Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

244. spurningaþraut: Fallegar byggingar, fylgjendur á Instagram og fleira

244. spurningaþraut: Fallegar byggingar, fylgjendur á Instagram og fleira

Hérna er þrautin frá í gær, gerið svo vel.

***

Á myndinni hér að ofan er fyrirsæta sem átti sín mestu frægðarár laust fyrir 1970, þegar hún var ekki síst fræg fyrir hve mjóslegin hún var. Konan heitir Lesley að skírnarnafni en það vita fáir, því allir sem þekkja hana á annað borð þekkja hana undir gælunafni. Hvað er gælunafnið?

***

Aðalspurningar:

1.   Æðsti maðurinn í ríki einu gaf á dögunum út tilskipun þar sem kveðið var á um að framvegis skyldu opinberar byggingar í landi hans vera „fallegar“. Mörgum fannst nokkuð djarft að gera slíka kröfu um svo umdeilt atriði sem fegurð, þar sem sitt sýnist venjulega hverjum. En hver er þessi leiðtogi, sem gerir svo afdráttarlausa kröfu um „fallegar“ byggingar?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Lissabon?

3.   Ný skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar virðist hafa verið söluhæsta bókin í þessari jólavertíð. Hvað heitir sú saga?

4.   Hver hefur annars oftast síðustu árin vermt efsta sætið á sölulistum jólabókavertíðanna?

5.   Árið 2012 vakti mikla athygli þegar ævisaga um nokkuð sérlundaðan mann braust í efsta sæti bóksölulistans og varð metsölubók ársins. Bókin skaut aftur fyrir sig nýjustu bókum frægustu reyfarahöfunda landsins. Maðurinn, sem um var fjallað í bókinni, var þá látinn en hann hafði fyrst vakið verulega athygli í frægum sjónvarpsþætti árið 1984. Hver var maðurinn?

6.   Florence Griffith Joyner dó árið 1998, aðeins 38 ára gömul. Fyrir hvað var hún fræg?

7.   Píreus heitir borg ein við sjóinn. Hún er yfirleitt nefnd til sögu sem hafnarborg annarrar og mun frægari borgar. Hver er sú borg?

8.   Hversu gömul er Jörðin? Hér má skeika allmiklu eða um 500 milljón árum.

9.   Heilmikla athygli vakti um daginn þegar 27 ára gömul söngkona tilkynnti að hún væri nú trúlofuð. Raunar vekur flestallt sem þessi kona gerir athygli, því hún er nú sú kona sem flestir fylgjast með á Instagram. Þegar síðast fréttist fylgdu henni 211 milljónir manna. Hvað heitir hún?

10.   Einn karlmaður er fyrir ofan konu þessa á listanum yfir fjölda fylgjenda á Instagram. Hann hefur 246 milljónir fylgjenda og er fjallmyndarleg íþróttastjarna. Hvað heitir hann?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan fæddist árið 1981 og heitir Ashley að skírnarnafni. Hún er menntuð í mannfræðum og hefur starfað mikið við ýmiss konar félagsþjónustu og góðgerðarmál. Nýlega fór hún svo að fást við fatahönnun líka. Ashley þykir vera hin ágætasta manneskja, en það er þó ekki eingöngu út á eigin verðleika sem hún hefur verið töluvert í sviðsljósinu upp á síðkastið. Heldur er ástæðan sú að Ashley er ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Donald Trump.

2.   Portúgal.

3.   Snerting.

4.   Arnaldur Indriðason.

5.   Einbúinn Gísli á Uppsölum.

6.   Íþróttir. Hún var hlaupakona en það er nóg að nefna íþróttir.

7.     Aþena.

8.   Eftir því sem næst verður komist er Jörðin rúmlega 4,5 milljarða ára gömul. Rétt telst því vera allt frá 4 til 5 milljarða ára.

9.   Ariane Grande.

10.   Cristiano Ronaldo.

***

Svör við aukaspurningum:

Gælunafn konunnar á efri myndinni er Twiggy.

Hún Ashley á neðri myndinni er dóttir Joe og Jill Biden.

Hér má sjá alla myndina, þar sem hún er með foreldrum sínum:

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár