Nú er kominn þriðji í jólum, þótt sá dagur sé kannski ekki til formlega. En þrautin annan í jólum, hér er hana að finna!
***
Aukaspurningar fyrst.
Sú fyrri:
Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Afmælisbarn dagsins fæddist á þessum degi árið 1571 í smábæ í Þýskalandi. Hann varð stórmerkur vísindamaður og er einkum þekktur fyrir rannsóknir sínar á hreyfingum reikistjarnanna. Þar fetaði hann í fótspor Copernicusar sem hafði sett fram kenningu um að sólin, ekki jörðin, væri miðpunktur sólkerfisins. Hann vann um tíma með danska stjörnufræðingnum Tyho Brahe, var samtímamaður Galileos og kenningar hans voru ein stoðin undir þyngdaraflskenningu Isaac Newtons. Hvað hét hann?
2. Hvar eru Kverkfjöll?
3. Nálægt hvaða stórborg er flugvöllurinn Stansted?
4. Árni Bergmann rithöfundur var lengi ritstjóri dagblaðs sem gefið var út hér á landi um langt skeið. Hvaða blað var það?
5. Hversu gamalt varð Ríkisútvarpið um daginn?
6. Þú ert á ferðalagi í ónefndu landi (þessi saga gerist greinilega eftir covid-19 faraldurinn) og hittir fyrir heimamann sem kynnir sig og kveðst heita Tamaz Arveladze. Og með honum er frænka hans, Ketevan Guramishvili. Í hvaða landi er þá langlíklegast að þú sért stödd eða staddur?
7. Í hvaða landi var Jens Stoltenberg forsætisráðherra?
8. Calamari kallast sjávarréttur einn sem víða er vinsæll, til dæmis í Miðjarðarhafslöndum en þó mun víðar. Hvað er megin hráefnið í calamari?
9. Hver var utanríkisráðherra á undan Guðlaugi Þór Þórðarsyni?
10. Í hvaða landi er Stonehenge?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er sú filmstjarna og söngkona sem horfir til okkar á myndinni hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Kepler.
2. Í og við norðanverðan Vatnajökul.
3. London. Með orðinu „stórborg“ er komið í veg fyrir að Luton geti talist rétt svar.
4. Þjóðviljinn.
5. 90 ára.
6. Georgíu.
7. Noregi.
8. Smokkfiskur.
9. Lilja Alfreðsdóttir.
10. Bæði Bretland og England teljast rétt svör.
***
Svör við aukaspurningum:
Myndin efst er tekin í París.
Myndin neðri er hins vegar af Marlene Dietrich.
***
Athugasemdir