243. spurningaþraut: Jóladagsþrautin er hér komin. Dundið við hana í náttfötunum.

243. spurningaþraut: Jóladagsþrautin er hér komin. Dundið við hana í náttfötunum.

Hér er þrautin frá því í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á jóladag fyrir 29 árum – 25. desember 1991 – hélt þessi maður ræðu í sjónvarpið í heimalandi sínu. Hér má sjá skjáskot af ræðu hans. Hvað tilkynnti maðurinn í þeirri ræðu?

***

Aðalspurningar:

1.   Justin Trudeau heitir forsætisráðherra í ákveðnu vestrænu ríki. Hann er fæddur á jóladag og heldur í dag upp á 49 ára afmælið sitt heima í ... hvaða landi?

2.   Faðir Trudeaus var líka forsætisráðherra í sama landi, nær samfellt í 15 ár. Á þeim tíma var kona hans, móðir Justins Trudeaus, líka mikið í sviðsljósinu, en hún þótti helstil óþekk af forsætisráðherrafrú að vera. Einu sinni stakk hún til dæmis af með The Rolling Stones. Seinna var hún greind með bípolar-sjúkdóm og hefur fjallað um sjúkdóm sinn í bókum og á ýmsum öðrum vettvangi. Hvað heitir hún? – og hér er spurt um fornafn hennar.

3.   Milli hvaða tveggja svæða er Beringssund?

4.   Gásir hétu verslunarstaður á Íslandi á fyrri öldum. Verslun er þar löngu aflögð en staðurinn er rétt hjá núverandi þéttbýlisstað, og honum af stærri gerðinni. Hvaða þéttbýlisstaður er það?

5.   Í hvaða landi er sú borg sem í gömlum íslenskum bókum var nefnd Rúðuborg, en heitir nú Rouen á landakortum?

6.   Hver er menntun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra?

7.   Matador heitir íslenska útgáfan af frægu borðspili, sem í útlöndum heitir ...?

8.   Matador er líka nafnið á frægri sjónvarpsseríu sem gerð var 1978-1982 og sýnd við miklar vinsældir víða, meðal annars á Íslandi. Frá hvaða landi kom þessi sería?

9.   En hvaða þýðir annars orðið „matador“ yfirleitt í erlendum málum?

10.   Jol heitir þorp eitt í heimi hér. Það er ekki stórt, því þar búa aðeins 32 manneskjur úr sjö fjölskyldum í örfáum húsum. Þorpið er skammt frá landamærum bæði Armeníu og Tyrklands, en í hvaða landi?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kanada.

Margaret Trudeau stígur skottís í Studio 54.

2.   Margaret.

3.   Síberíu og Alaska. Það má nefna Rússland/Asíu og Bandaríkin/Norður-Ameríku.

4.   Akureyri.

5.   Frakklandi.

6.   Hann er dýralæknir.

7.   Monopoly.

8.   Danmörku.

9.   Nautabani.

10.   Íran. Hér er loftmynd af þessu litla þorpi.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri mynd sýnir Mikhaíl Gorbatsjov tilkynna um afsögn sína sem leiðtogi Sovétríkjanna er fól um leið í sér að Sovétríkin voru lögð niður. 

Seinni myndin sýnir Steinunni Ólínu. Hún er þarna í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Föngum, en óþarfi er að vita það.

***

Og hér er aftur hlekkur á aðfangadagsþrautina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár