Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Sam­kvæmt frum­varpi um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof verð­ur for­eldri sem sæt­ir nálg­un­ar­banni vegna of­beld­is gegn hinu for­eldr­inu gert kleift að taka óskert fæð­ing­ar­or­lof í sex mán­uði með barni sínu.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um fæðingar-og foreldraorlofs er foreldri sem sætir nálgunnarbanni gagnvart hinu foreldrinu leyft að taka sinn hluta fæðingarorlofs í allt að sex mánuði. Í  frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að færa til rétt þess foreldris til foreldrisins sem bað um nálgunarbann.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ef foreldrið sæti nálgunarbanni gegn barni sínu, færist fæðingarorlofsrétturinn til hins foreldrisins. Það gildir hins vegar ekki ef nálgunarbannið snýr að makanum eða hinu foreldrinu. Því getur komið upp sú staða að foreldri sem beitti hitt foreldrið alvarlegu ofbeldi taki út sex mánaða fæðingarorlof.

Tekist á um nálgunarbann

Frumvarpið fór fyrir velferðarnefnd og varð mikil umræða um tilfærslu réttar til töku fæðingarorlofs þegar foreldri sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

Minni hluti nefndarinnar vakti athygli á því að nálgunarbanni er eingöngu beitt í undantekningartilfellum samkvæmt lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Því sé aðeins um að ræða mjög alvarleg mál. Því sé um mjög alvarleg mál að ræða þegar foreldri sæti nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

„Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi og líkur á að það gerist aftur.“

Í lögum um nálgunarbann kemur fram að heimilt sé að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða hætta er á að viðkomandi brjóti á þann hátt gegn brotaþola.  Minni hlutinn áréttar að við slíkar aðstæður verði löggjafinn að hafa í huga aðstæður barns botaþola og brotaþola sjálfs og veita þeim fullnægjandi vernd fyrir ofbeldi.

Þá segir minni hlutinn að stjórnvöld og meirihlutinn sýni skilningsleysi á aðstæðum brotaþola sem upplifað hafa alvarlega atburði sem leiða til nálgunarbanns.

Í minnisblaði sem nefndinni barst frá ráðuneytinu er vísað til þess að starfshópur um gerð frumvarpsins telji að foreldri, sem sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu, geti verið í góðum tengslum og samskiptum við barn sitt þrátt fyrir verknað sinn sem leiddi til þess að nálgunarbanni var beitt. Því telji starfshópurinn að það gengi gegn markmiðum laganna að ákvæði 3. mgr. 9. gr. gilti um nálgunarbann gegn hinu foreldrinu líkt og um nálgunarbann gegn barni.

Málsgreinin gagnrýnd á þingi

Umræða um málsgreinina fór fram á þingi í gær. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og hluti af minnihluta velferðarnefndar, tók til máls. 

„Hvernig háttvirtur þingmaður (Ólafur Þór Gunnarsson, framsögumaður meirihluta velferðarnefndar) að það verði samfleytt fæðingarorlof þegar annað foreldrið, sem sætir svo grófu ofbeldi af hálfu hins foreldrisins að nálgunarbanni er beitt og mögulega staðfest af dómstólum. Hvernig það foreldri á að haga sínum málum þegar fæðingarorlofinu lýkur við sex mánaða aldur barnsins? Þá fer barnið hvert? Í leikskóla? Í ungbarnaleikskóla við sex mánaða aldur. Því það barn er ekki verndað af löggjafanum á Íslandi gegn svona vitleysu. Þarna er barn sem hefur þolað það að foreldrið hefur verið beitt grófu ofbeldi þannig að hitt foreldrið er dæmt í nálgunarbann. Það skal sent út í pössun utan heimilis en foreldrið sem mátti þola ofbeldið skal koma hérna tólf mánuðum seinna og fara aftur á vinnumarkaðinn til að ljúka sínum sex mánuðum. Vegna þess að hitt foreldrið er mögulega ekki enn í standi til að sinna þessu. Þetta er slík vitleysa að ég er algjörlega rasandi yfir þessu.“

Það þarf að vera gróft ofbeldi

Í samtali við Stundina segist Helga Vala hafa staðið á orgi varðandi málið. „Ég var lögmaður á neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis og gekk þar vaktir á sex vikna fresti. Ég var lögmaður fjölda kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu. Ég er búin að vera á orginu þegar fulltrúi ráðuneytis kemur og segir að það á ekki að vera breyta þessu þegar um er að ræða ágreining á milli foreldra. Þau skilja þetta ekki. Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi  og líkur á að það gerist aftur,“ segir hún.

Samkvæmt lögunum þarf hins vegar foreldrið, sem sætir nálgunarbanni, þá að fara með sameiginlega forsjá og umgangast barnið til þess að fá greitt fæðingarorlof. Eins og segir í lögunum: „Skilyrði fyrir því að foreldri geti nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs er að foreldri fari með forsjá barnsins eða fari sameiginlega með forsjá þess ásamt hinu foreldrinu þann tíma sem foreldri nýtir rétt sinn til fæðingarorlofs.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár