Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

243. spurningaþraut: Jóladagsþrautin er hér komin. Dundið við hana í náttfötunum.

243. spurningaþraut: Jóladagsþrautin er hér komin. Dundið við hana í náttfötunum.

Hér er þrautin frá því í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á jóladag fyrir 29 árum – 25. desember 1991 – hélt þessi maður ræðu í sjónvarpið í heimalandi sínu. Hér má sjá skjáskot af ræðu hans. Hvað tilkynnti maðurinn í þeirri ræðu?

***

Aðalspurningar:

1.   Justin Trudeau heitir forsætisráðherra í ákveðnu vestrænu ríki. Hann er fæddur á jóladag og heldur í dag upp á 49 ára afmælið sitt heima í ... hvaða landi?

2.   Faðir Trudeaus var líka forsætisráðherra í sama landi, nær samfellt í 15 ár. Á þeim tíma var kona hans, móðir Justins Trudeaus, líka mikið í sviðsljósinu, en hún þótti helstil óþekk af forsætisráðherrafrú að vera. Einu sinni stakk hún til dæmis af með The Rolling Stones. Seinna var hún greind með bípolar-sjúkdóm og hefur fjallað um sjúkdóm sinn í bókum og á ýmsum öðrum vettvangi. Hvað heitir hún? – og hér er spurt um fornafn hennar.

3.   Milli hvaða tveggja svæða er Beringssund?

4.   Gásir hétu verslunarstaður á Íslandi á fyrri öldum. Verslun er þar löngu aflögð en staðurinn er rétt hjá núverandi þéttbýlisstað, og honum af stærri gerðinni. Hvaða þéttbýlisstaður er það?

5.   Í hvaða landi er sú borg sem í gömlum íslenskum bókum var nefnd Rúðuborg, en heitir nú Rouen á landakortum?

6.   Hver er menntun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra?

7.   Matador heitir íslenska útgáfan af frægu borðspili, sem í útlöndum heitir ...?

8.   Matador er líka nafnið á frægri sjónvarpsseríu sem gerð var 1978-1982 og sýnd við miklar vinsældir víða, meðal annars á Íslandi. Frá hvaða landi kom þessi sería?

9.   En hvaða þýðir annars orðið „matador“ yfirleitt í erlendum málum?

10.   Jol heitir þorp eitt í heimi hér. Það er ekki stórt, því þar búa aðeins 32 manneskjur úr sjö fjölskyldum í örfáum húsum. Þorpið er skammt frá landamærum bæði Armeníu og Tyrklands, en í hvaða landi?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kanada.

Margaret Trudeau stígur skottís í Studio 54.

2.   Margaret.

3.   Síberíu og Alaska. Það má nefna Rússland/Asíu og Bandaríkin/Norður-Ameríku.

4.   Akureyri.

5.   Frakklandi.

6.   Hann er dýralæknir.

7.   Monopoly.

8.   Danmörku.

9.   Nautabani.

10.   Íran. Hér er loftmynd af þessu litla þorpi.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri mynd sýnir Mikhaíl Gorbatsjov tilkynna um afsögn sína sem leiðtogi Sovétríkjanna er fól um leið í sér að Sovétríkin voru lögð niður. 

Seinni myndin sýnir Steinunni Ólínu. Hún er þarna í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Föngum, en óþarfi er að vita það.

***

Og hér er aftur hlekkur á aðfangadagsþrautina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
3
Stjórnmál

Aldrei fleiri ver­ið hlynnt að­ild Ís­lands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár