Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

244. spurningaþraut: Fallegar byggingar, fylgjendur á Instagram og fleira

244. spurningaþraut: Fallegar byggingar, fylgjendur á Instagram og fleira

Hérna er þrautin frá í gær, gerið svo vel.

***

Á myndinni hér að ofan er fyrirsæta sem átti sín mestu frægðarár laust fyrir 1970, þegar hún var ekki síst fræg fyrir hve mjóslegin hún var. Konan heitir Lesley að skírnarnafni en það vita fáir, því allir sem þekkja hana á annað borð þekkja hana undir gælunafni. Hvað er gælunafnið?

***

Aðalspurningar:

1.   Æðsti maðurinn í ríki einu gaf á dögunum út tilskipun þar sem kveðið var á um að framvegis skyldu opinberar byggingar í landi hans vera „fallegar“. Mörgum fannst nokkuð djarft að gera slíka kröfu um svo umdeilt atriði sem fegurð, þar sem sitt sýnist venjulega hverjum. En hver er þessi leiðtogi, sem gerir svo afdráttarlausa kröfu um „fallegar“ byggingar?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Lissabon?

3.   Ný skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar virðist hafa verið söluhæsta bókin í þessari jólavertíð. Hvað heitir sú saga?

4.   Hver hefur annars oftast síðustu árin vermt efsta sætið á sölulistum jólabókavertíðanna?

5.   Árið 2012 vakti mikla athygli þegar ævisaga um nokkuð sérlundaðan mann braust í efsta sæti bóksölulistans og varð metsölubók ársins. Bókin skaut aftur fyrir sig nýjustu bókum frægustu reyfarahöfunda landsins. Maðurinn, sem um var fjallað í bókinni, var þá látinn en hann hafði fyrst vakið verulega athygli í frægum sjónvarpsþætti árið 1984. Hver var maðurinn?

6.   Florence Griffith Joyner dó árið 1998, aðeins 38 ára gömul. Fyrir hvað var hún fræg?

7.   Píreus heitir borg ein við sjóinn. Hún er yfirleitt nefnd til sögu sem hafnarborg annarrar og mun frægari borgar. Hver er sú borg?

8.   Hversu gömul er Jörðin? Hér má skeika allmiklu eða um 500 milljón árum.

9.   Heilmikla athygli vakti um daginn þegar 27 ára gömul söngkona tilkynnti að hún væri nú trúlofuð. Raunar vekur flestallt sem þessi kona gerir athygli, því hún er nú sú kona sem flestir fylgjast með á Instagram. Þegar síðast fréttist fylgdu henni 211 milljónir manna. Hvað heitir hún?

10.   Einn karlmaður er fyrir ofan konu þessa á listanum yfir fjölda fylgjenda á Instagram. Hann hefur 246 milljónir fylgjenda og er fjallmyndarleg íþróttastjarna. Hvað heitir hann?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan fæddist árið 1981 og heitir Ashley að skírnarnafni. Hún er menntuð í mannfræðum og hefur starfað mikið við ýmiss konar félagsþjónustu og góðgerðarmál. Nýlega fór hún svo að fást við fatahönnun líka. Ashley þykir vera hin ágætasta manneskja, en það er þó ekki eingöngu út á eigin verðleika sem hún hefur verið töluvert í sviðsljósinu upp á síðkastið. Heldur er ástæðan sú að Ashley er ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Donald Trump.

2.   Portúgal.

3.   Snerting.

4.   Arnaldur Indriðason.

5.   Einbúinn Gísli á Uppsölum.

6.   Íþróttir. Hún var hlaupakona en það er nóg að nefna íþróttir.

7.     Aþena.

8.   Eftir því sem næst verður komist er Jörðin rúmlega 4,5 milljarða ára gömul. Rétt telst því vera allt frá 4 til 5 milljarða ára.

9.   Ariane Grande.

10.   Cristiano Ronaldo.

***

Svör við aukaspurningum:

Gælunafn konunnar á efri myndinni er Twiggy.

Hún Ashley á neðri myndinni er dóttir Joe og Jill Biden.

Hér má sjá alla myndina, þar sem hún er með foreldrum sínum:

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
3
Stjórnmál

Aldrei fleiri ver­ið hlynnt að­ild Ís­lands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.
Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
8
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
8
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
9
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár