Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Sam­kvæmt frum­varpi um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof verð­ur for­eldri sem sæt­ir nálg­un­ar­banni vegna of­beld­is gegn hinu for­eldr­inu gert kleift að taka óskert fæð­ing­ar­or­lof í sex mán­uði með barni sínu.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um fæðingar-og foreldraorlofs er foreldri sem sætir nálgunnarbanni gagnvart hinu foreldrinu leyft að taka sinn hluta fæðingarorlofs í allt að sex mánuði. Í  frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að færa til rétt þess foreldris til foreldrisins sem bað um nálgunarbann.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ef foreldrið sæti nálgunarbanni gegn barni sínu, færist fæðingarorlofsrétturinn til hins foreldrisins. Það gildir hins vegar ekki ef nálgunarbannið snýr að makanum eða hinu foreldrinu. Því getur komið upp sú staða að foreldri sem beitti hitt foreldrið alvarlegu ofbeldi taki út sex mánaða fæðingarorlof.

Tekist á um nálgunarbann

Frumvarpið fór fyrir velferðarnefnd og varð mikil umræða um tilfærslu réttar til töku fæðingarorlofs þegar foreldri sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

Minni hluti nefndarinnar vakti athygli á því að nálgunarbanni er eingöngu beitt í undantekningartilfellum samkvæmt lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Því sé aðeins um að ræða mjög alvarleg mál. Því sé um mjög alvarleg mál að ræða þegar foreldri sæti nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

„Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi og líkur á að það gerist aftur.“

Í lögum um nálgunarbann kemur fram að heimilt sé að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða hætta er á að viðkomandi brjóti á þann hátt gegn brotaþola.  Minni hlutinn áréttar að við slíkar aðstæður verði löggjafinn að hafa í huga aðstæður barns botaþola og brotaþola sjálfs og veita þeim fullnægjandi vernd fyrir ofbeldi.

Þá segir minni hlutinn að stjórnvöld og meirihlutinn sýni skilningsleysi á aðstæðum brotaþola sem upplifað hafa alvarlega atburði sem leiða til nálgunarbanns.

Í minnisblaði sem nefndinni barst frá ráðuneytinu er vísað til þess að starfshópur um gerð frumvarpsins telji að foreldri, sem sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu, geti verið í góðum tengslum og samskiptum við barn sitt þrátt fyrir verknað sinn sem leiddi til þess að nálgunarbanni var beitt. Því telji starfshópurinn að það gengi gegn markmiðum laganna að ákvæði 3. mgr. 9. gr. gilti um nálgunarbann gegn hinu foreldrinu líkt og um nálgunarbann gegn barni.

Málsgreinin gagnrýnd á þingi

Umræða um málsgreinina fór fram á þingi í gær. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og hluti af minnihluta velferðarnefndar, tók til máls. 

„Hvernig háttvirtur þingmaður (Ólafur Þór Gunnarsson, framsögumaður meirihluta velferðarnefndar) að það verði samfleytt fæðingarorlof þegar annað foreldrið, sem sætir svo grófu ofbeldi af hálfu hins foreldrisins að nálgunarbanni er beitt og mögulega staðfest af dómstólum. Hvernig það foreldri á að haga sínum málum þegar fæðingarorlofinu lýkur við sex mánaða aldur barnsins? Þá fer barnið hvert? Í leikskóla? Í ungbarnaleikskóla við sex mánaða aldur. Því það barn er ekki verndað af löggjafanum á Íslandi gegn svona vitleysu. Þarna er barn sem hefur þolað það að foreldrið hefur verið beitt grófu ofbeldi þannig að hitt foreldrið er dæmt í nálgunarbann. Það skal sent út í pössun utan heimilis en foreldrið sem mátti þola ofbeldið skal koma hérna tólf mánuðum seinna og fara aftur á vinnumarkaðinn til að ljúka sínum sex mánuðum. Vegna þess að hitt foreldrið er mögulega ekki enn í standi til að sinna þessu. Þetta er slík vitleysa að ég er algjörlega rasandi yfir þessu.“

Það þarf að vera gróft ofbeldi

Í samtali við Stundina segist Helga Vala hafa staðið á orgi varðandi málið. „Ég var lögmaður á neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis og gekk þar vaktir á sex vikna fresti. Ég var lögmaður fjölda kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu. Ég er búin að vera á orginu þegar fulltrúi ráðuneytis kemur og segir að það á ekki að vera breyta þessu þegar um er að ræða ágreining á milli foreldra. Þau skilja þetta ekki. Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi  og líkur á að það gerist aftur,“ segir hún.

Samkvæmt lögunum þarf hins vegar foreldrið, sem sætir nálgunarbanni, þá að fara með sameiginlega forsjá og umgangast barnið til þess að fá greitt fæðingarorlof. Eins og segir í lögunum: „Skilyrði fyrir því að foreldri geti nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs er að foreldri fari með forsjá barnsins eða fari sameiginlega með forsjá þess ásamt hinu foreldrinu þann tíma sem foreldri nýtir rétt sinn til fæðingarorlofs.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár