Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

245. spurningaþraut: „Afmælisbarn dagsins fæddist 1571 í smábæ í Þýskalandi“

245. spurningaþraut: „Afmælisbarn dagsins fæddist 1571 í smábæ í Þýskalandi“

Nú er kominn þriðji í jólum, þótt sá dagur sé kannski ekki til formlega. En þrautin annan í jólum, hér er hana að finna!

***

Aukaspurningar fyrst.

Sú fyrri:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Afmælisbarn dagsins fæddist á þessum degi árið 1571 í smábæ í Þýskalandi. Hann varð stórmerkur vísindamaður og er einkum þekktur fyrir rannsóknir sínar á hreyfingum reikistjarnanna. Þar fetaði hann í fótspor Copernicusar sem hafði sett fram kenningu um að sólin, ekki jörðin, væri miðpunktur sólkerfisins. Hann vann um tíma með danska stjörnufræðingnum Tyho Brahe, var samtímamaður Galileos og kenningar hans voru ein stoðin undir þyngdaraflskenningu Isaac Newtons. Hvað hét hann?

2.   Hvar eru Kverkfjöll?

3.   Nálægt hvaða stórborg er flugvöllurinn Stansted?

4.   Árni Bergmann rithöfundur var lengi ritstjóri dagblaðs sem gefið var út hér á landi um langt skeið. Hvaða blað var það?

5.   Hversu gamalt varð Ríkisútvarpið um daginn?

6.    Þú ert á ferðalagi í ónefndu landi (þessi saga gerist greinilega eftir covid-19 faraldurinn) og hittir fyrir heimamann sem kynnir sig og kveðst heita Tamaz Arveladze. Og með honum er frænka hans, Ketevan Guramishvili. Í hvaða landi er þá langlíklegast að þú sért stödd eða staddur?

7.   Í hvaða landi var Jens Stoltenberg forsætisráðherra?

8.   Calamari kallast sjávarréttur einn sem víða er vinsæll, til dæmis í Miðjarðarhafslöndum en þó mun víðar. Hvað er megin hráefnið í calamari?

9.   Hver var utanríkisráðherra á undan Guðlaugi Þór Þórðarsyni?

10.   Í hvaða landi er Stonehenge?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er sú filmstjarna og söngkona sem horfir til okkar á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kepler.

2.   Í og við norðanverðan Vatnajökul.

3.   London. Með orðinu „stórborg“ er komið í veg fyrir að Luton geti talist rétt svar.

4.   Þjóðviljinn.

5.   90 ára.

6.   Georgíu.

7.   Noregi.

8.   Smokkfiskur.

9.   Lilja Alfreðsdóttir.

10.   Bæði Bretland og England teljast rétt svör.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin efst er tekin í París.

Myndin neðri er hins vegar af Marlene Dietrich.

***   

Og aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár