Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

243. spurningaþraut: Jóladagsþrautin er hér komin. Dundið við hana í náttfötunum.

243. spurningaþraut: Jóladagsþrautin er hér komin. Dundið við hana í náttfötunum.

Hér er þrautin frá því í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á jóladag fyrir 29 árum – 25. desember 1991 – hélt þessi maður ræðu í sjónvarpið í heimalandi sínu. Hér má sjá skjáskot af ræðu hans. Hvað tilkynnti maðurinn í þeirri ræðu?

***

Aðalspurningar:

1.   Justin Trudeau heitir forsætisráðherra í ákveðnu vestrænu ríki. Hann er fæddur á jóladag og heldur í dag upp á 49 ára afmælið sitt heima í ... hvaða landi?

2.   Faðir Trudeaus var líka forsætisráðherra í sama landi, nær samfellt í 15 ár. Á þeim tíma var kona hans, móðir Justins Trudeaus, líka mikið í sviðsljósinu, en hún þótti helstil óþekk af forsætisráðherrafrú að vera. Einu sinni stakk hún til dæmis af með The Rolling Stones. Seinna var hún greind með bípolar-sjúkdóm og hefur fjallað um sjúkdóm sinn í bókum og á ýmsum öðrum vettvangi. Hvað heitir hún? – og hér er spurt um fornafn hennar.

3.   Milli hvaða tveggja svæða er Beringssund?

4.   Gásir hétu verslunarstaður á Íslandi á fyrri öldum. Verslun er þar löngu aflögð en staðurinn er rétt hjá núverandi þéttbýlisstað, og honum af stærri gerðinni. Hvaða þéttbýlisstaður er það?

5.   Í hvaða landi er sú borg sem í gömlum íslenskum bókum var nefnd Rúðuborg, en heitir nú Rouen á landakortum?

6.   Hver er menntun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra?

7.   Matador heitir íslenska útgáfan af frægu borðspili, sem í útlöndum heitir ...?

8.   Matador er líka nafnið á frægri sjónvarpsseríu sem gerð var 1978-1982 og sýnd við miklar vinsældir víða, meðal annars á Íslandi. Frá hvaða landi kom þessi sería?

9.   En hvaða þýðir annars orðið „matador“ yfirleitt í erlendum málum?

10.   Jol heitir þorp eitt í heimi hér. Það er ekki stórt, því þar búa aðeins 32 manneskjur úr sjö fjölskyldum í örfáum húsum. Þorpið er skammt frá landamærum bæði Armeníu og Tyrklands, en í hvaða landi?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kanada.

Margaret Trudeau stígur skottís í Studio 54.

2.   Margaret.

3.   Síberíu og Alaska. Það má nefna Rússland/Asíu og Bandaríkin/Norður-Ameríku.

4.   Akureyri.

5.   Frakklandi.

6.   Hann er dýralæknir.

7.   Monopoly.

8.   Danmörku.

9.   Nautabani.

10.   Íran. Hér er loftmynd af þessu litla þorpi.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri mynd sýnir Mikhaíl Gorbatsjov tilkynna um afsögn sína sem leiðtogi Sovétríkjanna er fól um leið í sér að Sovétríkin voru lögð niður. 

Seinni myndin sýnir Steinunni Ólínu. Hún er þarna í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Föngum, en óþarfi er að vita það.

***

Og hér er aftur hlekkur á aðfangadagsþrautina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár