi er Stonehenge?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er sú filmstjarna og söngkona sem horfir til okkar á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kepler.

2.   Í og við norðanverðan Vatnajökul.

3.   London. Með orðinu „stórborg“ er komið í veg fyrir að Luton geti talist rétt svar.

4.   Þjóðviljinn.

5.   90 ára.

6.   Georgíu.

7.   Noregi.

8.   Smokkfiskur.

9.   Lilja Alfreðsdóttir.

10.   Bæði Bretland og England teljast rétt svör.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin efst er tekin í París.

Myndin neðri er hins vegar af Marlene Dietrich.

***   

Og aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu